Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 11
FJ ARÐARPÓSTURINN 11 Nýjung í Hafnarfirði Kaffibrennsla og Kaffi- kynning f Súfistanum Laugardaginn 16. desember n.k. milli kl. 14:00 og 16:00 mun Súfistinn gangast fyrir kaffi- og tekynningu í húsakynnum sínum að Strandgötu 9. Kl. 15:00 mun kaffibrennslumeistari og eigandi Súfistans sýna brennsluofn fvrir- tækisins og brenna hrákaffi fyrir viðstadda. Kaffibaunirnar sem brenndar verða að þessu sinni eru frá eyjunni Sulawesi, sem er vestur af Borneo og var áður nefnd Celebes. Á meðal kaffiunnenda þykja kaffi- baunir frá Sulawesi þær allra bestu er Indónesía hefur upp á að bjóða. Þess- ar baunir fluttu tveir miklir kaffiunn- endur og aðdáendur Súfistans heim með sér úr sumarleyfi sínu í Indónesíu í sepember s.l. Viðstödd- um verður boðið að smakka þetta göfuga kaffi auk tveggja annarra teg- unda: Hawaii Kona Extra Fancy, frá Hawaii og Yauco Selecto frá eyjunni Puerto Rico í Karabíska hafinu. Nýjung í starfsemi Súfistans er Einvígið um ísiandsmeistara- titilinn í skák í Hafnarfirði Einvígi þeirra Hannesar Hlífar Stefánssonar og Jóhanns Hjartar- sonar um Islandsmeistaratitilinn í skák verður í Hafnarfirði. Tafl- mennskan hefst í dag, 14. desem- ber, og teflt verður í íþrúttahúsinu við Strandgötu. Samhliða einvíg- inu verður hið alþjóðlega Guð- mundar Arasonar mót í skák á sama stað. Þeir Hannes og Jóhann munu tefla fjórar skákir en ef jafnt verður að þeim loknum verður framlengt. Á alþjóðlega mótinu mun ungum og efnilegum skákmönnum gefast kostur á að vinna sér alþjóðlegan tit- il. Fullskipað er á mótið en yngstu keppendumir eru 14 ára gamlir. Auk íslendinga munu skákmenn frá hin- um Norðuriöndunum, Englandi, Hollandi og Bandaríkjunum verða meðal þátttakenda. framleiðsla á bragðbættu kaffi og gefst gestum kostur á að bragða 4 tegundir; heslihnetu,- súkkulaði / hnetu,- Irish cream- og vanillu kaffi. Bragðbætt kaffi er mjög áhugavert sem kvöldkaffi og skemmtileg til- breyting um hátíðarnar. Sending af ávaxtate Súfistans er nýkomin frá Vínarborg og verður á boðstólum fyrir gesti, eftirlætis jóla- ávaxtablanda Vínarborgarbúa. Að lokum mun jóla- og hátíða- kaffiblanda Súfistans 1995 verða kynnt. Leitast var við að framleiða fyllta og bragðmikla kaffiblöndu sem hentar einkar vel með sætum kökum eftir þungan mat. Þessi blan- da verður aðeins seld út þennan mán- uð og heyra síðan fortíðinni til. Verið velkomin í Súfistann laugar- daginn 16. desember til að fræðast um kaffi og njóta þess besta. Fréttatilkynning. Tvær bækur frá Skjaldborg eftir hafnfirska höfunda Nýlega koniu út tvær bækur hjá Skjaldborg eftir þá Guð- rnund Arna Stefánsson og Jón Kr. Gunnarsson. Bók Guðmundar heitir „Hver vegur að heiman...“ og er um sex íslendinga, sem allir eiga það sam- eiginlegt að hafa flutst af landi brott og dvalið erlendis við störf og leik um langt árabil. Landsmenn vilja fá fréttir af „sínu“ fólki á er- lendri grund. Hvað er það að fást við? Hvemig gengur? Er gott að vera Islendingur í útlöndum? Hver er sýn þessara Islendinga til „gamla“ landsins eftir langa úti- veru? Viðmælendur eru: Ástþór Magn- ússon athafnamaður, Englandi. Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt, Þýskalandi, Gunnar Frið- þjófsson útvarpsstjóri, Noregi, Linda Finnbogadóttir hjúkrunar- fræðingur, Bandaríkjunum, Rann- veig Bragadóttir óperusöngvari, Austurríki, hjónin Þórður Sæ- mundsson flugvirki og Drífa Sigur- bjarnardóttir hótelstjóri, Luxem- borg. Bók Jóns Kr. heitir „Gegnum lífsins öldur“ og er viðtöl við sex valinkunna sjósóknara. Farsæl sjó- mennska byggist,á reynslu, þekk- ingu og áræði. I þessari bók er fræðst um líf sjómanna í ýmsum greinum sjómennskunnar. Viðmæl- endur eru valinkunnir sjómenn á ýmsum aldri og með margvíslega reynslu. Þeir sem segja frá eru: Guð- mundur Jónsson skipstjóri, Hafnar- firði, Gunnar Ingvason frá Hlíðs- nesi, hrognkelsaveiðimaður, Júlíus Sigurðsson skipstjóri, Hafnarfirði, Jósteinn Finnbogason smábátasjó- maður, Húsavík, Hákon Magnús- son skipstjóri, Reykjavík og Magn- ús Jónsson smábátasjómaður, Sauðárkróki. Náttfatnaður ádömurog börn Sængurverasett mikið úrval Jólagjafir hagstætt verð Verslun Bergþóru Nýborg Strandgötu 5 sími 555 0252 JOLALJOSIN í HAFNARFJARÐARKIRKJUGARÐI Ljósin veröa afgreidd frá og með laugardeginum 16. des. til og með laugardeginum 23. des. Lokað aðfangadag. Opið frá kl. 13-19 virka daga og frá kl. 10-19 laugardag og sunnudag. Ingibjörg Jónsdóttir, sími 555 4004 +J Víðistaðakirkja Sunnudagur 17. desember Þriðji sunnudagur í aðventu Aðventustund fyrir alla fjölskylduna verður haldin kl. 10:30 árdegis. Unglingar og fullorðnir flytja helgileik. Lúsía kemur í helmsókn með þernum sínum. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson Fríkirkjan Sunnudagur 17. desember Þriðji sunnudagur í aðventu Aðventuhátíð barnanna kl. 11.00 Jólasöngvar fjölskyldunnar Barnakór kirkjunnar og börn úr 8-12 ára starfi sýna helgileik Séra Einar Eyjólfsson Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagurinn 17. desember Jólavaka við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju Hin árlega Jólavaka við kertaljós verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju 3 sunnudag í aðventu kl. 20:30. Jólavakan er Hafnfirðingum svo og öðrum sem hana sækja augljós vottur um nánd og komu helgra jóla. Líkt og jafnan verður mjög til hennar vandað. Barna og unglingakór kirkjunnar sýnir söng og hel- gileik um atburði jóla, Elín Ósk Óskarsdóttir sópran syngur einsöng ásamt Kór kirkjunnar sem flytur aðventu og jólatónlist og Gunnar Gunnarsson leikur á flautu. Stjórnendur verða þau Ólafur W. Finnsson organisti og Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri. Ræðumaður kvöldsins verður Steingrímur Hermannsson, seðlabankastjóri. Við lok vökunnar verður kveikt á kertum þeim sem viðstaddir hafa fengið í hendur. Gengur þá loginn frá helgu altari til hvers og eins sem tákn um það að sú friðar og Ijóssins hátíð sem framundan er vill öllum lýsa, skapa samkennd og vinaþel. Megi nú sem fyrr fjölmargir eiga góða og uppbyggilega stund á jólavöku við kertaijós í Hafnarfjarðarkirkju. Séra Gunnþór Ingason, sóknarprestur.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.