Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Bæjarráð fjallar um St. Jósefsspítala Breytingum á starfsemi var eindregið mótmælt Á síðasta fundi bæjarráðs var fjallað um St. Jósefsspítaia en nú liggja fvrir tillögur heilbrigðisráð- herra uni breytingar á starfsemi spítalans. Bæjarráð mótmælir ein- dregið þessum breytingum og telur af og frá að fallast á að grundvall- arforsendum fvrir rekstri spítalans verði brevtt einas og tillögurnar gera ráð fyrir. Ályktun bæjarráðs um málið hljóðar svo: "Eins og kunnugt er hefur sérstak- ur tilsjónarmaður í umboði heilbrigðis- ráðherra starfað með stjóm St. Jósefs- spítala síðustu vikumar og leitað leiða til að mæta fjárhagsvanda spítalans. Fyrstu tillögur tilsjónarmannsins liggja nú fyrir og heiibrigðisráðherra hefur nú þegar gert þær að sínum með bréfi til stjómarinnar þann 31. október s.l. Bæjarráð Hafnarfjarðar vill í þessu sambandi minna á að Hafnarfjarðarbær er eignaraðili að spítalanum og allar til- lögur um breytingar á meginstarfsemi hans hljóta því eðlilega að koma til álita og umfjöllunnar bæjaryfirvalda. Á því hefur verið nokkur misbrestur þeg- ar skoðuð em þau tilmæli sem fram koma í áður tilgreint bréf heilbrigðis- ráðherra. Þar er kveðið á um breyting- ar á meginstarfsemi spítalans. Vill bæj- arráð í þessu sambandi koma þeim við- horfum á framfæri við heilbrigðisráðu- neytið að þau samskipti verði með eðli- legum hætti. Bæjarráð Hafnarfjarðar vill taka það skýrt fram að það mótmælir eindregið eftirfarandi fyrirætlunum sem um er getið í bréfi ráðherrans: "að megin- starfsemi spítalans verði breytt. I fyrsta lagi verði bráðaþjónustu á lyflækn- ingadeild hætt, í öðm lagi verði hand- lækningadeild breytt í fimm daga deild..." ...Bæjarráð Hafnarfjarðar vill undir- strika að það vill að starfsemi St. Jós- efsspítalans verði í samræmi við aug- lýsingu þáverandi heilbrigðisráðherra frá 18. april 1994 um starfssvið og verkaskiptingu sjúkrahúsa á höfuð- borgarsvæðinu en þar segir í 5. grein: "St. Jósefsspítali skal vera sérgreina- sjúkrahús með: 1. Lyflækningadeild, einkum fyrir heilsugæsluumdæmi Hafnarfjarðar og Garðabæjar, 2. handlæknisdeild með áherslu á valaðgerðir í: a) almennum skurðlækningum b) bæklunarlækningum c) háls-, nef- og eymalækningum d) kvennsjúkdómum e) lýtalækningum." Þá er rétt að geta ennfremur bréfs þáverandi heilbrigðisráðherra, dags. 29. aprfl 1994 þar sem fram kemur að spítalinn skuli sinna bráðaþjónustu á lyfjadeild. Bæjaráð telur af og frá að falla frá þessum gmndvalarforsendum í starf- semi spítalans enda skal á það minnt þegar ríki og bær keyptu sjúkrahúsið árið 1987 af St. Jósefssystrum var for- senda kaupanna af bæjarins hálfu að það yrði rekið sem alhliða sjúkrahús fyrir Hafnfirðinga og nærsveitamenn, auk sérgreindrar þjónustu annarrarr eins og verið hafði. Það er ljóst að stjóm spítalans hefur enga heimild til þess að gera breyting- ar á meginstarfsemi spítalans eins og farið er fram á í bréfi ráðherra. Eftir fréttum að dæma mun í gangi vinna af hálfu heilbrigðisyfirvalda að samhæfa þjónustu spítalanna á höfuð- borgarsvæðinu meira en nú er. Eðlileg- ast er að sjálfsögðu að bíða eftir niður- stöðum úr þeirri vinnu og fjalla þá um málið nánar fremur en grípa til aðgerða á hendur einum spítala á þessu svæði. Bæjarráð Hafnarfjarðar er til við- ræðu um þessi mál en varar eindregið við afleiðingum þess að heilbrigðisráð- herra gn'pi til einhliða og lítt gmndaðra aðgerða í þessum efnum." Rætt um miðstöð handverkafólks A fundi atvinnumálanefndar ný- lega var rætt um þá hugmvnd að konia á fót miðstöð fyrir handverks- fólk m.a. vegna áberandi sóknar hæfileikafólks á því sviði. Ennfrem- ur var rædd beiðni fjögurra ein- staklinga sem vinna saman að at- hyglisverðu þjóðlegu handverki. Farið hefur verið ffarn á að bæjaryf- irvöld ljái starfseminni lið með útveg- un húsnæðis um takmarkaðan tíma. Hugmyndin er að stofna síðan fyrir- tæki um handverkið ef markaður reyn- ist eins og vonir standa til. Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð að umræddum einstaklingum verði lánuð aðstaða til reynslu í van- nýttum hluta vinnuskólans fram að vori eða þar til starfsemi skólans hefst áný. Ekkert dregur úr at- vinnu- leysi Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlun Hafnarfjarð- ar hefur ekkert dregið úr at- vinnuleysi í októbermánuði og ekki er búist við að svo verði á næstu vikum. Alls voru 372 einstaklingar á atvinnuleysis- skrá um síðustu mánaðarmót en á sama tíma á síðasta ári var fjöldinn 345 og skráðir at- vinnuleysisdagar voru 1.700 færri í fyrra en nú í október. Þegar skoðaðar eru tölur um skiptingu atvinnuleysis milli staifsgreina kemur í ljós að mest er atvinnuleysi rneðal verka- kvenna en 115 þeirra voru á skrá um síðustu mánaðarmót. Næst- fjölmennasti hópur er konur í verslunar- og skrifstofustörfum en 104 þeirra voru atvinnulausar. Af körlum er fjölmennasti hóp- urinn verkamenn eða 64 talsins. I heild er skipting kynja þannig að 235 konur voru atvinnulausar en 137 karlar. Á myndinni má sjá þau Árna Dan Einarsson, Hólmfríði Kjartansdóttur, Ragnheiði Ragnarsdóttur, Arnór Hannesson og Anton Líndal Ingvason þegar þau veittu vinningum sínum móttöku en Þóra Sæunn gat því mið- ur ekki verið viðstödd. Á myndinni er einnig Rakel Rúnarsdóttir, dóttir Ragnheiðar. Dregiö í happamiða- og umferðarleik Aðalskoðunnar hf Um 4000 svarmiðar bárust Þann 3. nóvember s.l. var dregið í happamiða- og umferðarleik Að- alskoðunnar en efnt var til leikj- anna í tilefni af fyrstu útgáfu af fréttabréfinu "Aðallega" sem fyr- irtækið gefur út. Um fjögur þúsund svarmiðar bár- ust en vinningshafi í happamiða- leiknum varð Ragnheiður Ragnars- dóttir, Álfaskeiði 98 Hafnarfirði, og hlaut hún í vinning 5 daga helgarferð til Newcastle með ferðaskrifstofunni Alís, að verðmæti 29.800 kr. 20 vinningshafar voru í umferðar- leiknum og hlutu eftirfarandi 5 fyrstu vinningana. 1. vinningur: Ný vetrardekk, fékk Amór Hannesson Reynigrund 33 í Kópavogi. 2. -3. vinning: Bamabílstóla hlutu Ámi Dan Einarsson Lyngmóum 11 í Garðabæ og Hólmfríður Kjartans- dóttir Mávahrauni 29 Hafnarfirði. 4.-5. vinning: Hljómtæki í bílinn, hlutu Anton Líndal Ingvason Smára- túni 11 Besastaðahrepp og Þóra Sæ- unn Úlfsdóttir Blöndubakka 1 Reykjavík. Starfsfólk Aðalskoðunnar þakkar öllum þeim sem þátt tóku og vonar að vinningamir hafi komið í góðar þarfir. (fréttatilkynning) ;».**** T,1X ’r. Hringurinn heldur basar Kvennfélagið Hringurinn heldur sinn árlega basar sunnu- daginn 19. nóvember kl. 15.00 í Sjálfstæðishúsinu við Strand- götu. Allur ágóði af honum fer til líknarmála. I boði er glæsilegt úrval af handunnum vörum, kökum, laufabrauði o.fl. (fréttatilkynning) Svar við fyrirspurn um sjóvarnargarð Ekki á áætl- un næstu fjögur árin Samgönguráðherra hefur nú sent frá sér svar við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar á alþingi um sjóvarnargarð í Hafnarfirði en Fjarðarpósturinn greindi frá niálinu nýlega. í svarinu kemur fram að ekki eru áformaðar framkvæmdir af þessu tagi næstu fjögur árin. Svar samgönguráðherra hljóð- ar svo: „I tillögu Vita- og hafnar- málastofnunnar um hafnaráætlun áranna 1996-1999 er ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður taki þátt í kostnaði við byggingu sjóvamar- garða eða brimvarnargarða við Hafnarfjarðarhöfn næstu fjögur árin. Við gerð hafnaáætlunar 1996- 1999 lágu fyrir óskir hafnarstjórn- ar í Hafnarfirði um að hafnar yrðu rannsóknir og hönnun brimvam- argarðs frá Hvaleyrarhöfða út í Helgasker ásamt garði í norður frá Helgaskeri. Einnig voru settar fram óskir um að ríkissjóður tæki þátt í byggingu nýs 120 metra langs viðlegukants, Háabakka, milli Suðurbakka og Oseyrar- bryggju. Hvorug þessara fram- kvæmda komst inn á hafnaáætlun 1996-1999. Væntanlega verður ráðist í framkvæmdir við Háa- bakka og/eða endurbyggingu Suðurgarðs áður en umgjörð hafnarinnar verður stækkuð með nýjum brimvamargörðum." Stjörnuhlaup FH Stjömuhlaup FH fer fram í Kaplakrika laugardaginn 19. nóv. kl. 14.00 en skráning í hlaupið hefst kl. 13.00. Allir keppendur fá verðlaunapeninga og tímataka verður í öilum hlaupum. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: 10 ára og yngri, 600 m. 11-12 ára, 1.000 m. 13-14 ára, 1.500 m. 15-18 ára, 3.000 m. 19-34 ára, 5 km. 35 ára og eldri, 5 km. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir 19 ára og eldri en 250 kr. fyrir 18 ára og yngri. Upplýsingar eru í s. 565 1114 Sigurður, s. 565 4614 Magn- ús og s. 565 3347 Þórarinn.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.