Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.11.1991, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 28.11.1991, Blaðsíða 2
Hafnarf jarðarhöfn vettvangur „togstríös" við Landhelgisgæsluna: Kampavínsflaskan geymd milli ráðherrasímtala Það stóðu yfir í Hafnarfjarðarhöfn um helgina óvenjuleg átök í „togstríði“ við Landhelgisgæsluna. Þegar tíðindamaður Fjarðarpóstsins kom um borð í Iialdur EA 108 frá Dalvík, sem var um það bil að skipta yfir í nafnið Þór EA 108, var fjölskylda og áhöfn útgerðarmannsins og skipstjórans, Snorra Snorra- sonar, á fullu við að afmá Baldursnafnið af björgunarhringjum og skipsskrokki og líina á og mála þess í stað nafnið Þór. Tíð- indamaður kom nokkrar ferðir um borð um helgina þar sem beðið var með kampavínsflöskuna tilbúna til nafngiftarinnar, en á meðan gekk á hringingum frá samgönguráðherra og þing- manni kjördæmis Snorra. Ráðherranum, Halldóri Blöndal, virtist umhugað um, að Þórsnafnið færi ekki úr eigu gæslunnar. Málinu lyktaði þó þannig, að Þór EA 108 sigldi úr höfn síðdegis á mánudag. Landhelgisgæslan getur nú státað af einkarétti á nafninu Baldri, sem verið hefur á skipum og bátum á Dalvík allt frá árinu 1907. í mót hefur Gæslan klúðrað einkarétti sínum á nafninu Þór, sem flestir tengja áreiðanlega hraustlegri fram- göngu okkar í fyrrum þorskastríðum við Tjallana. Saga þessa nafnastríðs er skrautleg og má segja, að Þórs- nafnið, sem nú erkomið á Baldur, sé krókur á móti bragði. Skipa- eigendur geta fengið einkaleyfi á nöfnum skipa, en ef leyfishafi nýtir nafnið ekki á eigið skip í fimm ár missir hann það. Bald- ursnafnið hefur verið á skipum frá Dalvík allt frá árinu 1907. í landhelgisstríðinu 1976 hafði Gæslan afnot af togaranum Baldri, sem ríkissjóðurkeypti frá Dalvík. Skipið gat sér gott orð, en nafnið kom þá fyrst á spjöld sögu Landhelgisgæslunnar. Síðasti einkaleyfishafi nafns- ins á Dalvík var Aðalsteinn Loftsson, en hann átti skip með því nafni þar til hann seldi tog- arann til Hafrannsóknarstofnun- ar, sem fór síðan til landhelgis- gæslu eins og fyrr segir. 1981 fékk Upsaströnd h/f togara frá Englandi og var auðfengið leyfi frá Aðalsteini að nota nafnið, en aðalröksemdin fyrir nafngiftinni var hversu lengi það hafði verið á Dalvík. Það kom síðar í ljós, að ÓlafurBjömssoníKeflavíkhafði þá fengið einkaleyfið en hann samþykkti einnig að það yrði notað á umrætt skip, sem nú er Þór hans Snorra. Þar sem Ólafur nýtti ekki sjálfur nafnið féll leyfi hans úr gildi og að því komst Landhelgisgæslan og tók nafnið Hulunni afÞórsnafninu var svipt afum stund íHafnarfjarðarhöfn,þannig að Ijósmyndari Fjarðarpótsins gœti myndað áhöfn og fjölskyldur hennar. Þá var enn smávon um að „Baldur“ yrði málaður á ný yfir Þór. Beðið var nýrrar símhringingar frá ráðherra. Snorri við Þórsnafnið, ásamt yngsta barnabarninu, henni Söndru Sif. með ofangreindum afleiðingum. Snorri, núverandi eigandi skipsins, var því kominn upp að vegg með að láta nafnið til Gæslunnar. Hann kannaði þá skipanafnalistann og fann út, að einkaleyfi Landhelgisgæslunnar á Þórsnafninu var útrunnið og sótti um, „kannski í þeirri von að þeir vildu þá skipta“, sagði hann sjálfur og fullvissaði blaðamann um, að þeir myndu meira en hamingjusamir mála Baldurs- nafnið á skipið á ný. Þó Gæslunni sé umhugað um Baldursnafnið finnst mörgum Þórsnafnið enn dýrmætara vegna sögunnar. Snorri reyndi að semja við forstjóra Gæslunnar og sagði hann forstjórann ekki hafa staðið við orð sín í þeim viðskiptum. Um helgina var síðan ráðherra kominn í málið og reyndi að semja um skipti á ný, þ.e. að Snorri fengi Baldursnafnið, en gæslan Þórsnafnið, en ekkert gekk. Snorri beið með kampa- vínsflöskuna, en orðinn þreyttur á „stríðinu“ og fannst tími til