Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.10.1991, Síða 2

Fjarðarpósturinn - 31.10.1991, Síða 2
IEIGNABÆRI Bæjarhrauni 8, sími 654222 VflNTflR EIGNIR fl SKRfl Fjóluhvammur Hf. -einb. 330 fm eínbh. Fallegur garöur. Heitur pottur. Verö 21,0 Fjóluhvammur Hf. - einb. Vandaö 255 fm einbh. Góöur garöur. Verö 18 m. Heiðvangur Hf. - einb. 4ra-5herb. einb.(timbur) ásamt 40 fm steinst. bílsk. Fráb. staðsetn.. v/hraunjaöarinn. V. 15,5 m. Suöurgata Hf. - 3ja herb. Vorum aö fá í einkasölu skemmti- lega íbúð í þríbýlishúsi. Áhv. 2,3 millj. Verö 5,8 millj. Hverfisgata Hf. - 3ja. 80 fm íb. á 2. hæö. Nýtt parket. Frábært útsýni. Mjög góö staðsetn. Björt og skemtil. íb. Verð 6,2 m. Háakinn Hf. - 6 herb. 6. herb. íb. í tvíb., hæö og ris. Bíl- skúr. Alls rúml. 10 fm. Mögul. á tv. íb. Verð 10,5 m. Skerseyrarv. Hf. - 4ra herb. Mjög falleg íbúö á 2. hæö í tvíbýl- ishúsi. Róleg gata. Húsiö nýlega klætt aö utan. Sólstofa. Nýlegir gluggar og gler. Stór bilsk. og geymsla. Ahv. Byggsjlán 3,8 millj. V. 7,8 m. Miöholt Hf. - einb. Vorum aö fá í einkasölu glæsíl. einbhús á byggingarstigi. Húsiö skilast tilb. aö utan en fokhelt aö innan. Teikn. á fasteignars. Fagrakinn Hf. - 4ra herb. 4ra herb. íb. á 1. hæö í tvíbýli. Innang. í kj. Áhv. byggsj. Verð 7,5 Álfholt Hf. - 2ja-3ja 82,1 fm íb. á 1. hæö. Sérgeymsla. Afh. tilb. u. trév. Verö 6,4 m. Laufvangur Hf. - 3ja herb. Mjög skemmtileg og rúmgóö íb. á 2. hæö. Aðeins 3 íbúðir í stiga- gangi. Góö sameign. Mjög góöar suöursvalir. íbúðin geturveriö laus fljótlega. V. 7,6 m. Arnarhraun Hf. - 3ja Mjög falleg rúml. 80 fm íb. Parket. Góö sameign. Skipti mögul. á 4ra-5 herb. íb. íb. getur veríð laus fljótlega. V. 7,0 míllj. Þúfubarö Hf. - einb. Tveggja hæöa einbh. Bílsk. Garö- hús. Frábært útsýni. Skipti möguleg á 4ra-5 herb. íbúö. Verö 12,5 m. Garðavegur Hf. - 3ja herb. 3ja herb. íbúö á 1. hæð. Áhv. byggingarsjóðslán. Verö 3,7 m. Breiðvangur Hf. - 5 herb. Rúml. 120 fm íb. á 1. hæö. Stór sérgeymsla. Verö 9,1 milljón. Miðvangur Hf. - 2ja herb. 56,8 fm. íb. Verö 5,5 milljónir. Álfaskeiö Hf. - 2ja herb. Falleg íb. á 4. hæð. Bílskúr. Mjög góö sameigin. Verð 6,0 míllj. Vegna mikillar eftir- spurnar óskum viö eftir öllum tegundum fasteigna á söluskrá. Skoöum og verömet- um samdægurs. Elías B. Guðmundsson, viöskiptafr. - sölustjóri, Hlöðver Kjartansson, hdl. Guðmundur Kristjánsson, hdl. fF S. 654222 Nýr heiðursfélagi Skógræktarf élagsi ns í 45 ára afmælishófi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, sem haldið var í Hafnarborg sl. föstudagskvöld var Ólafur Vil- hjálmsson, einn af stofnendum félagsins, gerður að heiðursfélaga. Olafur er annar félaginn sem hlotið hefur þennan sæmdartitil, en Jón Magnússon frá Skuld var útnefndur fy rsti heiðursfélaginn á 40 ára afmæli félagsins. Hátíðarræðu í hófinu flutti Jón Magnússon frá Skuld og var gerður góður rómur að. Kvæða- söng og gítarundirleik önnuðust hjónin Anna Pálína Amadóttir og Aðalsteinn Asberg. Skógræktarfélaginu bámst góðar gjafir í tilefni af afmælinu. Valgerður Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi, afhenti mynd eftir Áma Elfar frá bæjaryfirvöldum. Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, Kjart- an Ólafsson, formaður Skóg- ræktarfélags Ámesinga og Baldur frá Skógræktarfélagi Kópavogs afhentu öll trjágjafir frá félögum sínum, auk ámað- aróska.. Félaginu bárust og blómagjafir. Á hátíðinni var sýndur hluti af heimildarmynd, sem er í vinnslu um félagið. Á myndinni hér að ofan er Hólmfríður Finnbogadóttir, for- maður Skógræktarfélagsins, á- samt heiðursfélögunum, Jóni í Skuld og Ólafi Vilhjálmssyni. Ennfremur eru á myndinni Magnús Jónson, sem er einn stofnfélaga, þá Öm Bergsson, sem tók á móti blómum fyrir hönd Ingibjargar Jónsdóttur, stofnfé- laga, sem var á Sólvangi er af- mælishófið fór fram, og