Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.10.1991, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 31.10.1991, Síða 1
FasteignasaíaV EIGNABÆR Bæjarhrauni 8 Sími 654222 FJflRÐflB 29. TBL. 1991 - 9. ARG. FIMMTUDAGUR 31. OKT. VERÐ KR. 100,- / FasteignasalaN. EIGNABÆR Bæjarhrauni 8 Sími 654222 Bæjayfirvöld hyggjast kaupajiarkarhúsið og áætla upphafskostnað um 200 miilj. kc: Slökkvilið, Áhaldahús og Rafveita flytji í húsið Áætlun uni kaup bæjarsjóðs á Barkarhúsinu við H jallahraun mun vera í lokafrágangi á bæjarskrifstofunum og var bæjar- ráðsmönnum tilkynnt í síðustu viku að búa sig undir að gefa á- kveðið svar við því tilboði sem liggur fyrir á bæjjaráðsfundi í dag. Ætlunin er að flytja starfsemi Slökkviliðsins, Áhaldahússins og hluta af rekstri Rafveitunnar í húsið, sem er um 4.200 fermetrar að grunnfleti. Reiknað er með að kaupverð sé í kringum 120 millj., sem felst í yfirtöku skulda. Nauðsynlegar upphafsframkvæmdir eru taldar kosta allt að 80 til 100 millj. Að mati kunnugra, er heildarkostnaður við kaup og lagfæringar hússins nálægt því að vera uin 300 millj. kr. Barkarhúsið er talin eign San- itas, eða Páls í Polaris, eins og hann hefur verið nefndur. Áhvíl- andi skuldir á húsinu munu nema um 139 millj. kr. og er bókfært kaupverð talið þurfa að vera um 120 millj. kr. yfirtaka skulda til að unnt sé að ganga frá kaupun- um. Tæknimenn bæjarins hafa kannað ástand hússins og í nið- urstöðumþeirrakemurm.a. fram, skv. heimildum Fjarðarpóstsins, að verkstæðishúsið sé í nokkuð góðu ástandi. Er þar m.a. hlaup- aköttur, en viðgerðargryfjur á verkstæði þarf að búa til. Aftur á móti þarf miklu til að kosta við að koma starfsmannaaðstöðu í lag. Efri hæð hússins mun vera í slæmu ásigkomulagi. Þess má og geta, að inn í dæmið má reikna söluverðmæti þeirra eigna sem rýmast með flutning- unum, þ.e. húsnæði Slökkviliðs- ins, Áhaldshússins og væntanlega húss Rafveitunnar á Hverfis- götu. Starfsmenn Slökkviliðsins munu vera lítið hrifnir af þessari hugmynd, en þeir hafa reyndar ekki enn verið spurðir álits. Þeir hafa beðið nokkuð lengi eftir á- kvörðunum um byggingu nýrrar slökkvistöðvar, sem ætlunin var að yrði gegnt núverandi stöð. Sú áætlun er nú komin niður í skúffu. Enn bólar ekki á endurskoðuninni Hagvirki í almenningsakstur Hagvirki-Klettur h.f. var lægstbjóðandi í akstur á fjórum leiðum af fimm, sem Almenningsvagnar, byggðasamlag, bauð nýverið út. Hagvirki mun því taka að sér til næstu fimm ára frá og með 1. mars. n.k. akstur á leiðum í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Álftanesi, auk þess innanbæjar í Kópavogi og Hafnafirði. Fyrirtækið hyggst kaupa 18 nýja farþegaflutninga- vagna í þessu skyni, auk þess þrjá til fjóra eldri aukavagna. Endurskoðuð fjárhagsáætl- un bæjarsjóðs fyrir árið 1991 hefur enn ekki litið dagsins ljós. Þá hefur ekki heldur verið lagt fram níu mánaða uppgjör, sem bæjarfulltrúar minni hlutans, Sjálfstæðisflokks, liafa marg- beðið um, síðast á bæjarráðs- fundi sl. fimmtudag. Magnús Jón Ámason lýsti eftir endurskoðuninni í bókun á síðasta bæjarráðsfundiog spurðiþarm.a., hvort endurskoðuð fjárhagsáætl- un yrði lögð fram á þessu ári, eða hvort beðið yrði með það fram á næsta ár. Þau svör bárust á fund- inum, að endurskoðuð fjárhagsá- ætlun yrði lögð fram innan tíðar. Að sögn Gísla Friðjónssonar, framkvæmdastjóra Hagvirkis Kletts h.f., bauð fyrirtækið 216 millj. kr. á ársgrundvelli í akst- urinn, og var það tilboð lægst. Leiðirnar sem um ræðir em fjórar: Hafnarfjörður, Reykjavík hrað- ferð. í öðru lagi innanbæjar í Kópavogi, í þriðja lagi Garða- bær, Álftanes innanbæjar og í fjórða lagi Hafnarfjörður Norð- urbær/Suðurbær, kvöld- og helgarakstur. Aðspurður um af hverju Hag- virki hefði boðið í þennan pakka, sagði Gísli, að fyrirtækið væri verktakafyrirtæki og þarna tækju þeir að sér ákveðið verk. Þeir hefðu yfir að ráða góðu véla- verkstæði og aðstöðu til að sjá um þessar bifreiðir. Gísli sagði að lokurn, að mið- stöð nýju starfrækslunnar yrði í höfuðstöðvum Hagvirkis, þ.e. að Skútahrauni. Þeim fjölgar því væntanlega strætóbílunum í Firðinum á komandi ári. Dómshús á Bæjarhraun? Fógetaembættið og dómsmálaráðuneytið hafa verið á hött- unum eftir húsnæði fyrir dómssali embættisins. Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins hafa þeir m.a. sýnt áhuga á kaupum á húsnæðinu að Bæjahrauni 6. Bæjaryfirvöld hafa hins vegar reynt til hins ítrasta að fá embættið til að falla ekki frá hug- myndum um nýbyggingu í miðbænum. Það hefur því komið til tals, að útvega fógetaembættinu efstu hæðina í húsnæði Dvergs við Lækjagötuna undir dómssali. Þar er aftur á móti mjög erfitt með bílastæði. Áhugi bæjaryftrvalda byggist fyrst og fremst á því að fá fógeta- embættið til að byggja á lóðinni á bak við ráðhúsið við Strandgötu. Það hefur verið von bæjaryfirvalda, að með nýbyggingu þar gæti bærinn fengið inni í sama húsnæði með hluta af starfsemi sinni, en núverandi ráðhús er löngu sprungið utan af starfsemi bæjarins. Hrói Höttur býður fjórum lesendum upp á 16" pizzur - Sjá bls. 3 „Ljótasta dæmið um spillingu og mis- notkun valdsins“ - Sjá bls. 4 og 5 Ungt fólk með fullar hendur fjár í félags- lega kerfinu -Sjá bls. 8

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.