Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.11.1991, Síða 6

Fjarðarpósturinn - 28.11.1991, Síða 6
Horft um öxl með Níelsi Arnasyni, fyrrverandi bíóstjóra, á kvikmyndahúsasögu Hafnarfjarðar: Tilhlökkunarefnið var að frum- sýna góða og fallega jólanynd Miðaldra fólk miðar gjarnan tímatalið við heimsstyrjöldina síðari. Þegar rifjað er upp það sem liðið er, þú segjum við gjarnan, að atburðir hafi gerst fyrir eða eftir stríð því að svo margt breyttist og svo margt gerðist ú stríðsúrunum og eftir þau. Þróunin varð allt í einu ör eftir langa stöðnun. Fyrir stríð voru einungis tvö samkomuhús í Hafnarfirði, sem stóðu undir nafni, en það voru Góðtemplarahúsið og Hafnarfjarðarbíó. Þessi tvö samkomuhús voru kjarninn í afþreyingu og skemmtunahaldi bœjabúa, hvort ú sinn hútt og voru því miðpunktar menningarlífsins ú þessu tímabili fyrir stríð og ú meðan styrjöldin geysaði. Svo lengi sem menn muna, var Níels Arnason óaðskiljanlegur hluti af Hafnarfjarð- arbíói. Allir þekktu Níels í bíó. Þangað sóttu allir aldurshópar til að sjú kvikmyndir af öllu tagi. Níels eyddi allri starfsœvi sinni í bíóinu við að miðla fólki af gnœgtabrunni kvikmyndanna. Níels er fyrir nokkru sestur í helgan stein, en hann er beðinn að segja frú sögu Hafnarfjarðarbíós og ferli sínum þar. Níels segir þannig frá árdögum Hafnarfjarðarbíós: „Ámi Þor- steinsson faðir minn stofnsetti Hafnarfjarðarbíó 1914 og það var þriðja elsta bíó á landinu. Gamla bíó og Nýja bíó í Reykjavík voru eldri. Bíóið var fyrst þar sem Kirkjuvegur er núna, rétt við Reykjavíkurveginn. Flestir minnast hins vegar Hafnarfjarð- arbíós sem var reist 1943 við Strandgötu. Það þótti mjög glæsilegt, þegar það var opnað. Þar voram við þar til húsið var selt árið 1989.“ - Pabbi þinn var trésmiður, en hver var kveikjan að því að hann stofnsetur bíó svo snemma á árum, því að þetta var mikil nýlunda löngu fyrir daga útvarps hér á landi? I rauninni finnst manni, þegar litið er til baka, undarlegt að kvikmyndasýningar skyldu hefjast löngu á undan út- varpssendingum. „Ég veit ekki hver var kveikjan eða hvemig hugmyndin vaknaði, nema þá að bíóin í Reykjavík hafi vakið áhugann, en þau voru byrjuð skömmu áður. Fyrsta bíó landsins var þegar Bíó-Pedersen byrjaði að sýna kvikmyndir í Fjalakettinum í Reykjavík árið 1907. Það var upphafið að Gamla bíói. Nýja bíó opnar síðan 1912. Já, pabbi var trésmiður. Hann lærði trésmíði hjá Jóhannesi Reykdal. Síðar varð hann sýslu- skrifari hjá Páli Einarssyni, sýslumanni. Upp úr því fór hann að huga að rekstri kvikmynda- húss. I húsi afa og ömmu - Byggði pabbi þinn gamla bíóhúsið? „Nei, hann keypti gamla íbúðarhúsið þeirra afa og ömmu, stækkaði það og breytti fyrir kvikmyndasýningamar. Það tók 150 í sæti. Það stóð lengi til að byggjanýtthúsog nteiraaðsegja teiknaði Ásgeir Stefánsson, sem síðar varð forstjóri Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar nýtt hús. Ásgeir var þá við nám úti í Þýskalandi á árinu 1932 og pabbi fékk hann til að teikna nýtt kvikmyndahús Það var stórhýsi og átti að standa á lóðinni þar sem gamla bíóið var á. Ég áþær teikningarenn. En það voru krepputímar fyrir stríð þannig að það var aldrei ráðist