Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Aflvaki vinnur að upplýsingasöfnun um hafnfirskt atvinnulff Það tekur daginn snemma starfsfólkið hjá Aflvaka h.f, Ég hafði mælt mér mót klukkan átta við Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóra og Hákon Gunnars- son, ráðgjafa, sem vinnur m.a. að málefnum Hafnarfjarðar. Erindið var að fræðast nokkuð uin Aflvaka hf. og hvernig og hvað væri verið að vinna fyrir Hafnarfjörð eða Hafnfirðinga. Þegar ég kom á stað- inn voru allir starfsmenn mættir, búið að hella á könnuna og fólk var að byrja á önnum dagsins. Eftir að Ragnar hafði kynnt mig fyrir starfsfólkinu, settist ég með honum og Hákon inn í fundarher- bergið. Auðséð var að þeir höfðu undirbúið komu mína vel. Um leið og þeir leystu greiðlega úr öllum spumingum mínum, þá létu þeir mér í té ýmsar skriflegar upplýsingar varðandi það sem ég spurði um. Aflvaki hf. var stofnaður 30. des- ember 1992, sem þróunar og fjárfest- ingarfélag á sviði nýsköpunnar og at- vinnuuppbyggingar. Að stofnun fé- lagsins stóðu Reykjavíkurborg, Hita- veita Reykjavíkur, Rafmagnsveita Reykjavíkur, Vatnsveija Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn. Árið 1993 gekk síðan Háskóli íslands inn í félagið. Hlutafé í byrjun var 10 milljónir króna en er nú 118 milljónir. Um haustið 1993 voru ráðnir fyrstu starfsmenn félagsins og skrifstofa var formlega opnuð í desember 1993, þannig að segja má að regluleg starf- semi félagsins hafi verið í gangi í tvö ár. Fastir starfsmenn eru 5, en auk þess eru ráðnir verkefnastjórar og aðrir ráðgjafar í ákveðin verkefni, eftir þörfum. Samstarf við Hafnar- fjarðarbæ var undirritað 13. júní s.l og á bærinn 32 milljóna króna hlut í félaginu eða liðlega fjórðung selds hlutafjár. Auk þess leggur bærinn fram 5 milljónir til rekstur félagsins árlega. Stjóm félagsins er skipuð 5 mönn- um og er Auðun Óskarsson fulltrúi Hafnarfjarðar í stjóminni. Tilgangur félagsins er m.a. *Að reka kynningar og upplýs- ingaþjónustu í því skyni að laða að erlenda og innlenda fjárfesta. *Að vinna að nýsköpun og ný- mælum í atvinnulífi með fjárfesting- um. Að standa að og taka þátt í ýmsum þróunar-, rannsóknar- og könnunar- verkefnum á sviði nýsköpunnar. *Að stuðla að auknu samstarfi á höfuðborgarsvæðinu til að auka á samkeppnishæfni svæðisins. í samstarfsamningi Aflvaka og Hafnarfjarðar kemur fram að Aflvaki mun m.a. *Gefa ráðgjöf og umsagnir. *Gera tillögur að styrkingu innri byggingar er leitt geti m.a. til aukinn- ar samkeppnishæfni svæðisins. *Gefa upplýsingar til innlendra og erlendra fjárfesta um mögulegan at- vinnurekstur í Hafnarfirði. Það þarf ekki að tala lengi við þá Ragnar og Hákon til að sjá að mikið starf hefur verið og er unnið hjá Afl- vaka hf. Það sýna verkefnayfirlit sem þeir sýndu mér, sem verður vænta- lega gerð betri skil hér í Fjarðarpóst- inum síðar. En hvað þarf til að geta lagt mál eða hugmyndir fyrir og getur hver sem er komið til þeirra, eða þurfa mál að fara í gegnum t.d. atvinnu- málanefnd Hafnarfjarðar? „Það er bæði hægt að koma beint til okkar og eins að fara með mál fyrst til t.d. atvinnumálanefndar," segir Ragnar og hann heldur áfram, „menn geta komið til okkar með hin- ar ýmsu hugmyndir og við förum með þær sem algert trúnaðarmál, en við setjum ýmis skilyrði t.d. að um nýmæli í reykvísku og/eða hafn- firsku atvinnulífi sé að ræða og það sé atvinnuskapandi. Einnig verður hugmyndin að vera gjaldeyrisskap- andi eða gjaldeyrissparandi og hún má ekki vera í óeðlilegri samkeppni við það sem fyrir er á markaðinum, svo nokkuð sé nefnt." Ragnar sýnir mér teikningu frá fínnsku systurfyrir- tæki, sem