að fara á sjó, eftir fjögurra vikna stopp í Hafnarfjarðarhöfn vegna vélarbilunar. Hann sigldi því úr höfn á mánudag undir nýja nafninu, Þór. Varðandi nafnaskiptinguna sagði Snorri, að sér þætti vænt urn nafnið Baldur, það hefði reynst happanafn. Hann og kona hans, Anna, eiga tvíbura sem heita Baldur og Bjöm. Hann kvaðst þó einnig eiga bát sem heitir Kristján Þór og átti áður Sæþór. “Það er ekkert galið að láta skipið heita Þór, fyrst þeir tóku Baldur af mér“. Snorri sagðist aðspurður vera mjög ánægður með alla aðstöðu við Hafnartjarðarhöfn og kvaðst nota hana mikið til landana. Við spurðum hvort hann væri ekki óánægður með kvótann, eins og aðrir útgerðarmenn. „Það er nú vafamál hvort við þurfum að kvarta yfir kvótaleysi. Ætli það verði ekki frekar fiskleysið", sagði Snorri Snorrason að lok- um. Við ljúkum þessari smásögu af togstríði við Landhelgisgæsl- una og óskum áhöfninni á Þór EA 108 farsældar undir nýju nafni. Hér að neðan er „hugdetta“ frá Haraldi Zophaníassyni á Dalvík, sem gefin var við komuna á Baldri, en hún hangir skrautrituð í borðsal skipsins. Hugdetta við komu Baldurs Aldrci hlaki við Baldri bylgjur, en goðarfylgjw jafnan standi í stafni strandi, varni og grandi Ih'illn frá ahöfn alln cigi á nutt semdtgi vtki. sem yfir vaki vei í skini Glaðningur vikunnar Eftirtalinn áskrifandi Fjarðarpóstsins fær heimsenda ókeypis 16 tommu pizzu að eigin vali, ásamt einum og hálfum líter af Coke. Gildir til 5. des. n.k. Hermann Þórðarson Álfaskeiði 117 Fullt nafn? Hafdís Guð- mundsdóttir. Fæðingardagur? 17. maí 1937. Fæðingarstaður? Fáskrúðs- fjörður. Fjölskylduhagir? Eiginkona, fjögurra bama móðir og sjö barna amma. Bifreið? Toyota Carina árg. '88. Starf? Starfsmaður í Suður- bæjarlaug. Fyrri störf? Matráðskona á dagheimilinu Víðivöllum. Helsti veikleiki? Reykingar. Helsti kostur? Skapgóð. Uppáhaldsmatur? Vel mat- reiddir sjávarréttir. Versti matur sem þú færð? Hrossabjúgu. Uppáhaldstónlist? Elvis Presley er alltaf í uppáhaldi og síðan er V íði vallakórinn gamli góður, ásamt hljómsveitinni Eról. Uppáhaldsíþróttamaður? Guðmundur Hilmarsson F.H. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur. Hvert er eftirlætissjón- varpsefnið þitt? Islenskir skemmtiþættir. Hvaða sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Kúrekamyndir. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Stefán Jón Haf- stein. Uppáhaldsleikari? Margrét Helga. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Regnmaðurinn. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Nýt þess að vera til. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Þórsmörk. Hvað metur þú mest í fari annarra? Einlægni og hrein- skilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Húmorslaus manneskja og hrokafull. Hvaða persónu langar þig mest að hitta og hvers vegna? Hróa hött, vegna mannkosta hans. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? íslendinga- sögurnar. Hvað myndir þú vilja í afmælisgjöf? Nothæfa flík. Ef þú ynnir 2 millj. kr. í happadrætti, hvernig myndir þú verja þeim? Gleðja fjöl- skylduna mína. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndir þú helst vilja vera? Það langar mig ekki til að vera. Ef þú værir í spurningakeppni, hvaða sérsvið myndir þú velja þér? „Úr ýmsum áttum“. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Sumarfrí á sólar- ströndu. Hvað myndir þú gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Byggja íþróttahús yfir Hauk- Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Hafnfirð- ingur einn var mættur í Háskólann og var þar spurður hvort hann hefði valið sér námsgrein. „Fæ ég ekki stól og borð eins og hinir?“ spurði hann á móti.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.