Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Málefni flotkvíar í Hafnarfjarðarhöfn að komast á skrið og málið rætt í bæjarstjórn Fagnaðar- efni að fá slíkan rekst- ur hingað -segir Valgeröur Sigurðardóttir formaður hafnarstjórnar Málefni fyrirhugaðrar flotkvíar í Hafnarfjarðarhöfn eru nú að komast á skrið og eru forsvars- menn Vélsmiðjunnar Orms og Víglundar hf tilbúnir að halda utan og ganga frá kaupum á flot- kví um leið og bæjaryfirvöld gefa grænt Ijós á málið. Valgerður Sig- urðardóttir formaður hafnar- stjórnar segir að hún telji fagnað- arefni að fá slíkan rekstur í höfn- ina og hafi hafnarstjórn ákveðið að gera úttekt á kostnaðarhlið máls- ins. Mál þetta verður rætt á aukafundi í hafnarstjóm á morgun, föstudag, og þá á kostnaðaráætlun að liggja fyrir. “Við stefnum svo að því að leggja málið fyrir bæjarstjóm á næsta fundi hennar þann 23. maí,” segir Valgerð- ur. Ef af þessum áformum verður er ætlunin að setja flotkvíina upp utan við Suðurgarð. Samkvæmt skipulagi er þar gert ráð fyrir uppfyllingu sem er 120 metrar að breidd. Breyta þarf því skipulagi þannig að uppfyllingin verði a.m.k. 240 metrar að breidd og því var skipulagsnefnd boðuð til síð- asta fundar hafnarstjómar. Flotkvíin sem hér um ræðir er 140 metrar á lengd, 32 metrar á breidd og 12 metrar á hæð. Hún hefur burðar- getu upp á rúmlega 6.000 tonn og með henni væri því hægt að veita hvaða skipi sem er í fiskiskipaflota landsmanna þjónustu. Valgerður seg- ir til dæmis að ef þessi flotkví hefði verið komin í gagnið nú hefði ekki Valgerður Sigurðardóttir for- maður hafnarstjórnar. þurft að senda togarann Venus utan til viðgerðar. Lengi í bígerð Vélsmiðja Orms og Víglundar hefur um tíma ætlað sér að koma upp flotkví í Hafnarfirði og sendi hún bæjaryfirvöldum fyrst bréf um málið eftir síðustu sveitarstjómarkosningar. Þar var raunar óskað eftir aðstöðu undir þurrkví en ekki gat orðið af þeim áformum. Vélsmiðjan sendi þá annað bréf þar sem óskað var eftir aðstöðu undir flotkví. Flotkví er hentugri en þurrkví því hún uppfyllir Stafaturninn kærður til um- hverfisráðherra Bvgging hins nýja stafaturns á Fjörukránni hefur verið kærð til umhverfisráðuneytisins. Nú hafa rúmlega 20 íbúar í nágrenni Fjörukrárinnar sent bæjaryfir- völdum undirskriftir til að mót- mæla turninum. Þeir eru búsettir á Hellisbraut og Suðurgötu og seg- ir Arni S.V. Mathiesen, einn þeirra, að ekki sé verið að amast við rekstri Fjörukrárinnar heldur að byggingin brjóti í bága við deiliskipulag og hún haft ekki ver- ið kynnt íbúum. “Við teljum það vera grundvallar- atriði í málinu að kynna átti fyrir bæjarbúum þessar breytingar á hús- unum áður en ráðist var í að fram- kvæma þær. Þessvegna höfum við kært málið til umhverfisráðuneytis. Við teljum bygginguna einnig brot á deiliskipulagi en þetta ráðuneyti fer með skipulagsmál,” segir Ámi. I máli Áma kemur fram að sam- kvæmt deiliskipulagi sé gert ráð fyr- ir að gömlu húsin tvö sem mynda Fjömkránna eigi að standa óbreytt og allar breytingar á þeim brjóta því í bága við skipulagið. Flotkvíin yrði staðsett utan við Suðurgarð vinstra megin á myndinni. betur þær kröfur sem gerðar eru um öryggi og mengunarvarnir. Hug- myndin var að setja hana upp til bráðabirgða við Háabakka en til þess hefðu hafnaryfirvöld þurft að dýpka höfnina niður í 13 metra á þeim stað. “Þetta var dýpkun sem hefði ekkert nýst okkur síðar þannig að ekkert varð úr þessum áformum,” segir Val- gerður. Hvað varðar staðsetningu flotkví- arinnar nú segir Valgerður að málum verði svo háttað í uppfyllingunni utan Suðurgarðs að hún verði hönnuð þannig að hún loki ekki fyrir rennuna inn í Hvaleyrarlón. “Við tökum í raun .ekki neina áhættu með því að fylla út við Suðurgarð því ef flotkví- in gengur ekki þá verður þama eftir gott dýpi svo að stór saltskip, olíu- skipin og stórir loðnubátar geta lagst þar að í framtíðinni,” segir Valgerður. I máli Valgerðar kemur fram að þessi flotkví myndi skapa mikla at- vinnu í bænum. Kvíin yrði leigð út til útgerða og myndu viðkomandi út- gerðir síðan skaffa sinn eigin mann- skap til að vinna við skipin. Hinsveg- ar myndu vélsmiðjur í bænum og aðrir þjónustuaðilar njóta góðs af. Sorphreinsun í Hafnarfirði Húsráðendur eru beðnir að hafa eftirfarandi í huga um sorphreinsun o.fl. 1. Sorpílát eiga að vera við öll hús. Þau skulu geymd í sérstöku rými í húsunum, verði því við komið. Annars ber að sjá fyrir geymslu á lóð hússins, þannig að auðvelt sé að sækja sorpið. Hindra þarf fokhættu íláta og sorps. 2. Spilliefni eins og t.d. málningarafganga og þess háttar má ekki setja í sorpílátin. Slíkt á að fara á gámstöðvar Sorpu (Sjá um Sorpu í símaskrá). Þá má ekki setja grófa hluti og grjót í ílátin því slíkt veldur skemmdum á búnaði verktaka sorphirðu. 3. Sorp og rusl verður ekki sótt nema af verktaka sorphirðu. Það sem ekki rúmast með góðu móti í sorpílátum, sem og grófa hluti, sem þar eiga ekki heima, skal færa í gámastöðvar Sorpu. 4. Nú er að koma að því að skipta um sorpílát í bænum eins og boðað var á síðasta ári. - Lokadagur er 1. júní. Plasttunnurnar kosta kr. 4.000,- og fást í áhaldahúsinu við Flatahraun, sími 565 2244. Sé þess óskað sendum við nýja ílátið og sækjum það gamla án aukakostnaðar. Vinsamlegast flýtið framkvæmdinni með því að kaupa tunnu sem fyrst. Munið að eftir 1. júní ber verktaka að losa aðeins sorp úr viðurkenndum ílátum, þ.e. plasttunnum, plastpokum og smágámum af samþykkri gerð Bæjarverkfræðingur Heilbrigðisfulltrúi Gámaþjónustan hf.,

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.