Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 15
FJARÐARPÓSTURINN 15 Yngsta kynslóðin skemmti sér konunglega á hlaupinu. Hálfmaraþon í hálfmaraþoni sigraði Marinó Freyj Sigurjónsson IR en Brynjólfur H. Asþórsson varð annar og hljóp hann í nafni Hauka. Það er ekki oft sem Haukamenn sjást á blaði yfir hlaupara í keppni og er þetta skemmtileg tilbreyting. Þess má geta að Brynjólfur varð fyrstur í mark hlaupara á aldrinum 40-55 ára en hann er fæddur 1954. Og fleiri sjald- gæf félaganöfn í • afreksskrám ís- lenskra hlaupagarpa en þriðja í flok- ki kvenna í hálfmaraþoni varð Bryn- dís Svavarsdóttir sem hljóp fyrir Kaldá. Ef ályktunarhæfnin sv&ur ekki snápinn í þessum skrifum hans þá er hér um að ræða Lionessuklúbb- inn Kaldá. Bryndís varð önnur í flok- ki kvenna á aldrinum 15-39 ára en hún er fædd 1956. Þrír lands- liðsmenn úr SH syntu f Lúxemborg Eins og hér hefur fyrr verið frá greint á þessum síðum þá er mikil gróska í starfsemi Sundfélags Hafnarfjarðar um þessar mundir. Afrekalistinn er langur og alltaf eitthvað bitastætt í fréttatilkynn- ingum frá SH. Til dæmis syntu þrír SH-ingar fyr- ir Islands hönd í Lúxemborg á dög- unum og er skemmst frá því að segja að Hjalti Guðmundsson vann brons í 200 m bringusundi og Davíð Freyr Þórunnarson vann brons í 100 metra flugsundi. Þrátt fyrir mjög góða frammistöðu komst Ómar Snævar Friðriksson ekki á pall enda átti hann við sérlega ramma keppinauta reip að draga. Þess má geta að þjálfari landsliðsins er Klaus-Jurgen Ohk þjálfari SH. Þá var Erla Skaftadóttir, fyrrum stjómarkona í SH, fararstjóri íslenska landsliðsins. Garpar sundfélagsins eru margir en „löglegir” garpar SH eru „öld- ungarnir”. A Islandsmeistaramóti garpa náði Öm Amarson einu silfri og einu bronsi, Trausti Sveinbjamar- son náði tveimur gullverðlaunum og Guðjón Gíslason náði þremur gull- verðlaunum og einu silfri. Og Guðni Gíslason, bróðir Guðjóns, sigraði í einni grein. Þá fengu boðsundssveit- ir þeirra tvö silfur. Aðalsafnaðarfundi Hafn- arfjarðarkirkju frestað Á aðalsafnaðarfundi Hafnar- fjarðarkirkju sem haldin var s.l. sunnudag var ákveðið að fresta hluta af fundinum til sunnudagsins 28. maí n.k. Samkvæmt upplýsingum frá for- manni sóknarnefndar, Kristjáni Bjömssyni, var fundurinn með hefð- bundnu aðalfundarsniði. Á fundinum var m.a. skipt um einn mann í aðal- stjóm og tvo í varastjóm. Sigurjón Pétursson, sem setið hafði í vara- stjóm kom í aðalstjórn í stað Sigþórs Jóns Sigurðssonar, sem baðs undan endurkjöri. Sigþór hafði setið lengi í stjóminni og nú hin síðari ár sem varaformaður og formaður bygging- amefndar. Þórdís Mósesdóttir sem sat í varastjóm baðst undan endur- kjöri og voru þau Vigdís Jónsdóttir og Erlendur Sveinsson kjörin í þeirra stað. Á fundinum var sóknamefnd veitt heimild til að selja hlut safnaðarins í húseigninni Tjamarbraut 3. Var þessi ákvörðun tekin vegna slæmrar fjár- hagsstöðu safnaðarins eftir byggingu safnaðarheimilisins. Þau mál sem ákveðið var að fresta voru um hvort fjölga ætti í safnaðar- stjóm úr 7 í 9, en samkvæmt lögum á söfnuðurinn rétt á því. Frestunin var vegna vafa um hvort geta hefði átt um þessa fyrirhuguðu fjölgun í fund- arboði. Hitt málið sem var frestað, var vegna fyrirhugaðar ráðningu ann- ars ríkisráðins prests. Sótt hafði verið um það til safnaðarráðsfundar Kjala- nesprófastsdæmis um að það mælti með við biskup og kirkjuyfirvöld að annar ríkisráðinn prestur tæki til star- fa við kirkjuna árið 1996. Safnaðar- ráðsfundur Kjalanesprófastsdæmis, sem haldinn var 29 janúar s.l. ákvað að mæla með þessari ráðningu. verður sunnudaginn 28. maí n.k. Þessi tvö mál verða síðan á dag- Fundurinn verður nánar auglýstur er skrá framhaldsfundar sem haldinn nær dregur fundinum. Strandgötu 55 Sími 565 1213 - 565 1890 VORHAPPDRÆTTI VORBOÐAKVENNA 1995 1. vinningur kom á miða nr. 89 2. vinningur kom á eftirfarandi miða: 417, 339, 451 og217 Upplýsingar í síma 555 4784 Nýir og sólaðir hjólbarðar á góðu verði 10% stgr. afsláttur af hjólbörðum og þjónustu 20% stgr. afsláttur af þjónustu fyrir ellilífeyrisþega Láttu okkur geyma vetrar / sumar hjólbarðana og losnaðu við allt það umstang og þann óþrifnað sem fylgir hjólbörðum, fyrir vægt geymslugjald dQm Örugglega feti framar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.