sýnir mjög vel hvemig mál eru unnin. Ragnar segir að hér sé þetta mjög svipað unnið og hjá þeim. Af 649 finnskum fyrirtækjum detta 76% strax út við frumskoðun, tæp 17% detta út við frekari skoðun, en aðeins rúmlega 7% komast alla leið þannig að fjárfest sé í þeim. Hjá Afl- vaka hafa milli 130 og 140 fyrirtæki sótt um og fjárfest hefur verið í um 20 þeirra. „Við rekum menn hins vegar ekki frá okkur þó að þeir kom- ist ekki í frekari skoðun,“ segir Ragnar, „við reynum að fara yfir málið með þeim, bendum þeim á þá möguleika sem þeir hafa, ef við telj- um að svo sé og segjum þeim hvert þeir geti leitað. Þannig að allir eiga að geta fengið einhver ráð hjá okkur þó að þeir standist ekki þau skilyrði hefði orðið feginn eftir á, þegar allt er komið í óefni, ef honum hefði ver- ið bent á eða sýnt fram á ýmsa ókosti við þá hugmynd sent hann var með í maganum, en hafði ekki skoðað allar hliðar málsins nógu vel. Það fer líka ekkert fram hjá þeim sem talar við starfsfólk Aflvaka hf. að þar er fólk sem vill leysa vandann, hvort sem málið fellur að skilyrðum félagsins eða ekki. Ekki er vafi á því að Hafnfirðing- ar geta haft mikil not af þessu ópóli- tíska félagi til að fá faglegt mat á hugmyndir að atvinnuskapandi verk- efnum og ef þær eru raunhæfar að mati ráðgjafa félagsins, þá aðstoð við að koma þeim af stað og að fjár- magna þær. Starfsfólk Aflvaka hf. fv. Hákon Gunnarsson, Margrét S.S. Kristjáns- dóttir, Páll Guðjónsson, Ragnar Kjartansson og Guðjón S. Sverrisson. I tilefni af heimsókn Fjarðarpóstsins heldur Margrét á Gaflaranum, en hann skipar veglegan sess í afgreiðslu Aflvaka. sem Aflvaki setur.“ Hákon sem er að vinna að ýmsum málum til að Aflvaki sé betur í stakk búinn til að takast á við hafnfirsk verkefhi, segir að miklar upplýsingar vanti um hafnfirskt atvinnulíf, t.d. um umfang hinna ýmsu starfsgreina. Hann sagðist vonast eftir góðri sam- vinnu við forsvarsmenn fyrirtækj- anna þegar hann leitar til þeirra um upplýsingar og menn geti treyst því, að með allar upplýsingar verði farið með sem trúnaðarmál. Eftir því sem gleggri upplýsingar liggja fyrir, þess betur eiga þeir með að meta umsókn- ir. Góðar upplýsingar gefi t.d. vís- bendingu um hvort um óeðlilega (ilfurinn Reykjavíkurvegi 60 Inngangur á móti bensínstöðinni JÓLAGLÖGG & PIPARKÖKUR UR KRANANUM: 2 fyrir 1 mán.- fim. sunnud. 21-23 BOLTINN: 2 m breiðtjald Opið öll kvöld FÖSTUD OG LAUGARD. TIL KL 03 VERIÐ VELKOMIN - AFSLÆTTIR FYRIR HÓPA SÍMI565 5067 GOÐUR STAÐUR TIL AÐ LATA LÍÐA ÚR SÉR I JÓLAÖNNINNI GULLSMIÐJAN LÆKJARGATA 34G • HAFNARFIRÐI • SÍMI 565 4453 KM'yuuwt A samkeppni geti orðið að ræða í þeim verkefnum sem verið er að kanna. Eins og áður segir þá eru tiltölu- lega fáar hugmyndir sem komast alla leið í gegnum þá skoðun sem gerð er hjá Aflvaka hf. Eflaust fmnst ýmsum að of miklar kröfur séu gerðar og ekki þýði að fara með mál til þeirra. En, ég hugsa að margur maðurinn HERRAR! Stórglæsilegt úrval af hönskum og veskjum fyrir dömuna þína. Góð gjöf Verslunin okkur Strandgata 31, simi 565 1588 Skíði, skór, bindingar, stafir, töskur, gleraugu, hanskar, sleðar, þotur og fl. Mikið úrval af þríhjólum og fjallahjólum og fl. og fl. ið&*í Bæjarhrauni 22 sími 565 2292 KOMMODUR, SKRIFBORÐ 0.FL GÆÐAVARA A ÓTRÚLEGU VERÐI 9.300.- 5 SKUFFUR 80x40x109 9.200.-.,4.900.- BOKAHIIIA ÓSx'Átxl/l SJÓNVARPSSKÁPAK M/SNÚNINGSDISK 67x42x53 8.900.- FATASKAPAK M/HIU.U 0G HENGI 101x52x190 15.400.-v ~ ije.1 slgi. K0MMÓÐA 4SK.OG3SK. 80x40X109 9.800.-,, □□□G3 HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFNARFIRÐI SÍMI5Ó5 4100

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.