Helga Þórarinsdóttir, en hún er ekkja Pálma Helga Ágústssonar, sem var einn af stofnfélögunum. Ólafur Jónsson er einnig einn af eftirlifandi stofnfélögum. Hólm- fríður formaður, fór með blóm til hans eftir afmælishófið, þar sem hann var á Borgarspítalanum, þegar athöfnin fór fram.. Byggir Nói-Siríus í bænum? Sælgætisgerðin Nói - Siríus h.f. hefur ritað bæjaryfir- völdum bréf þar sem farið er fram á lóðarúthlutun. Sótt er um lóð undir byggingu sem y rði 5.000 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Erindi þetta var tekið fyrir á bæjarráðsfundi 17. okt. sl. og því vísað til bæjarverkfræðings. GAFLARIVIKUNNAR: Þeir eru seinheppnir í í- þróttaráði þessa dagana. Á baksíðu er greint frá köldum kveðjum, sem Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, sendir ráðinu, vegna einræðislegra vinnu- bragða formanns þcss. Iþróttaráði hlýtur að hafa fundist að þeir þyrftu að gera eitthvað til að sanna tiiverurétt sinn og boðuðu því í snarhasti til borgarafundar í vikunni. Fund- arboð var borið út í húsin í bænum. Notað var stórt letur og flest það talið til sem skipti máli til kynningar á nefndarmönn- um. Var fundarstjóra meira að segja getið efst í upptalningu á þcim, sem koma áttu við sögu á fundinum. - Hógværir fundar- boðendur, sem einnig gcgna embættisstörfum, geta sjálfra sín nú vfirleitt neðanmáls. .- En í allri þessari virðing- arverðu viðlcitni að láta vita af sér - að nefndin og atorkusamir nefndarmenn væru ábyrgir, gleymdist aðalat riðiö, þ.e. að láta vita í fundarboðinu klukkan hvað fundurinn yrði haldinn. Kannski skipti það ekki mcgin- máli, enda fundurinn ekki fjöl- sóttur, skv. heimildum undan gafli. Meira af íþróttaviðburðum. Forustumenn fjögurra íþrótta- deilda í bænum tóku á móti af- reksmannastyrkjum í kaffistofu Hafnarborgar sl. þriðjudag. Gylfi Ingvarsson, formaður stjórnar afreksmannasjóðs ÍBH afhenti umslög og sagðist hafa orð gjaldkera sjóðsins fyrir því, að í þeim væru tilgreindar upp- hæðir. Eitthvað var þó í svip for- mannsins, er hann leit á gjald- kerann, lyfti síðan einu uinslag- inu, kíkti, og sagði: "Hér er engin ávísun, bara miði." - Pað kom kvndugur svipur á gjald- kerann og formaðurinn upplýsti að bragði, að líklega hcfði við- komandi deild fengið styrkinn sinn að hluta fvrirfram. Fullt nafn? Berlind Hrönn Hilmarssdóttir. Fæðingardagur? 8. júní 1972. Fæðingarstaður? Reykja- vík. Fjölskylduhagir? Engir. Bifreið? Engin, eins og er. Starf? Afgreiðslustúlka á Hróa Hetti. Fyrri störf? Var að vinna í matvöruverslun. Helsti eiginleiki? Hef gaman af að skemmta mér og öðrum. Helsti veikleiki? Get ekki hætt. Uppáhaldsmatur? Auðvitað maturinn á Hróa. Versti matur sem þú færð? Fæ aldrei vondan mat. Uppáhaldstónlist? Danstónlistin er í uppáhaldi. U ppáhaldsíþróttamaður ? Allir sem skara fram úr erlen- dis. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Engum sérstökum. Hvert er eftirlætis-sjón- varpsefnið þitt? Fræðsluefni og bíómyndir. Hvaða sjónvarps-efni finnst þér leiðinlegast? Auglýsingar. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Ómar er öðruvísi. Uppáhaldsleikari? Patrik Swayse. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Rosalega margar. Hvað gerir þú í frístundum þínuin? Ymislegt. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Mallorca er mjög fal- leg. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndir þú helst vilja vera? í röngum búningsklefa. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Að liggja á sólarströndu með bjór í báðum höndum. Hvað myndir þú gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Reikna út launin fyrir þann dag- inn. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Hvemig bjarga á Hafnfirðingi frá drukknum. Bregðahonum, þá hrekkur hann í kút. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.