í að byggja það hús, því miður." - Bíórekstur á þessum árum eftir 1914 og fram að styrjaldar- árunum hefur kannski verið gjörólíkur því sem síðar varð. Hvernig fékk faðir þinn kvik- myndir? „I byrjun fékk hann myndir frá Bíó-Pedersen í Gamla bíói. Pabbi flutti líka inn talsvert af kvik- myndum fyrir stríð en þá vora sýningar tvisvar til þrisvar í viku. Það var mikið um myndir frá Evrópu, margar góðar þýskar myndir, alveg frábærar sumar. Þetta voru auðvitað þöglar myndir á þessum tíma, en þá var spilað undir á píanó. Ég man sérstaklega eftir Ingibjörgu Benediktsdóttur, sem spilaði undir í mörg ár.“ - Kanntu nokkuð að nefna einhverjar myndir frá þessum tíma, sem vöktu athygli? „Þetta er að mestu fyrir mitt minni, en ég veit að íslensku myndirnar Saga Borgarættarinn- ar og Hadda Padda vöktu mikla athygli. Þá var fengin gömul, ís- lensk skipsklukka, sem varhringt þegar það átti við. Þessa klukku átti ég lengi en ég veit ekki núna hvað hefur órðið af henni. Síðan komu talmyndimar á markaðinn árið 1932 og pabbi varekki lengi á eftir bíóunum í Reykjavík að afla sér tækja til að sýna tal- myndir. Það varð mikil breyting. En mesta breytingin varð, þegar breski herinn kom í bæinn 1940. Þá varð þvílík breyting á öllu, sýnt á hverju kvöldi og stundum tvær og þrjár sýningar. Stundum voru sérstakar sýningar fyrir herinn. I desember 1943 lluttum við svo í kvikmyndahúsið við Strandgötu." Hrun í bíó- Faðir þinn dó árið 1956, en þinn . . . starfsaldur er allur tengdur kvikmynd- um? „Já, ég fór strax og ég hafði aldur til fyrir stríð að vinna í bíóinu. Það var oft mikið að gera. Ég tala nú ekki um á stríðsáranum þegar öll þessi ósköp dundu yfir og allt fylltist af hermönnum. En þetta varð mitt ævistarf.“ - Þegar þú tókst við rekstrinum og jafnvel nokkra fyrr, þá fluttir þú inn kvikmyndir í stórum stíl? „Já, það má segja það, alveg frá 1932 og fram til ársins 1967, þegar sjónvarpið byrjaði. Þá varð bylting í þessu öllu og hálfgert hrun í bíó-rekstri. Fólk hætti að koma úr Reykjavík í bíó, en fólk kom áður víða að, ef það voru góða myndir. Ég var oft mjög heppinn með góðar myndir og þá kemur upp í hugann mynd eins og Carlsen stýrimaður. Annars þótti Hafn- firðingum nóg um, þegar búið var að sýna sömu myndimar í hálft ár eins og Carlsen stýrimann, sem margir muna vafalaust eftir. Margir sáu þá mynd tvisvar og þrisvar og af einum vissi ég sem sá Carlsen tólf sinum. Einn Hafnfirðingur sem ég hitti úti á götu, spurði mig hvort að Carlsen færi ekki bráðum að fá full rétt- indi svo að hann gæti orðið skipstjóri. Honum þótti nóg um hvað búið var að sýna Carlsen stýrimann lengi." Fékk - Fleiri myndir hótunar voru það í þinni _ tíð en Carlsen stýrimaður, sem vöktu at- hygli. Þóttu ekki sumar þeirra svolítið djarfar? „Já, þær voru kallaðar það sumar, en þær þættu það ekki núna; Þær voru svona í léttum dúr. I mörg ár hafði ég danskar jólamyndir, mjög góðar og skemmtilegar. Það vora þá alveg nýjar myndir sem ég fékk að utan. Hinn frægi gamanleikari Dirch Passer lék í mörgum þessum myndum. Tilhlökkunarefni var að frumsýna góða og fallega jóla- mynd eins og gert var í Hafnar- fjarðarbíói um árabil. Þýskar og danskar