Fjarðarpósturinn - 08.12.1994, Qupperneq 11

Fjarðarpósturinn - 08.12.1994, Qupperneq 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 Umsjón Jóhann G. Reynisson Sigursælir Hafnfirðingar í frjálsum íþróttum - litið inn á uppskeruhátíð 1994 Síðastliðinn föstudag hélt frjálsí- þróttafólk í FH uppskeruhátíð við lok árs í Kaplakrika. Mikiil fjöldi sótti hátíðina og var þar saman komið íþróttafólk úr öllum aldurs- flokkum. A boðstólunum voru gómsætar, heimabakaðar kræsing- ar og þótti veislan takast hið besta. Skemmtiatriði voru einnig úr „inn- anstokki" frjálsíþróttamanna en Hreiðar Gíslason, íþróttakennari og frjálsíþróttakempa, lék á gítar frum- samið lag og söng við það eigin texta. A uppskeruhátíðinni voru veittar viðurkenningar fyrir bestu afrek árs- ins og ungu fólki veitt viðurkenning fyrir ástundun, árangur og fram- komu. Víst er að margir voru vel að þessum síðustu einkunnarorðum komnir en í aldursflokki 12 ára og yngri urðu þau Jón Kristinn Waag- fjörð og Hjördís Yr Ólafsdóttir hlut- skörpust. Fyrir bestan árangur fþróttafólks á Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Hafnarfirði var fjölsótt og skemmtileg. f Rakel Gylfadóttir, þjálfari, ásamt þeim Jóni Kristni Waagfjörð og Hjördísi Yr Ólafsdóttur en þau fengu viðurkenningar í flokki yngri en 12 ára. Handhafar viðurkenninga í flokknum 13-16 ára; Sveinn Þórarinsson og Sigrún Össurardóttir ásamt Haraldi S. Magnússyni og Dóru Gunnarsdóttur. Guðmundur Karlsson. aldrinum 13-16 ára hlutu viðurkenn- ingar þau Sveinn Þórarinsson í 15 ára flokki, en hann hljóp 400 m grinda- hlaup á 62.92 sek, og Sigrún Össurar- dóttir einnig í 15 ára flokki fyrir að stökkva 1,65 m í hástökki. Dóra Gunnarsdóttir og Haraldur S. Magn- ússon gáfu verðlaunabikara fyrir þessi afrek. Garpar FH I karlaflokki varð Eggert Bogason stigahæstur en hann kastaði 59,08 m í kringlukasti. I kvennaflokki varð Helga Halldórsdóttir stigahæst en hún hljóp 100 m grindahlaup á 14.82 sek sem er Hafnarfjarðarmet. Gefendur verðlauna eru böm Oli- vers Steins Jóhannessonar, sem bóka- búð Olivers Steins heitir eftir, en árið 1944 varð hann fyrstur íslendinga til að stökkva yfir 7 m í langstökki. Næst á eftir þeim Eggerti og Helgu komu Guðmundur Karlsson sleggjukastari, Sigurður T. Sigurðs- son stangarstökkvari og Einar Krist- jánsson hástökkvari og Rakel Tryggvadóttir. hástökkvari, Sigrún Össurardóttir hástökkvari og Helen Ómarsdóttir hlaupari. Þess ber að geta að Guðmundur Karlsson hlaut sérstök verðlaun fyrir árangur sinn í sleggjukasti en hann Eggert Bogason og Helga tvíbætti íslandsmetið á árinu, kastaði lengst 66,28 m. Fjölmargir íslands- meistarar Frjálsíþróttafólk FH sótti þónokk- ur gull í greipar íþróttaguðsins á ár- inu. Fer listi yftr Islandsmeistara eft- ir stafrófsröð hér á eftir: Bjarni Þ. Traustason, langstökk, spretthlaup, boðhlaup og grinda- hlaup. Björn Traustason, boðhlaup. Einar Kristjánsson, hástökk. Finn- bogi Gylfason, millivl. hlaup og boð- hlaup. Guðmundur Karlsson, sleggjukast. Hjördís Yr Ólafsdóttir, boðhlaup. Hilda G. Svavarsdóttir, boðhlaup. Ingi Sturla Þórisson, boð- hlaup. Jenný Lind Óskarsdóttir, boð- hlaup. Jóhann Ingibergsson, boð- hlaup. Jón Oddsson, spretthlaup, langstökk og þrístökk. Jónas Hall- gnmsson. langstökk, spretthlaup, há- stökk og boðhlaup. Lilja Ó. Mart- einsdóttir, boðhlaup. Kristinn Torfa- son, boðhlaup. Kristján F. Ragnars- son, boðhlaup. Magnús Haraldsson, boðhlaup. Páll Ólafsson, kúluvarp, lanstökk, þrístökk og hástökk. Ólafur S. Traustason, þrístökk, spretthlaup og langstökk. Rakel Tryggvadóttir, þrístökk og hástökk. Sigurður Matth- íasson, hástökk. Sigurður T. Sigurðs- son, stangarstökk. Sigrún Össurar- dóttir, hástökk. Silja Úlfarsdóttir, spretthlaup. Stefán F. Guðmundsson, boðhlaup. Steinn Jóhannsson, boð- hlaup. Trausti Sveinbjömsson, sp/ett- hlaup, þrístökk og kringlukast. Úlfar Linnet, langstökk og þrístökk. Þor- steinn Jónsson, hlaup. Valbjörn Þor- láksson, hástökk og kúluvarp. HAFNARFJARÐARBÆR ÚTBOÐ Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í niðurbrot steinsteypu, hreinsun og brottfluttning frá “Einarsreit” í Hafnarfirði. Gögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6, Hafnarfirði. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 13. 12 n.k. kl. 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði HAFNARFJÖRÐIJR ólatilboð! á fallegum blússum og peysum í versluninni að Bæjarhrauni 14. Þegar verslað er vel! Sími 653900

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.