Fjarðarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Deilt um auknar álögur á bæjarbúa á bæjarstjórnarfundi Meirihlutinn sammála um að auka álögur um 80 milljónir "Kom okkur á óvart miðaö við fyrri yfirlýsingar," segir Ingvar Viktorsson Tekjuhlið fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir næsta ár var til um- ræðu og afgreiðslu á bæjarstjórn- arfundi s.l. þriðjudag. Meirihlut- inn hefur náð samkomulagi um að hækka álögur á bæjarbúa um 80 miiljónir króna og er nánar greint frá þeim tillögum hér á miðopnu blaðsins. Ingvar Viktorsson oddviti minnihlutans í bæjarstjórn segir að þessar hækkanir komi þeim á ó- vart niiðað við fyrri yfirlýsingar meirihlutans um að álögur á bæj- arbúa yrðu ekki hækkaðar. Magn- ús Jón Arnason bæjarstjóri segir að bæjarsjóður verði að borga skuldir sínar og þessar auknu álög- ur séu vegna óstjórnar fyrri meiri- hluta Alþýðuflokks í fjármálum bæjarins. Ingvar Viktorsson tók fyrstur til máls á fundinum og lagði hann m.a. fram breytingartillögur frá Alþýðu- flokki sem fólust m.a. í að útsvar yrði óbreytt eða 8,9%. Hjá Ingvari kom fram Alþýðuflokksmenn gætu sætt sig við hækkun lóðaleigu í 1% af fasteignamati ef útsvar yrði lækkað á móti niður í 8,6%. Hann sagði að Al- þýðuflokkurinn hefði á sínum tíma látið gera könnun á hækkun lóða- leigu og það hafi ætíð verið hugmynd þeirra að lækka útsvarið á móti. Ingvar gerði einnig að umræðuefni að meðan álögur á bæjarbúa hækk- uðu um 80 milljónir króna væri létt á- Mikill samdráttur í lönduðum afla Hefur minnkað um 20.000 tonn frá 1991 Mikill samdráttur hefur orðið í lönduðum afla íslenskra skipa í Hafnarljarðarhöfn á síðustu þrem- ur árum. Aflinn náði hámarki árið 1991 þegar tæplega 50.000 tonn komu á land hér en það sem af er þessu ári er magnið rúmlega 29.000 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá hafn- arskrifstofunni eru nokkrir samverk- andi þættir sem gera það að verkum að aflinn dregst þetta mikið saman. Viðar Þórðarsson hafnsögumaður segir að nefna megi að togarinn Ven- us hefur ekkert siglt síðan í aprfl, Sjólaskipin hafa að hluta til landað afla sínum annarsstaðar, utanbæjar- togarar hafa ekki landað hér í jafn- miklum mæli og áður og túrar hafa lengst með tilkomu Smuguveiðanna. "A síðustu tveimur árum hafa þetta orðið allt að tveggja mánaða veiðitúr- ar hjá þeim togurum sem farið hafa í Smuguna," segir Viðar. "Og afla- brögðin þar hafa verið misjöfn." Nú leggja fimm togarar upp afla sinn í Hafnarfirði en einn þeirra, Sjóli, hefur verið seldur norður og ekki víst hvort hann leggur upp í Hafnarfirði eða Reykjavík í framtíð- inni. Einnig liggur fyrir að Venus mun verða í slipp nær helminginn af næsta ári. Af þessum sökum á Viðar ekki von á að landaður afli í Hafnar- _ _ „ ..... firði muni aukast á næsta ári Togannn Venus verður i slipp nær helnunginn al næsta an. lögum af atvinnurekstri upp á rúm- lega 10 milljónir króna, þ.e. sérstök álagning á atvinnurekstur er lækkuð úr 1,4% og í 1,25%. Þarf auknar tekjur Magnús Jón Amason bæjarstjóri tók næstur til máls og hann taldi fulla ástæðu til að fagna því ef Alþýðu- flokkurinn vildi semja um hlutina og koma til móts við meirihlutann. Magnús Jón sagði að með tillögum meirihlutans væri verið að auka álög- ur á bæjarbúa en ástæða þess væri að