Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.11.1995, Side 2

Fjarðarpósturinn - 09.11.1995, Side 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir frú fimmtudegi 9. nóv. til 15. nóv. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Framundan er vika yngri kynslóðarinnar. Krökkunum Finnst að of miklar kröfur séu gerðar og krefjast meira frelsis og sjálfstæðis. Ráð til foreldra er að íhuga vandlega lausn mála. Þeim eldri hættir oft til, án umhugsunar, að vanvirða þá yngri og reynsluminni. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Meðvitund þín er óvenju opin um þessar mundir. Það er ekki til neins, að reyna að gera tilraun til að breyta skoðun þinni í tilteknu máli. Það er ekki oft sem fiskar berjast harkalega en þegar þráhyggjan tekur völdin berjast þeir með kjafti og klóm. Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) Kannaðu fjármálin og hvort nokkur að- kallandi reikningur sé ógreiddur eða týndur. Reyndu að afgreiða það sem hef- ur setið á hakanum. Einhver lausn hefur fundist á erfiðu máli og er það mikill létt- ir fyrir alla viðkomandi. Lottó tölur 2, 3, 12, 18, 30. Nautiö (20. apríl - 20. maQ Það er ekki öllum geFið að geta hlegið af eigin vitleysu en það er list út af fyrir sig og engin niðurlæging. Prufaðu í einn dag að vera hömlulaus. Leggðu áherslu á sjálfstæðar hugmyndir og endilega skrif- aðu þær niður á blað. Trúðu svo á eigin sannfæringu. Brostu! Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Farðu í kolaportið um helgina, í leit að gamalli klukku. Hún bíður þar eftir þér. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því. Segðu ekki frá öllu sem þú veist, vertu smá leyndardómsfull(ur) og sérhlíFin(n). Eitt enn, láttu ekki frá þér hlut, sem einhver gimist, fyrir ekkert. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Þér eru aldeilis slegnir gullhamramir þessa dagana enda ekki að ástæðulausu. Þetta em með bestu dögum sem þú hefur upplifað í marga mánuði og það sést á þér. Brosið er breitt. Vinur þinn hvetur þig til að láta af fortíðinni, um tíma, og reyna að lifa í núinu. LjóniO (23. júlí - 22. ágúst) Þú þarft svo að komast til botns í máli sem virðist ekki gera annað en að vefjast um sjálft sig og verða torskyldara með hverjum deginum sem líður. Stundum er þetta líka svona með þekkinguna, því meir sem maður lærir því flóknara verður námsefnið. Einn stafur í einu. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Allt tekur einhvemtímann á enda og það á við um allt, bæði gott og illt. En þegar einni hurð er lokað opnast alltaf önnur. Annað er stöðnun. Þú nýtur þess að vera í góðum vinarhóp, þá sérstaklega þar sem allir leggjast á eitt við að skapa eitthvað merkilegt fyrir aðra. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Þú vilt meir en allt annað gera rétt og lög- lega og mun viðhorf þitt vekja virðingu frá þeim sem umgangast þig bæði heima- fyrir og í vinnunni. Þó tekur vinnan allan þinn tíma um þessar mundir. Það er lítið við því að gera, eins og er, en sláðu á þráðinn til þeirra sem þykja vænt um þig. Sporödrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Góður tími núna til að innheimta útistandandi skuldir. Láttu þig hafa það þótt um nánan ættingja sé að ræða. Þess- ar skuldir em löngu, löngu fallnar. Gefðu þér tíma um helgina til að vera með sjálf- um þér og Finna þessa yndislegu tilFinn- ingu "að vera frjáls". Bogmaöurinn (22. nóv. - 21. des.) Þetta er ein af þessum vikum sem þú hug- leiðir djúpt og "spekúlerar." Þú ferð ekki aðeins í sjálfskönnun, heldur lífskönnun líka. LiTið, að þínu mati, er ekkert annað en spennandi ferðalag, ókannaður áfangi á langri leið inn í hinn óendanlega, víð- áttumikla alheim. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Ef þú mættir ráða myndir þú hrifsa til þín öll völd og drífa hlutina af, þótt þú þurfir að gera allt ein(n). Þú ert svo ósátt(ur) við seinaganginn. Flýttu þér hægt, samt, því að aldrei skyldi seinn maður flýta sér. Stundum þarf að fara niður í kjölinn og það tekur tíma. Bros þitt er augnayndið mitt Lasagne hja tengdo Fullt nafn? Finnbogi Gylfason Fæðingardagur? 26. febrúar 1970 Fjölskylduhagir? Sambýliskona: Svan Huld Linnet. Sonur: Kristján Flóki 10 mánaða Bifreið? Peugot 390 1990 Starf? Fjármál hjá Prentbæ Hf. Fyrri störf? Sumarstörf hjá ÍSAL Helsti veikleiki? Ekki nógu ákveð- inn Helsti kostur? Traustur Eftirlætismatur? Lasagne hjá tengdó Versti matur? Skyr Eftirlætistónlist? Fer eftir skapi hverju sinni Eftirlætisíþróttamaður? Allar handboltahetjumar A hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Þeir eru nokkrir sterkir Eftirlætissjónvarpsefni? Strand- verðir Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Flestar bíómyndir á föstudagskvöld- um Besta bók sem þú hefur lesið? Riddarar hringstigans eftir Einar Má Hvaða bók ertu að lesa núna? Markaðstorg Guðanna eftir Olaf Jó- hann Uppáhaldsleikari? Gary Oldman Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Showgirls the movie Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Hleyp og reyni að spila golf Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Miðbær Hafnarfirði Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Einlægni Hvað meturðu síst í fari annarra? Tvö- feldni - baktal Hvern vildirðu helst hitta? Sjálfan mig eftir 20 ár, til þess að geta fengið góð ráð Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Golfkerru Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happadrætti? Kaupa mér íbúð og golfkerru Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Láta byggja annan Miðbæ uppi á holti, svo að allir holts- búar þyrftu ekki að fara alla leið niður í bæ til að versla Ef þú værir ekki manneskja, hvað værirðu þá? Stjómmálamaður Uppáhalds Hafnarfjarðarbrand- arinn þinn? Miðbær Æringi - meinlegur og miskunn- arlaus - skrifar: Hænurnar koma! Sjallablaðið Hamar valdi sér allfátíðan for- síðudreng í síðasta tölublaði. Þar var mættur enginn annar en varaformaður Alþýðuflokks- ins, Guðmundur Ami Stefánsson, um það bil að taka fyrstu skóflustunguna að Miðbæ. Og yfir myndinni stóð: í upphafi skyldi endinn skoða. Þetta var ekki góð mynd af Guðmundi. Nei, þetta var bara alls ekki góð mynd af hon- um. Og það var dumbungur í lofti. Og það var slabb á jörðu. Og það var sviplýti af kalda. Ætli það hafi verið tilviljun að Hamarinn not- aði þessa niynd? Nei, varla. Bregðist ekki Ær- ingja hyggjuvitið þá var boðskapur myndar- innar eitthvað á þessa leið: Stendur á grunni í garra og mjöll, Guðmundur Árni, vort hugsanatröll, upp ermarnar brettir, og andlitið grettir, grefur sér gröf að vonanna höll. Nú virðist bæjarstjómin boðin og búin til þess að taka á móti tíu milljón hænum sem vilja verða Hafnfirðingar, eini gallinn er sá að ekki finnst nægilega stórt landsvæði undir bú- skapinn og engar íbúðir til í félagslega kerf- inu. En ef hænumar koma græðist kannski tvennt: Ein er von, ei villu háð, vanti hingað fiðurhjörð. Finnst mér grinlaust gifturáð, að girða utan um Hafnarfjörð! (Myndi svo hænsna-hingað-smölun hækka greindar-vísi-tölu...?) Bæjarfréttamenn hafa ákveðið að einbeita sér að sjónvarpinu og hefur verið saumaður inn í Fjarðarpóstinn bútur