Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 12
Framköllun A 14 myndum frá kr. 690,- FILMUJR & FRAMK#* LLUN Mfebæ-s. 565 4120 Góð staða hjá Hafnarsjóði Búið að borga upp öll lánin fyrir utan eitt Rekstur hafnarinnar gekk m jög vel á síðasta ári og kemur fram í ársreikingum Hafnarsjóðs að nú er búið að borga upp öll langtíma- lán sjóðsins utan eitt. Það er lán frá Norræna fjárfestingarbankan- um sem kemur ekki til greiðslu fyrr en 1997. Rekstrartekjur hafnarinnar fóru rúmlega 16 milljónum kr. framúr áætlun á meðan rekstrargjöld lækk- uðu lítillega. Gert var ráð fyrir í upp- haflegri fjárhagsáætlun að tekjumar yrðu 105 milljónir kr. en í reynd urðu þær rúmlega 121 milljón kr. Rekstr- argjöld án vaxta urðu hinsvegar rúm- lega 66 milljón kr. Mesta breytingin á upphaflegri fjárhagsáætlun er afborganir lang- tímalána en gert var ráð fýrir að þær næmu 8 milljónum króna. I reynd námu þær rúmlega 29 milljónum kr. á árinu. I framkvæmdir fóru rúmlega 22 milljónir kr. en gert var ráð fyrir 31,5 milljónum kr. í fjárhagsáætlun. Viðurkenningar á Sverrisdegi Þrír einstaklingar hlutu viður- kenningar á Sverrisdegi í Hafnar- borg þann 1. júní s.l. Þetta voru þeir Lúðvík Geirsson blaðamaður, Egill Friðleifsson kórstjóri og Sveinn Björnsson listmálari. Þetta var í fyrsta sinn sem veittar voru viðurkenningar úr minningar- sjóði um hjónin Ingibjörgu Sigur- jónsdóttur og Sverri Magnússon sem á sínum tíma lögðu grunninn að Hafnarborg með stórgjöf er þau gáfu Hafnfirðingum húseign sína og lista- verkasafn. ^^Sprengitilboð £!&&& 11/900,- STUSS (^óhan, Jóhann Helgi & Co. hf. Bæjarhrauni 2 SÍMl 565 1048, FAX 565 2478 Allt frá flagi að fögrum garði LEIKTÆKI - LÓÐAFRAMKVÆMDIR 500.- kr. afsláttur af garðaúðun Gegn framvísun þessa miða fæst 500,- afsláttur af garðaúðun. Ath. aðeins einn seðill mjtistfyrir hverja líðnn Nýuppgerð ESSO stöð opnuð Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs, klippir á Nokkrir bílar af eldri gerðinni voru fyrstir til að fá af- borðann til að hægt sé að hefja afgreiðslu á hinni nýupp- greiðslu á hinni nýuppgerðu afgreiðslu Esso við Reykja- gerðu afgreiðslu Esso við Reykjavíkurveg. Geir Magnús- víkurveg en síðan var staðurinn opnaður fyrir almenning son, forstjóri Esso fylgist grannt með. í Hafnaífirði. Hættulegur úrgangur við skógarreit Bára Magnúsdóttir hafði sam- band við Fjarðarpóstinn til að benda á þá óhæfu að einhverjir hefðu losað sig við hættulegan úr- gang nálægt skógarreit hennar í Kjóadal. Um var að ræða tæplega 15 stykki af bílarafgeymum sem hent hafði verið utan vegar við reitinn. “Eg er búin að vera að rækta þenn- an reit upp í ein þrjú ár og mér þykir mjög slæmt ef fólk er að henda hættulegum eiturefnum á þessum stað,” segir Bára. "Þetta hefur verið gert einhvem tíman í vor því það er illfært að reitnum á vetumar.” Bára hafði síðan samband við for- mann Skógræktarfélagsins sem lét fjarlægja rafgeymana af svæðinu. Kornungir kafarar Ungbamasund nýtur sívaxandi vinsælda. Það er kennt í Suður- bæjarlauginni þar sem þessi unga snót sést hér koma úr kafi. 1 blað- inu í dag er grein um ungbama- sundið en rætt var við íþróttakenn- arana Jón Júlíusson og Helgu Gunnarsdóttur. Meðal annars er rætt um þann einstaka og með- fædda eiginleika bama að loka fyrir kokið þegar þau fara í kaf og einnig er sagt frá því hvemig þá hægist skyndilega á hjartslætti eða úr 162 slögum miðað við mínútu niður í 64 slög hjá rúmlega fjög- urra mánaða bami. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 11 Framköllun á 24 myndum 'J j'lJíL JLL 'J/LILJ/ -> JjJjJJll / - u mm m FRAMKOLLUN Reykjavíkurvegi 68 sími 565 4185

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.