bæjarsjóður þyrfti á auknum tekjum að halda til að greiða fyrir fram- kvæmdagleði Alþýðuflokksins á síð- asta kjörtímabili. "Það þarf að greiða fyrir það sem þegar hefur verið gert," segir Magnús Jón. Hann nefnir einnig að hækkun útsvarsins nú úr 8,9% og í 9,2% nemi 3,37% en til samanburðar megi geta þess að meirihluti Alþýðuflokksins hækkaði útsvar milli áranna 1991 og 1992 úr 6,7% og í 7,5% sem er 11,9% hækkun..."Og svo tala Alþýðuflokks- menn um stórfelldar skattahækkan- ir," segir Magnús Jón. "Þessi hækkun er gerð af illri nauðsyn því við verð- um að ná rekstrarkostnaðinum niður í 70-75% af tekjum. Það ætti að vera Alþýðuflokknum fullkunnugt að þær tekjur sem bæjarsjóður hefur nú duga ekki fyrir rekstri og afborgunum af lánum og vöxtum." Hvað varðaði léttari álögur á at- vinnurekstur segir Magnús Jón að at- vinnuástandið í bænum væri ekki jafn gott og best verði á kosið og því hefði verið reynt að koma til móts við atvinnurekendur og hann kveinkaði sér ekki undan því. Óyndisúrræði Meðal annara sem til máls tóku á fundinum var Magnús Gunnarsson formaður bæjarráðs. Hann segir að það sé ekki spennandi fyrir meiri- hlutann að þurfa að grípa til þess óyndisúrræðis að hækka álögur á bæjarbúa. Hinsvegar hafí ekki verið um annað að ræða í stöðunni. Tryggvi Harðarson frá Alþýðu- flokki tók einnig til máls og hjá hon- um kom m.a. fram að bæjarstjórnin ætlaði að höggva í raðir fjölskyldna en hlífa fyrirtækjum. Engar tillögur um ráðdeild og spamað hefðu komið frá meirihlutanum þann tíma sem hann hefur setið. Hvað varðaði mikil fjárútlát á tímum fyrri meirihluta mætti nefna að Hafnfirðingum hefði fjölgað mjög ört á síðustu fjórum árum og að þessi fjölgun hefði kallað á auknar framkvæmdir við gerð leik- skóla, skóla, dagvistarheimila o.fl. Fleiri tóku til máls en síðan var gengið til atkvæða urn tillögur meiri- hlutans og þær samþykktar. Soffía sýnir í Sparisjóðnum Soffía Sæmundsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Sparisjóði Hafnarfjarðar, Garðabæjarútibúi. Mun sýningin standa út janúar á næsta ári en þetta er önnur einkasýn- ing Soffíu frá því hún útskrifaðist frá grafíkdeild M.H.Í. árið 1991. A sýningunni sem nefnist, "Leysing- ar og loftkastalar", eru þrykk unnin á árunum 1993 og 1994. Sýningin er opin alla virka daga á opnunartíma Sparisjóðsins. Bón■ & þvottastöð BStefáns Dalshrauni 4 220 Hafnarfirði Sími 5653252 Viðræður við Irving Oil Virðist nokkur alvara í þessu Fulltrúar Irving Oil og forráð- menn Hafnarfjarðar hafa átt við- ræður um aðstöðu fyrir olíufé- lagið í bænum þar á meðal hafn- araðstöðu. Magnús Gunnarsson formaður bæjarráðs segir að það virðist vera nokkur alvara í þess- um áformum. "Þessar viðræður voru fyrst og fremst þreifmgar þar sem fulltrúar Irving Oil óskuðu eftir ýmiskonar upplýsingum um höfnina og bæjar- félagið," segir Magnús. "Við tókum auðvitað vel á móti þessum mönn- um og það liggur fyrir að þeir þurfa aðstöðu sem við gætum látið þeim í té." Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði Ljósin verða afgreidd frá og með föstudeginum 16. des. til og með föstudeginum 23. desember. Opið frá kl. 13 - 19 virka daga og frá kl. 10-19 laugardag og sunnudag. Lokað aðfangadag Ingibjörg Jónsdóttir, sími 54004

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.