Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.06.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 22.06.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 úní fóru vel fram hraunin voru r byggð og bú Hér hefur sú stutta séð eitthvað merkilegt í dagskránni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir for- maður Jafnréttisnefndar. sé sem víðtækust. S.l. þrjú ár hefur Jafnréttisráð Is- lands veitt viðurkenningu stofnun eða fyrirtæki vegna átaks í jafnréttismál- um. Hugmyndin á bakvið viðurkenn- ingu Jafnréttisráðs er að veita þeim yiðurkenningu sem með einhverjum hætti hefur lagt lóð á vogarskálamar til að jafna metin milli kynjanna, en hefði alveg eins getað látið það ógert. Viður- kenningin á að vera hvatning til enn frekari dáða um leið og sá sem hana Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir formaður Jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar ræðir hér um hugmyndir um viðurkenningu á vegum nefndarinnar. fær verður fyrirmynd annarra og hvet- ur þá til eftirbreytni. Þannig getur við- urkenningin fallið einstaklingi í skaut, félagi, samtökum, opinberri stofnun eða einkafyrirtæki, skóla eða sveitarfé- lagi. Fyrsta árið hlaut Akureyrarbær viðurkenninguna, þar næst Iþrótta- hreyftngin og þá sérstaklega umbóta- nefndin fyrir aukna þátttöku kvenna í íþróttum og nú síðast Hans Petersen fyrir árið 1994. Starfshópur skipaður Sú hugmynd hefur nú komið fram í Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar að veita fyrirtæki eða stofnun í bænum viður- kenningu af þessu tagi. Skipaður verð- ur starfshópur til þess að undirbúa framkvæmd þessarar hugmyndar. Sá starfshópur verður skipaður körlum og konum úr hafnftrsku þjóðlíft. Tilgang- ur nefndarinnar er að sjálfsögðu að auka umræðuna um jafnréttismál al- mennt og vekja fólk til umhugsunar um mál sem varða okkur öll. Með því móti viljum við varpa ljósi á stöðu kvenna úti á vinnumarkaðinum í Hafn- arfirði og kanna ástandið. Viðurkenn- ingin á þannig einnig að ýta við at- vinnurekendum svo þeir vakni til vit- undar um skyldur sínar í þessum efn- um. Jafnréttislögin leggja skyldur á herðar atvinnurekendum og stjómvöld bera sérstaka ábyrgð vegna þess að þau eiga að gefa tóninn í jafnréttismálum. Samkvæmt fyrrgreindri könnun Fé- lagsvísindastofnunar kemur fram að töluverður munur var á svörum karla og kvenna þegar þau voru innt eftir viðhorfum sínum til mikilvægis þess að móta ákveðna jafnréttisstefnu innan stofnunnar sinnar eða fyrirtækis. Flest- ir karlanna töldu slíka stefnu með öllu óþarfa þar sem jafnrétti væri í fyrir- rúmi. Konur væru famar að sækja meira í stjómunarstöður og því færi launamunur minnkandi. Niðurstöður könnunarinnar stangast þó á við þetta viðhorf þar sem mesti launamunur á körlum og konum er ein- mitt meðal stjómenda og sérfræðinga. Það er því augljóst að mikið verk er óunnið og það má aldrei sofna á verð- inum gagnvart jafnrétti kynjanna. Sömu laun fyrir sömu vinnu eru sjálf- sögð grundvallarmannréttindi hvers einstaklings og þannig skulum við búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Kristinn Ó. Magnússon á skrifstofu sinni. Kristinn Ó. Magnússon nýkjörinn bæjarverkfræöingur Alltaf haft áhuga á íþróttum Kristinn Ó. Magnússon nýkjör- inn bæjarverkfræðingur í Hafnar- firði segir að helsta áhugamál hans séu íþróttir en hann hefur töluvert unnið á þeim vettvangi, einkum með Breiðabliki í Kópavogi, þar sem Kristinn hefur verið búsettur frá 5 ára aldri. Hann hefur einnig verið virkur í pólitísku starfi sem flokksbundinn Alþýðuflokksmaður og meðal annars setið í bæjarráði Kópavogs fyrir þann flokk. Krist- inn segir sjálfur að það hafi komið sér á óvart að fá stöðu bæjarverk- fræðings því hann átti ekki von á öðru en Jóhann G. Bergþórsson fengi hana eins og um hafði verið talað. Kristinn er fæddur í Reykjavík 1948 en flutti sem fyrr segir 5 ára gamall til Kópavogs. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1968 og tók fyrrihluta verkfræðiprófs 1972 og seinni hlutann frá Háskóla Islands 1974 en var síðan einn vet- ur við fram- haldsnám Gautaborg í skipulagsfræð- um. Að námi loknu starfaði Kristinn hjá gatnamálastjóranum í Reykjavík í nokkur ár en var um tíma hjá verk- fræðistofu Stanleys Pálssonar og um árs skeið var hann framkvæmdastjóri Verkfræðingafélagsins. Kristinn hóf störf hjá Hafnarfjarð- arbæ árið 1989 sem aðstoðarbæjar- verkfræðingur og framkvæmdastjóri hönnunardeildar. Hann er því öllum hnútur kunnur hjá embættinu. Að- spurður um starfið og verkefnin framundan segir Kristinn að hans hlutverk sé að þjóna þeim sem kjömir eru til að fara með stjóm bæjarins og það sé undir þeim komið hver verk- efnin verði. “En við höfum að undan- fömu unnið mikið í því að fegra bæ- inn og umhverfi hans og við að bæta umferðaröryggið hér innanbæjar,” segjr Kristinn. Pölitík í Kópavogi Kristinn hefur verið flokksbundinn í Alþýðuflokknum í Kópavogi frá ár- inu 1986 og var um tíma virkur í póli- tísku starfi í þeim bæ. Hann var bæjar- fulltrúi árin 1988-1990 og jafnframt formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Þar að auki sat hann í bæjarráði. “Ég hætti opinberum afskiptum mínum af pólitík í Kópavogi árið 1990 enda var ég þá byrjaður að vinna hér í Hafnarfirði,” segir Kristinn. “Ég taldi það ekki passa saman að sinna þessu starfi mínu hér og vera einnig virkur í pólitík í öðru bæjarfélagi.” Heldur með Breiðablik Kristinn hefur starfað töluvert með Breiðabliki í Kópavogi og hann var um tíma formaður körfuknattleiks- deildar félagsins. “Þó áhugamálum mínum hafi farið fækkandi með árunum hef ég alltaf haft mikinn áhuga á íþrótt- um og nefna má að við nokkrir starfs- félaganna hjá gatnamálastjóra stofnuðum íþróttafé- lag sem lifir ennþá en þetta er svona félag fyrir þá sem ekki hafa mikinn áhuga á stífum æfingum,” segir Krist- inn. Af öðrum störfum hans á vett- vangi íþrótta má nefna að Kristinn var einn vetur formaður mótanefndar köifuknattleikssambandsins. I máli Kristins kemur fram að hann muni taka formlega við embætti bæj- arverkfræðings þann 1. júlí n.k. I framhaldi af því hefur hann hug á að flytja til Hafnarfjarðar með fjölskyldu sína en hann er giftur Margréti B. Ei- ríksdóttur og eiga þau tvær dætur. "Það kemur vel til greina að flytja til Hafnarfjarðar en ég sé hvemig málin þróast á næstunni,” segir Kristinn. 6/ En við höfum að undan- L förnu unnið mikið í því w að fegra bœinn og um- hverfihans og við að bæta umferðarör- (h A yggið hér innanbæjar / /

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.