Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 12
Fyrirkomulag atvinnu- leysisbóta er ekki í takt við tímann Atvinnumálanefnd hefur sent frá sér álitsgerð í tengslum við hugmyndir Jóns Erlendssonar for- stöðumanns Upplýsingaþjónustu Háskólans um „atvinnutryggingar í stað atvinnuleysistryggingar“. Fulltrúar atvinnumálanefndar eru sammála Jóni um að núverandi fyrirkomulag atvinnuleysisskrán- ingar og greiðslur atvinnuleysis- bóta seú ekki í takt við nýja tíma og hafi þar af leiðandi runnið sitt skeið. I álitsgerðinni segir m.a.: „Hug- myndir Jóns um skipulegt sjálfsnám til endur- og símenntunnar eru at- hyglisverður kostur og þarft innlegg í væntanlega umræðu um breytingu á meðhöndlun atvinnuleysis. Enn- fremur verður vart litið framhjá þeir- ri skoðun hans að „greiðslur fari ein- ungis fram fyrir unnin verk en ekki verkleysi... Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi við baráttu Jóns Erlendssonar fyrir breyttum aðferð- Við höfum rétta ttminn fyrir þig öúwdwiCL I snyrtivöruverslun I Strandgötu 32, sími 555 2615 um við að leysa vanda atvinnulausra og vanda samfélagsins við að brjóta sér leið úr viðjum vanans. „Atvinnu- tryggingar í stað atvinnuleysistrygg- inga“ er augljós aðferðafræði sem hlýtur að vekja athygli þeirra sem láta sig þessi mál varða. Kominn er tími til að ráðamenn íslensku þjóðar- innar opni augu sín fyrir þeim vanda og samfélagsböli sem fengið hefur að þrífast hér óáreitt um allt of lang- an tíma.“ Alvarlegt vinnuslys Alvarlegt vinnuslys varð við Alfholtið á sunnudag er bygginga- meistari féll þar af húsþaki. Mað- urinn féll 8 metra og brotnaði illa en er ekki í lífshættu. Að sögn lögreglu var maðurinn að vinna við að setja plötur á húsþak er snöggkólnaði og þakið varð gler- hált með fyrrgreindum afleiðingum. HAFBÚÐIN ÁLFASKEIÐI 31 SÍMI 555 3020 Opið 9-18 mán.-fös 10-14 laugard ASalskoSun hf. Þín bifreiðaskoðun! 555 33 55 TISKAN OPIÐ LAUGARDAGA DALSHRAUNI13 SÍMI555 0507 Tvö fyrstu húsin voru send frá Hafnarfirði Tvö fyrstu sumarhúsin sem fara til Flateyrar voru send frá Hafnarfirði og var þeim skipað um borð í höfninni á þriðjudag. Það er fyrirtækið Sumar- hús/Hamraverk hf. sem leggur til húsin en fyrirtækið sendi einnig hús til Súðavíkur á sínum tíma og segir Björgvin Björgvinsson fram- kvæmdastjóri að góð reynsla af þeim húsum hafí valdið því að sveitarstjóri Flateyrar hafði sam- band og pantaði hús til Flateyrar. Húsin sem hér um ræðir eru heils- árshús, annað 60 fm að stærð og hitt 52 fermetrar. Björgvin segir að þeir haft átt annað húsið fokhelt en hitt í pörtum og hafi þeir bætt við mann- skap til að geta klárað þau bæði en þeir höfðu 10 daga frest til þess. Auk húsanna frá Hafnarfirði voru þrjú hús frá Selfossi einnig flutt vestur. Björgvin segir að Sumar- hús/Hamraverk smíði að jafnaði 12 sumarhús sem þessi árlega en s.l. vetur sendi fyrirtækið 5 hús til Súða- víkur. JÓLAKORT MEO MYNÞ PERSÓNULE6 JÓLAKVEÐJA TILÆTTIN6JA 06 VINA MVND HORT OG UMSLRG FRfl HR. GS - Hlý og persónuleg þjónustn ■ ■ ■ ■ I 10% afsl. í nóv r Nýi viðlegukanturinn í Straumsvík Hönnunin í lokað útboð Á fundi hafnarstjórnar á þriðjudag var ákveðið að hönnun hins nýja 100 metra viðlegukants í Straumsvík yrði boðin út í lokuðu útboði. Fjórum aðilum var boðið að gera tilboð í hönnunina en hún á að liggja fyrir um næstu mánað- armót. Þeir fjórir aðilar sem hér um ræð- ir eru Almenna verkfræðistofan, Hönnun, Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen og Vita- og hafnarmála- stofnun. Það er hinsvegar Stuðull í Hafnarfírði sem útbýr útboðsgögnin. Til er forhönnun að viðlegukantin- um en áætlað er að kostnaður við byggingu hans nemi um 180-200 miljjónum króna. A fundinum voru einnig lögð fram drög að samkomulagi við ÍSAL um þessa framkvæmd og samþykkti hafnarstjóm þau fyrir sitt leyti.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.