myndir voru mjög vin- sælar. Ég man eftir þýskri mynd, sem ég skýrði Regínu. Guð- mundur frá Miðdal, faðir Erro, heillaðist svo af myndinni að hann skrifaði í Morgunblaðið um hana og það varð til þess að myndin fékk mikla aðsókn og athygli, og var sýnd í margar vikur við rnikla hrifningu á- horfenda. Þá má nefna hinar frægu Bergman-myndir. Þær vöktu alltaf gey sintikla athygli. Ég held að ég hafi flutt inn einar tólf Bergman-myndir frá Nordisk Film í Kaupmannahöfn. Þær vöktu mikið umtal og mikil skrif í blöðum. Ég man sérstaklega eftir einni sem hét Meyjarlindin. Það er alveg ógleymanleg rnynd. Ég hugsa að margir þeir sem sáu þá mynd muni seint gleyma henni. Það var mikið um þá mynd talað og ég fékk meira að segja hótunarbréf, þó ég vilji ekki nafngreina neina pennavini minna. Hún féll nú svona í kramið þá. Þó var ekki hægt að flokka þessa mynd undir dj arfar myndir. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var gömul sænsk saga, sem átti að hafagerstáðurfyrr. Þettavarbara sterk mynd og alls ekki nein klámmynd. En svo voru aðrar Ingmar Bergman myndir í léttari dúr, eins og hann var kunnurfyrir. Hann var vanur að framleiða myndir í dálitlum sérklassa. «iir_ - Bæjarbíó opn- *r \: . ar síðan 1943. fallegust Varð ekki mynda nokkur sam- keppni? ^Pa^^kKníægt að segja það. Það var þá allt í góðu. Auðvitað kíkti maður eftir því, hvort að það væra fleiri bílar fyrir utan hjá Helga í Bæjarbíói, en ég geri ráð fyrir að það haft verið gagnkvæmt og að Helgi hafi stundum kíkt yfir til mín. Aðalatriðið var, að bæði bíóin gengu vel á þessum áram. Bæjarbíó flutti líka inn mikið af góðum myndum til dæmis ítölskum sem vöktu mikla at- hygli. Þama biðu síðan strætis- vagnamir fyrir utan bæði bíóin til að flytja fólkið til Reykjavíkur. Stundum var hringt til að vita, hvort það væri ekki margt innan að og hvort það þyrfti að senda aukavagn. Og þannig var það, að áætlunabílamir biðu fyrir utan, eftir því að myndin væri búin og þeir fylltu þama einn eða tvo bíla “ - Ég vil biðja þig að nefna fleiri af gömlu eftirminnilegu mynd- unum. “Þá get ég nefnt spænsku ntyndina Marcelino. Kannski er hún sú allra eftirminnilegasta. Hún vakti geysilega hrifningu. Ég held ég geti fullyrt, að sú mynd sé sú allra fegursta sem hefur verið sýnd hér á landi, þó ég viti að margar góðar myndir hafi verið sýndar á síðustu áram.“ - Síðan kemur sjónvarpið til sögunnar og þá breytist margt? „Sjónvarpið byrjaði 1967 og þá varð svo mikil breyting, að ég hélt að við yrðum að loka. Ég var búinn að tryggja mér nokkrar góðar myndir að utan, en ég náði ekki endunum saman í rekstrin- um. Síðan lagaðist þetta aðeins og aðsóknin tók við sér aftur, en varð aldrei eins og áður. Ég gafst síðan upp við að leigja þessar dýra myndir. Háskólabíó fékk eitthvað af þessum myndum hjá mér, sem ég var búinn að panta. Svo má segja, að það hafi orðið stökkbreyting á ný, þegar myndbandaæðið kom til sög- unnar. Á tfmabili vora tólf myndabandaleigur hér í miðbæ Hafnarfjarðar. Þettavaransihörð samkeppni. Dæmi- gerð þróun Bíóin í Reykjavík bragðust þannig við að byggja fleiri smáa sýningarsali og sýna þannig fleiri myndir í einu. Þetta hefði maður kannski