Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Kristján Bersi Ólafsson skólameistari Flensborgar. J Á góðri stundu með bæjarfulltrúunum Jóhanni G. Bergþórssyni og Lúðvík Geirssyni arrugl allt, er að ná ótrúlega mikilli fótfestu á síðustu mánuðum og ég hef orðið var við ótrúlegan áhuga á alls kyns hreyfingum af þessum toga. Eg vil meina að við höfum brugð- ist þessum börnum; við höfum ekki gefið okkur tíma til að ala þau upp. Þau hafa þurft að sjá um það sjálf og ala hvert annað upp og jtað í sjálfu sér er margflókið þjóðfélagsmál og ég vil að það komi skýrt fram að eins ágætar stofnanir og dagheimili og leikskólar geta verið, geta stofn- anir aldrei komið í stað foreldra." Þessi ásókn unglinga í t.d. sértrúr- arhreyfingar eru þetta ekki bara skilaboð um að þetta fólk er að leita aftur til fortíðar og er að reyna að ná sambandi við hana? „Nei, það tel ég nú ekki. Að vfsu er rétt að þó þessi tvíhyggja, þ.e. að- skilnaður hugsunar og líkama sem í fyrstu er komin frá Plató gamla og kristin trú tók svo upp á sína arma, hefur löngum verið lífseig á meðal forþjóða Norður Evrópu. Það nægir að minna á Sjamanismann en Sjamanar voru eins konar töfralækn- ar t.d. Eskimóa og Síberíuþjóða. Þessir menn gátu fallið í dá, og þá gat hugurinn orðið sjálfstæður, yfir- gefið líkamann og ferðast um allar jarðir og jafnvel birst öðrum mönn- um í líki t.d. dýra. Þessar kenningar um sjálfstæði hugans og hæfileika hans til að bregða sér út fyrir lík- amann skýra margt eins og t.d. hug- myndir manna um fylgjur sem til- teknir einstaklingar eiga að hafa. Bersinn - síungur eða hvað? Hvað varðar spurninguna sjálfa, þá er ljóst að þegar að kreppir leitar fólk gjarna til þeirra sem bjóða upp á einhverjar patentlausnir, hvort heldur það eru sértrúarflokkar eða öfgahreyfingar á sviði stjórnmála." En ef við víkjum frá þessum hug- myndum um sálina og snúum okkur að æfistarfinu en að loknu námi stundaði Kristján Bersi blaða- mennsku við Tímann og síðan Kristján Bersi hefur útskrifað rúmlega 1.500 nemendur. Hér sést síðasti hópurinn sem útskrifaðist í vor. víða taugaveiklun af einhverju tagi. Nú og unglingar í dag upplifa mjög sterkt þessa kreppu, þennan ótta við at- vinnuleysi og landflóttann. Eg verð var við ákveðið vonleysi og margir sjá ekki tilgang með náminu af því að framundan er þetta vonleysi. Nú ég get vitnað til kannana sem framkvæmdar hafa verið í framhalds- skólum þar sem fram kemur að ótrú- lega stór hluti unglinga hafa íhugað sjálfsvíg og þó að eflaust komi hærra hlutfall út í svona könnunum en raun- verulega á við, ber þetta þó vott um einhverskonar óöryggi gagnvart fram- tfðinni. Og ég hef tekið eftir nú á síðustu misserum hversu alls kyns trúarhreyf- ingar hafa átt vaxandi fylgi að fagna meðal unlinganna eins og við sjáum t.d. í fréttum frá Vestmannaeyjum þar sem unglingar brenndu ákveðinn boð- skap á báli. Svo virðist sem þessi ungmenni hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér en með velþóknun fullorðinna sem fylgdust með. Þetta og það sem ég vil kalla nýald- blaðamennsku og ritstjórn við Al- þýðublaðið um 10 ára skeið en síðan þá eða frá því laust eftir 1970 hefur aðalstarfið verið kennsla og skóla- stjórn Flensborgarskóla. Er þetta ekki ákveðið yngingarmeðal að vinna svona sífellt með unglingum? „Sjálfsagt ætti það að vera. En ég er kannski ekki nógu meðvitaður urn þetta og eflaust eru margir sem halda því fram að ég hafi nú þegar verið of lengi í þessu starfi. Ég kenni ekki mikið en þó alltaf eitthvað og hef alltaf gert. Að öðru leyti er þetta kannski líkara því að vera framkvæmdastjóri hjá stóru fyrirtæki en að vera einhver uppeld- isfrömuður. Við höfum jú sérhæft starfsfólk sem annast t.d. námsráð- gjöf og vinna þess starfsmanns er ekki síður persónuleg ráðgjöf við nemendur. En vissulega er það krefnandi að vinna með unglingum og ég held að við verðum að átta okkur á því að við erum alltaf að vinna með nýtt og nýtt fólk og við megum ekki brenna okkur á því sama og kerlingin fyrir austan fjall sem sagði: „Ekki skil ég í því hvað lömbin eru óþæg í rekstr- inum, þó eru þau rekin þessa sömu leið á hverju ári.