Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.10.1991, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 31.10.1991, Qupperneq 6
IÞROTTIR: UMSJON: ÞORÐUR BJORNSSON Sigur og tap Hafnfirsku handknattleiks- FH-ingar hafa ekki enn tapað liðin fóru í víking um helgina. leik í mótinu og verða þeir ill- FH-ingar mætu IBV í Eyjum stöðvaðir í þessum ham. Hauk- og unnu í hörkuleik, 29-27. arnir léku hins vegar vægast sagt Haukarnir mættu KA á Akur- illa, en verða örugglega búnir að eyri og máttu þola tap 24-17. laga það bráðlega. Haukarnir sanka að sér leikmönnum Það er greinilegt, að Haukarnir ætla sér að gera góða hluti í fótboltanum næsta sumar, en þeir hafa verið að sanka að sér leikmönnum. Nú síðast fengu þeir til liðs við sig Rögnvald Rögnvaldsson, sem lék með Blikunum í sumar og Þorvald Jónsson, markvörð, sem lék einnig ineð Breiðablik, en þar áður með Leiftri í fyrstu deild. Þá hefur Theódór Jóhannesson, sem lék með Þrótti seinasta sumar, ákveðið að leika að nýju með sínum gömlu félögum. Þar áður hafði Guðmundur Valur Sigurðsson úr FH gengið til liðs við Hauka. Tveir góðir sigrar Haukarnir unnu tvo góða sigra í úrvalsdeildinni í körfubolta . Fyrst mættu þeir Þór frá Akureyri og unnu nokkuð auðveldan sigur, 86-66, enda Akureyringar án erlends leikmanns. Mike Dizaa var stigahæstur með 22 stig og lék vel. Haukamir fengu Tindastól frá Sauðárkróki í heimsókn og unnu í skemmtilegum og miklum stigaleik, en leikar enduðu 106-103. Helst illa á útlendingunum Mike Dizaa, bandaríski leikmaðurinn í liði Hauka, er hættur að leika með liðinu af persónu- legum ástæðum. Móðir hans er að sögn mjög veik og bað hann því uin að vera leystur undan sínum samningi við Hauka. Dizaa hefur verið að bæta sig með hverjum leiknum. Haukar hafa því verið óheppnir til þessa. Fyrst var Larry Hotaling rekinn frá liðinu og nú fer Mike. Það er því Ijóst, að Haukarnir verða án útlendings í leiknum á móti Borgnesingum, sem fram fer í kvöld, fimmtudagskvöld. Eftir þann leik kemur þriggja vikna frí vegna ferðar landsliðsins til Bandaríkjanna. Ætti því að vera búið að fá annan leikmann, þegar leikurinn gegn KR fer fram 24. nóvember n.k. Fríkirkjan Sunnudagur 3. nóv. Kaffidagur. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kafflsala Kvenfélagsins verður í Góðtemplarahúsinu frá kl. 15. Fimmtudagskvöldið 7. nóv. verður fyrsta fræðslustund vetr- arins í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað verður um siðfræði. Allir velkomnir. Kaffiveitingar. Séra Einar Eyjólfsson Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagur 3. nóv. Allrar heilagra messa. Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messað kl. 14. Alt- arisganga. Minnst verður lát- inna. Kór I lafnarijarðarkirkju syngur Messa deAngeles, sem er Gregoris-messa. Organisti Helgi Bragason. Séra Gunnþór Ingason f. Víðistaðasókn Sunnudagur 3. nóv. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta í Hrafnistu kl. 13. Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Kór Víðistaða- sóknar syngur. Organisti Ulrik Óla- son. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson samtökin, Hafnarfirði Eigir þú við áfengisvandamúl að stríða, þá er sfmi samtakanna 652353. Við svörum í símann sem hér segir: Sunnud. kl. 10.00-11.00 og kl. 20.00-21.00 Mánud. kl. 20.00-21.00 Þriájud. kl. 20.00-21.00 Fimmtud. kl. 19.30-20.30 Föstud. kl. 22.30-23.30 Laugard. kl. 16.00-17.00 og kl. 22.30-23.30 Landsliðssæti auglýst til sölu Val í, landslið Fimleikasam- bands íslands stendur nú yfir. I landsliðinu sl. vetur voru sex stúlkur úr Fimleikafélaginu Björk. Kínverski ráðgjafinn og landsliðsþjálfarinn Chen Shengjin er nú með annan fót- inn í Bjarkarhúsinu við val á stúlkum í landsliðið. Fimleika- sambandið hefur tekið til þess ráðs í fjáröfiunaskyni að aug- lýsa landsliðssætin til sölu. Til að fyrirbyggja strax mis- skilning, þá eru sætin auglýst þannig til sölu, að fyrirkr. 26.000 geta einstaklingar, fyrirtæki og stofnanireignað sérlandsliðssæti veturinn 1991-1992. Þegarsætin verða seld verður dregið um einstaklinga og geta þá viðkom- andi eignað sér þann landsliðs- mann. Með „kaupunum" fær styrktarþegi _ fjóra miða á alla sýningar og Islandsmót, auk þess að vera getið í leikskrám og fréttabréfum FSI. Keppnishópur Bjarkanna er á myndinni hér að ofan, en sex þeirra voru í landsliðinu, þ.e.: Nína Björg, Steinunn, Þórey, Elva Rut, Ragga Dís og Erla. Starfsemi Bjarkanna er í miklum blóma. 270 iðkendur eru ífélaginuogerþaðmeðþví mesta frá upphafi vega. I byrjun nóv- ember fer tíu stúlkna hópur í Norðurlandakeppni, þ.e. í hópa- keppni. I vetur eru í fyrsta sinn æfingar fyrir 4-6 ára böm, stráka og stelpur. Æft er einu sinni í viku. Punktar Haukastelpunum í hand- boltanum hefur ekki gengið vel til þessa á Islandsmót- inu. Þær hafa tapað öllum sínum leikjum, en liðið er mjög ungt og á örugglega eftir að gera betur. • Stöllum þeirra í körfu- boltanum hefur ekki heldur gengið eins og skyldi og unnið einn leik en tapað tveimur. Kvennaflokkurinn hefur verið í fremstu röð undanfarin ár. Guðjón Guðmundsson, sem hefur þjálfað og leikið með Haukum í fótboltanum undanfarin þrjú ár, mun þjálfa lið Dalvíkur næsta sumar. • FH-ingar voru þriðju í röðinni af þeim sem fengu flesta áhorfendur á heima- leiki sína í fótboltanum í sumar. Þeir fengu rúmlega 700 manns að meðaltali á leik. Voru aðeins Fram og KR með fleiri áhorfendur. • Henning Henningsson, fyrirliði Haukanna í körfuknattleik, hefur ekki getað leikið með félögum sínum í seinustu tveimur leikjum vegna slæmrar magakveisu. Þurfti þessi annálaði baráttuhundur að þiggja næringu í æð í nokkra daga. Við vonum að hann hressist fljótt og vel.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.