Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN íþróttir og heilsa Allir afreks- menn FH f frjálsum íþróttum heiðraðir Á sunnudagskvuld var haldin uppskeruliátíð Frjálsíþrótta- deildar FH, og voru þar allir af- reksmenn deildarinnar á árinu heiðraðir. Alls settu 18 frjálsí- þróttamenn úr FH Islandsmet 1995, og voru metin hvorki fleiri né færri en 33. Á hátíðinni voru afreksmaður og afrekskona FH valin, en það voru þau Einar Kristjánsson og Helga Halldórs: dóttir sem voru hlutskörpust. I flokki 13-16 ára vorujjau Sveinn Þórarinsson og Silja Ulfarsdóttir í efstu sætum og í f'lokki 12 ára og yngri voru Kristinn Torfason og Margrét Ragnarsdóttir kosin frjálsíþróttamenn ársins. Af- reksfólkið var heiðrað með verð- launaskjöldum sem Fasteigna- salan Ás og Eimskip í Hafnar- firði gáfu. Einar Kristjánsson er afreks- niaður Frjálsíþróttadeildar FH 1995, fyrir að stökkva 2,15 m í há- stökki. Einar hefur verið ósigrað- ur í hástökki á Islandi á þessu ári. Hann varð annar í Olympíuleikjum smáþjóða í Luxentborg, en þar stökk Einar sömu hæð og sigur- vegarinn, 2,15 m, en í fleiri til- raunum. Þá keppti hann í Evrópu- Margrét Ragnarsdóttir og Kristin Torfason voru kosin frjálsíþróttamenn ársins 1995,12 ára og yngri. umsjón Björn Pétursson 1rj: Þau settu öll Islandsmet á árinu. bikarkeppni landsliða í Tallin og átti þar mjög góðar tilraunir við ís- landsmetið sem hann á sjálfur. Einar sigraði á Meistaramótinu innan- og utanhúss og var íslands- meistari félagsliða með FH. Þá varð Einar bikarmeistari í hástökki og átti mjög góðar tilraunir við ís- landsmet á því móti. Einar var í sigurliði FH í karlaflokki í Bikar- keppni FRI en FH sigraði þá kepp- ni 8. árið í röð. Einnig var hann í Bikarliði FH sem sigraði Bikar- keppninni. Helga Halldórsdóttir er afreks- kona Frjálsíþróttadeildar FH 1995. Hlýtur hún þá sæmd fyrir 100 m grindahlaup á tímanum 14,18 sek. Helga varð önnur í 400 m hlaupi, þriðja í 100 m grindahlaupi og í sigursveit Islands í 4x100 m boð- hlaupi á Olympíuleikum Smáþjóða í Luxemborg. I Evrópukeppni landsliða var Helga í sigursveit ís- lands í 4x400 m boðhlaupi sem bætti 13 ára gamalt Islandsmet. Hún var íslandsmeistari í 50 t grindahlaupi innanhúss og í 100 i grindahlaupi og 400 m hlaupi ui anhúss, auk þess sem hún var í; landsmeistari félagsliða með FF I Bikarkeppninni var Helga mjö drjúg fyrir FH og keppti í se greinum og varð þar í 2.-4. sæt Kvennaliðið hefur aldrei staðið si jafn vel í keppninni og varð í öðr sæti nokkrum stigurn á eftir Ái manni. Þá var Helga í bikarlií FH sern vann Bikarkeppni FRÍ. I unglingaflokki 13-16 ára vort eins og áður segir, þau Sveinn Þót arinsson og Silja Úlfarsdóttir efstu sætum. Sveinn Hlaut 1.14 stig fyrir að hlaupa 100 metr grindahlaup á tímanum 13,8 sel úndur. Silja Hlaut 1.082,5 sti fyrir að hlaupa 200 metra á tímar um 26,09 sekúndur. Helga Halldórsdóttir er afreks kona FH 1995 Sveinn Þórarinsson og Silja Úlfarsdóttir eru afreksmenn FH 13-16 ára Kvlfingar. Kylfingar, Kvlfingaiv B.S. GOLFVERSLUN í GOLFSKÁLA KEILIS S. 56S 0714 Hjá okkur færðu úrvalið af jólagjöfum kylfingsins. Mikið úrval af vörum frá ýmsum framleiðendum. Opnunartími í desember er þannig: VIRKA DAGA FRÁ 15 TIL 18 OG UM HELGAR FRÁ 13 TIL 16

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.