“ Nú er rætt um lélegan námsárang- ur nýstúdenta við Háskóiann. Skammast þú þín fyrir þína stúd- enta? Ekki síðri toppnemend- ur! „Nei, það geri ég alls ekki. Það sem hefur verið að gerast liðin ár, er að hluta til afleiðing áfangakerfis- ins. Það komast hlutfallslega fleiri nemendur upp úr menntaskólunum og upp í Háskólann en áður var og það þýðir auðvitað að eitthvað af þeim nemendum sem hefur gengið illa í menntaskóla og fallið og end- urtekið námsgreinar, gera það áfram. En eini raunhæfi mælikvarðinn á hæfileikum nemenda eru toppnem- endurnir og ég þori að fullyrða að þeir eru ekki iakari núna en áður var. Og ég veit að þeir stúdentar sem nú útskrifast með toppeinkunnir búa yfir miklu meiri vitneskju á mörgum sviðum en minn árgangur gerði." Hinn anginn á þessu vandamáli snýr að því hvort við útskrifum í raun nægilega mikið af menntuðu fólki til að starfa í nútímaþjóðfé- iagi? „Nei, ég held ekki og sérstaklega tel ég að við séum aftarlega á mer- inni í tæknimenntun og verkmennt- un. Þar búum við t.d. við gamalt iðn- fræðslukerfi sem er úrelt og löngu gengið sér til húðar. Síðan eru fjölmargar atvinnu- greinar og þar af sumar þær mikil- vægustu í dag, sem falla alveg fyrir utan menntakerfið og nægir að minna á þjónustu og þá ekki síst ferðamannaþjónustu. Það má nefna að núna í haust var ákveðið að endurverkja Fiskvinnslu- skólann og nú undir verndarvæng Flensborgarskóla og verður því þetta nám á okkar vegum næstu 2 ár í tilraunaskyni en auðvitað eru líka allt skipulag námsins hjá okkur í stöðugri endurskoðun og síðustu ár höfum við frekar verið að þyngja kröfurnar og við höfum gert átök í mörgum námsgreinum, þannig get ég t.d. nefnt stærðfræði þar sem við eigum mjög áhugasaman kennara, dr. Áskel Harðarson, en hans ódrep- andi áhugi á þessu sviði hefur fært okkur framúrskarandi árangur nem- enda okkar og eigum við nú t.d. tvo landsliðsmenn í stærðfræði, annan í yngri hóp og hinn í hóp eldri nem- enda. Enda held ég að ég geti verið ánægður með það hvað Fiensborg hefur haldist vel á góðum kennurum og mjög margir hafa kennt hér um árabil. Og úr þessum stúdentahóp held ég að mér sé óhætt að segja að flestir hafa staðið sig ákaflega vel í því starfi sem þeir hafa kosið sér. Héðan eru alþingismenn, prestar, lögfræðingar og verkfræðingar og guð má vita hvað. Salb Viðtalið var tekið á Súfistanum %...Ég fór alltafí sveit á sumrin,fyrst í Arnarfjörð- inn þar sem ég var hjá móðurfólki mínu og síðar að Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði, þar sem amma mín bjó þá. Þar var fœrt frá og þar sat ég yfir ánum í kvíum. %...En vissulega er það krefjandi að vinna með unglingum og ég held að við verðum að átta okkur á því að við erum alltaf að vinna með nýtt og nýtt fólk og við megum eicki brenna okkur á því sama og kerlingin fyrir austan fjall sem sagði: „Ekki skil ég íþví hvað lömbin eru óþœg í rekstrinum, þó eru þau rekin þessa sömu leið á hverju ári. %...En eini raunhœfi mœlikvarðinn á hœfileik- um nemenda eru topp- nemendurnir og ég þori að fullyrða að þeir eru ekki lakari núna en áður var. Og ég veit að þeir stúdentar sem nú útskrif- ast með toppeinkunnir búa yfir miklu meiri vit- neskju á mörgum sviðum en minn árgangur gerði. %...Enda held ég að ég geti verið ánœgður með það hvað Flensborg hefur haldist vel á góðum kenn- urum og mjög margir hafa kennt hér um árabil. Og úr þessum stúdenta- hóp held ég að mér sé óhœtt að segja að flestir hafa staðið sig ákaflega vel í því starfi sem þeir hafa kosið sér. Héðan eru alþingismenn, prestar, lögfrœðingar og verk- frœðingar og guð má vita hvað. %...Og ég heftekið eftir nú á síðustu misserum hversu alls kyns trúar- hreyfingar hafa átt vaxandi fylgi aðfagna meðal unlinganna eins og við sjá- um t.d. ífréttum frá Vest- mannaeyjum þar sem ung- lingar brenndu ákveðinn boðskap á báli.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.