úr þeim sem er dag- skrá sjónvarpsins. Þá hafa Ný vikutíðindi ver- ið lögð niður og inn í Fjarðarpóstinn saumað- ir auglýsingasamningar og fleira úr Tíðindun- um. Fjarðarpósturinn er því í raun orðinn svip- aður útlits og velþekkt hrollvekjufígúra: Nú hefur tekist sainan að tvinna tíðindasnepla þrjá til eins. Raunir blaðanna reyndar minna, rammt á skrímsli Frankensteins! Kvöldverðarfundur Bandalags kvenna í Hafnarfirði Forset- inn var heiðurs- gestur Bjarni og Astrid sýna f Bergi Bjarni Jónsson og Astrid Ellingsen sýna í Gistiheimilinu Berg, Bæjarhrauni 4, um þcssar mundir. Bjarni sýnir olíu- málverk og vatnslitamyndir, en Astrid prjónakjóla og jakka. Bjami er velþekktur hér í Hafnarfirði, því hann kenndi hér í 19 ár m.a. við Iðnskólann og í Flensborg. Þá hafa þau sýnt hér með reglulegu millibili, en þau, Bjami og Astrid hafa haldið fjölmargar sýningar um allt land. Bjami vinnur nú að gerð málverka af öllum gerðum róðrabáta og skipa fyrir Þjóðminja- safn Islands og er það mikið verk. Sýningin sem er sölusýning var opnuð á laugardaginn 4. nóvember og verður opin um óákveðinn tíma, en opið er á Gistiheimilinu Berg alla daga og öll kvöld. Jón Gunnarsson, listmálari opnar málverkasýn- ingu í Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, þann 11. nóv. nk. Hann stundaði nám í Handíða- og Myndlistarskól- anum 1947-1949 og frá þeim tíma margar náms og kynningarferðir erlendis. Verk hans eru að stómm hluta tengdar hafinu og náttúm Islands. Sýning Jóns stendur til 27. nóv. og er opin frá 12-18 alla daga. Lokað þriðjudaga. Nýlega stóð Bandalag kven- na í Hafnarfirði fyrir kvöld- verðarfundi um umhverfis- mál. Tilefni fundarins, sem var mjög vel sóttur og þótti vel heppnaður, var að árið 1995 er svokallað náttúruverndar- ár Evrópu, ætlað til að efla al- menna meðvitund um mikil- vægi náttúrunnar og hverfu- leika náttúru auðlinda. Heiðursgestur fundarins var forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir. Dagskrá kvöldsins var í senn fróðleg og skemmtileg. Haldnir voru fyrirlestrar um ýmis mál er varðar umhverfi og ábúð mann- kyns. Áður en framsaga hófst fluttu stúlkur úr Kór Öldutúns- skóla undir stjóm Egils Frið- leifssonar, þjóðlög frá ýmsum löndum. Var góður rómur gerð- ur að söng og lagavali. Síðan hófst framsaga. Fjölmenni sótti kvöldverðarfundinn. Fyrirlesarar vom Ögmundur Einarsson framkvæmdarstjóri Sorpu, Ragnar F. Kristjánsson, landlagsarkitekt hjá Náttúru- vemdarráði og fulltrúi Um- hverfisnefndar Hafnarfjarðar og Dr. Páll Skúlason prófessor í heimspekideild Háskóla íslands. Ögmundur fræddi fundargesti á endurvinnslu Sorpu, þar er þriðjungur alls aðsents sorps endumnnið, sem þykir góður ár- angur, sé miðað við ungan aldur fyrirtækisins. Sagði Ögmundur hlutdeild heimila í árangri Sorpu fara vaxandi, meðal annars með aukinni flokkun sorps í heima- húsum. Erindi Ragnars fjallaði um bæinn í hrauninu, sagði hann Hafnfirðinga eiga náttúmfyrir- brigði á heimsmælikvarða, sem bæri að vemda og hlúa að. Máli sínu til stuðnings sýndi hann glærur, sem gerðu grein fyrir ljömnni, fuglalífinu, hrauninu, tjömum og lónum. Síðastur ræðumanna var Dr. Páll Skúlason. Talaði Páll um framtíðina og jákvætt hugarfar gagnvart jarðkringlunni. Vakti hann athygli á hlutdeild siðfræð- innar í umgengni mannsins við náttúruna. Einnig að greinar- munur er á náttúmvemd og um- hverfisvemd. Þá benti Páll á mikilvægi þess að læra að lifa með náttúru og náttúruöflum landsins. Að síðustu las hann ljóðið "Inn á græna skóga" eftir Snorra Hjartarson.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.