getað reynt í Hafnarfirði, en það hefði auð- vitað kostað mikla peninga og mér fannst að maður væri farinn að eldast. Ég hætti því rekstrinum skömmu seinna. Við seldum svo húseignina, sem við áttum saman ég og Kristinn bróðir minn. Það var Hafnarfjarðarbær sem keypti því að það er mikil lóð sjávarmegin við húsið, sem bærinn vildi tryggja sér. Annars vonaði ég að Kvikmyndasjóður keypti húsið. Þeir sýndu áhuga og voru búnir að skoða húsið, en einn af þeim sem átti að ákveða kaupin setti sig upp á móti því, líklega af því að húsið er í Hafnarfirði. Þá hefði Kvikmyndasafni Islands verið komið fyrir í húsinu og sýningar orðið þar áfram í tengslum við það. Það hefði mér þótt skemmtilegt því að þetta var vinalegt hús. Én það er kannski dæmigerð þróun í nútímanum, að þetta hús skuli vera orðið bar og veitingahús, sagði Níels Árnason í lok þessa innlits okkar í sögu kvikmyndasýninga í Firðinum. Níels Arnason býr við Grandaveg í Reykjavík. Heimili lians er fagurlega búið listmunum, þannig að hvert listasafn gœti verið stolt af. Viðfengum að mynda Níels innan um málverk meistaranna og hús- gögn úr búi foreldra hans, en þar er hver listasmíðin annarri fegurri. Sestur í helgan stein Níels er sestur í helgan steinfráysi og þys fyrri ára. Hann hefur flutt sig um set til Reykjavíkur, þó hann sé borinn og barnfæddur Hafnfirðingur, og komið sér fyrir í rúmgóðri íbúð í stóra fjölbýlishúsi við Granda- veg. Níels er fagurkeri og hefur á ævinni safnað um sig fögrum gripum og listmunum, sem sóma sér vel í fórum hans. Þeir sem til þekkja vita, að hann fellur vel að fögra og fáguðu umhverfi. Við spurðum hann því í lokin, hvort hann saknaði ekki Fjarðarins, sem hann hafði daglega fyrir augum hér í heimahögunum. „Hugurinn er stöðugt í Firðin- um. Ég er við góða heilsu, mér líður vel og ég á góða vini. Það getur því meira en verið að ég flytji aftur í Fjörðinrí', sagði Ní- els Ámason bíóstjóri að lokum.. - J.Kr.G. LOÐIR I SETBERGSHLIÐ Pær standa hátt Ióðirnar í Setbergshlíð og í töluverðum halla. Er hægt að byggja þar? Framkvæmdir eru þegar hafnar við fyrsta einbýlishúsið í Setbergshlíð. Hvað segir fyrsti húsbyggjandinn um það? / „Já, það er ekki bara hægt, heldur er þetta mjög auðveld byggingaiióð. Eg var ör- lítið smeykur við hallann fyrst en eftir að ég hóf framkvæmdir kom í Ijós, að það er mjög ódýrt að byggja þarna. Jarðvinna tók tvo til þrjá daga og kostaði aðeins um 300.000 kr. Þá eru sökkulveggir lágir,frá 30 cm upp í 1 m, sem þýðir að kostnaður vegna sökkla og uppfyllinga í þá, er í lágmarki. Það er augljóst að þessi lóð er með þeim allra hagstæðustu hvað varðar byggingarkostnað. “ Auk þess að vera hagstæðar byggingarlóðir þá eru lóðirnar í Setbergshlíð afar vel staðsettar með stórkostlegu útsýni og alla þjónustu innan seilingar. Við eigum nokkrar lóðir til afhendingar strax á sérstaklega hagstæðu verði. Nú er tækifærið að eignast framtíðarlóð á lágu verði í hásæti Hafnarfjarðar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni, sími 652221 SH VERKTAKAR SÖLUSKRIFSTOFA STAPAHRAUNI 4, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652221 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.