Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.03.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 23.03.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Frambjóðendur svara Enn halda frambjóðendur flokk- annna áfram að svara spumingum sem Fjarðarpósturinn leggur fyrir þá. Eins og kunnugt er hefur talsvert atvinnuleysi verið undanfarin ár. Menn virðast sjá mismunandi leiðir til að minnka atvinnuleysið og einnig hvert beri að stefna í nýjum atvinnutækifærum. Hvar möguleik- ar okkar séu mestir. Spumingar í dag eru því: 1. Hvaða nýjan vaxtabrodd sérð þú helstan í nánustu framtíð í ís- lensku atvinnulífi? 2. Hvemig ber að vinna að því að ná árangri í þeim atvinnuvegi? Sjá einnig á bls. 5 Alþýðuflokkur íslenskt atvinnulíf stendur nú á vissum tímamótum, með tilkomu EES samningsins hafa heimildir er- lendra aðila til fjárfestingar í ís- lensku atvinnulífi rýmkað mikið. Helsti vaxtarbroddur í atvinnulífinu á næstu árum fellst einmitt í því að okkur takist að nýta þá möguleika sem í samningnum felast, þ.e. að laða hingað erlend fjárfestingu og að auka framleiðslu í útfluttning á þeim vörum sem njóta tóllaívillana sam- kæmt samningnum. Vaxtarbroddar nánustu framtíðar felast að mínu viti aðalega í þrennu: 1. Uppbyggingu orkufreks iðnað- ar annað hvort byggingu einstaks fyrirtækis eða orkugarða eins og skoðaðir hafa verið í tengslum við Straumsvíkursvæðið. 2. Vöruþróun og frekari full- vinnslu sjávarfangs. 3. Aukinn uppbygging ferðaiðn- aðar, en þar eru miklir möguleikar, t.d. í tengslum við Bláa lónið. Efla þarf markaðs- og kynningar- starf, þar horfi ég sérstaklega til markaðs og kynningarskrifstofu Iðn- aðarráðuneytisins sem og ferðamála- ráðs. Náið samstarf þarf að vera Garðar Smári Gunnarsson, 7. maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjanesi milli annara aðila sem málið varðar, þ.e. aðila vinnumarkaðarins, ríkis og sveitarfélaga. Eftir sem áður er aðalforsendan fyrir því að unnt verði að vinna markvisst að uppbyggingu atvinnu- lífs og fjölgun atvinnutækifæra að sá stöðuleiki sem náðst hefur í tíð nú- Góðar gjafir til Hafnarf jarðarkirkju Ingveldur Einarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir seni hönnuðu og saumuðu í tilefni af 80 ára ainiælis Hafn- arfjarðarkirkju í des. s.l. færði Kvenfélag kirkjunnar henni altar- isdúk að gjöf, sem helgaður var altari kirkjunnar á jólavöku á 3ja sunnudag aðvcntu. Altarisdúkinn hannaði og saumaði Ingveldur Einarsdóttir og fékk hún til liðs við sig hagleikskonuna Sigríði Jóns- dóttur, sem er næstuni jafnaldra kirkjunnar, en Sigríður varð 80 ára hinn 12 febrúar s.l. Einnig færði kvenfélagið kirkj- unni gjafabréf upp á 150. þúsund krónur. Við sama tækifæri færði Margrét Guðmundsdóttir, myndlistamaður, sem nú er formaður kvenfélagsins, kirkjunni að gjöf myndverk sitt sem var á sýningunni “Stefnumót listar og trúar” sem haldin var í Portinu á síðustu haustdögum. Myndverk Margrétar heitir “Koma” og er nú staðsett í “Vonar- höfn” í nýja Safnaðarheimilinu. Myndina gaf Margrét til minningar um föður sinn Guðmund Gissurar- son, fyrsta forstjóra Sólvangs. Sjálf- stæðis- flokkur Að mínu mati eru nýsköpunar- leiðir okkar helstar á sviði ferðaiðn- aðar og með stórsókn á erlenda Qár- festamarkaði með “frísvæði og orku- garða”. Ferðaiðnaðurinn er vaxandi at- vinnugrein þar sem margt hefur á- unnist sbr. 20% aukning á síðasta ári. Nú er svo komið að sum svæði landsins eru talin full nýtt meðan önnur eru óþekkt. Þessu þarf að breyta og skapa þannig meiri mögu- leika á aukinni ferðamennsku til landsins. Ég tel að svo árangur náist á því sviði þurfi að efia ferðamála- samtök landshlutanna sem frjáls samtök ferðamannaiðnaðarins. Þeirra hlutverk verði að efla ferða- mennsku í sínu héraði og samræma hana um landið með sameiginlegri Kristján Pálsson, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi þátttöku í Ferðamálaráði. Jafnframt sægju ferðamálasamtökin ásamt Ferðamálaráði um sameiginlega kynningu á Islandi sem ferðamanna- landi bæði heima og erlendis. Með samræmdum aðgerðum af þessu tagi tel ég að fleiri möguleikar opnuðust víðar um landið en nú er. Stórsókn inn á erlenda fjárfesta- markaði með boðun um frísvæði og orkugarða eru að-mínu mati aðferð sem við eigum að beita og gæti skil- að okkur miklum árangri ef við not- um þá möguleika sem við höfum. Það getum við gert með stofnun frísvæðis á Islandi sem býður meiri skattaleg fríðindi en aðrir. En við getum gert fleira til að gera ísland á- hugavert í augum erlendra fjárfesta. Reyknesingar sitja á einu fjöl- skrúðugasta háhitasvæðis heimsins, þar sem er 200° heitur jarðsjór, gufa og orkuvirki sem öll geta framleitt og afhent mun meira en þá orku sem seljanleg er í dag. Hér liggja fyrir mikilvægar rannsóknir á efnavinnslu úr jarðsjó, sem staðið hafa yfir í ára- tugi og kostað mikla fjármuni. Það sem við þurfum að gera er að bjóða þessa þekkingu og þá orku sem við höfum á hagkvæmara verði en aðrir. Með því að hrinda í framkvæmd hugmyndum um “frísvæði og orku- garða" tel ég að hér skapist grund- völlur til mikilla fjárfestinga er- lendra aðila sem gæfu af sér mörg ný störf og umsvif sem borguðu marg- falt til baka þann fómarkostnað sem landsmenn þyrftu að bera í upphafi. Þjóðvaki 1. Efling útflutningsstarfsemi er mjög vænleg leið til að auka verð- mætasköpun. Aherslu verður að leggja á þær atvinnugreinar sem byggja á íslenskri sérstöðu, svo sem sjávarútvegi og ferðaþjónustu, og að- stoða fyrirtæki við markaðssetningu erlendis. I því skyni verði m.a. beitt lánasjóðum íslensks atvinnulífs. Hlúa verður að vaxandi möguleik- um þjóðarinnar í ferðaþjónustu og öflugt átak verði gert til að kynna landið og kosti þess til uppbyggingar hvers konar heilsuaðstöðu og heilsu- þjónustu. Aukin fjölbreytni í atvinnulífinu er ekki síst undir því kominn að það takist að auka vemlega hlut iðnaðar í þjóðarframleiðslu. I hátæknigrein- um, svo sem í raftækniiðnaði, hafa skapast möguleikar til útflutnings, ekki síst í framleiðslu véla og hug- búnaðar í ftskvinnslu. Mikilvægt er að styðja við ný- sköpun í iðnaði, ekki síst við lítil fyr- irtæki sem byggjast á hugviti og ís- lenskri sérkunnáttu. 2. Leggja ber áherslu á öflugan stuðning við markaðsmál og þróun- arstarf með áherslu á menntun, Lilja Á. Guömundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Þjóðvaka á Reykja- nesi markaðsrannsóknir, vöruþróun og tækniframfarir til að greiða fyrir nýj- ungum í atvinnulífinu, m.a. með því að efla hátæknigreinar. Fjölbreytt menntakerfí með auk- inni áherslu á verkmenntun, tækni- þekkingu og skipulegu samstarfi skóla og atvinnulífs eru forsenda nýrrar atvinnusóknar. Gæði og glæsileiki Miðbæ sími: 555 1664 Allt á herrana Allar peysur á kr. 2.800,- ^vutLO fZcintci txl tONDON /jakkaratx Buxur li rBeysurrx S ,T HerRA HAFNARFJÖRÐUR Miðbæ sími 565 0073 SPRENGIUTSALA Allt á að seljast Verslunin hættir 1. apríl First Tískuvöruverslun Miðbæ - s. 555 4440 Full búð af nýjum vörum fyrir hátíðirnar fyrir 10 -12 ára FÖT FYRIR STELPUR OG STRÁKA Miðbæ - sími 565 5608

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.