Fjarðarpósturinn - 06.06.2002, Side 6
6 www.fjardarposturinn.is
Fimmtudagur 6. júní 2002
Minnkandi skipa- og
bátaeign Hafnfirðinga
kvótaeignin minnkar að sama skapi
Það er af sem áður var í út-
gerðarmálum Hafnarfjarðar.
Skipastóllinn er í lágmarki og út-
gerð og fiskvinnsla líka.
I töflunni hér að neðan má sjá
nöfn skipa og báta sem bera ein-
kennisstafi Hafnarfjarðar HF.
Sum útgerðarfyrirtækin eru ekki
staðsett í bænum og sumir bát-
anna eru kvótalausir skv. heim-
ildum blaðsins.
Sjóli er í þjónustuflutningum
við Máritaníu en Sjólaskip hf. er
þar með 4 skip í uppsjávar-
fiskveiðum og að sögn forsvars-
manna útgerðarinnar ganga
veiðar þar vel.
Nafn Ár Brl. Lengd Útgerð
Skip og bátar: Rán HF 42 1990 598 45,84 Stálskip ehf.
Ýmir HF 343 1988 541 50,35 Stálskip ehf.
Ársæll Sigurðsson HF 80 2001 95 19,00 Viðar Sæmundsson
Máni HF 149 1990 28 17,16 Útvík ehf.
Gullfari HF 290 1990 11 11,86 Dagur Brynjólfsson
íslandsbersi HF 13 1990 11 12,78 Bersi ehf.
Hafsvala HF 107 1988 10 10,98 Haraldur Þorgeirsson
Kvótalausir eða ekki hafnfirskar útgerðir: Eldborg HF 67 1974 913 65,76 Básafell hf. (Reykjavík)
Sjóli HF 1 1974 875 62,30 Sjólaskip hf. (við Marokkó)
Haftindur HF 123 1946 57 20,95 Karel Ingvar Karelsson (kvótalaus)
Reginn HF 228 1961 21 13,97 Manus ehf. (Garðabæ)
Hrefna HF 90 1987 18 13,00 Hafdal ehf. (kvótalaus)
Bogga HF 272 1998 10 9,89 Trefjar hf. (kvótalaus)
Bylgja HF 150 1987 10 11,90 Skarðseyri ehf. (kvótalaus)
Trillur:
Auður HF 8 1972 8 10,19 Eiríkur Ragar Eiríksson (Reykjavík)
Fiskarr HF 98 2001 8 9,39 Ellen Stefanía Björnsdóttir
Örvar HF 155 1988 8 10,95 Erling Ómar Guðmundsson
(Garðabæ) Ösp HF210 2000 7 7,98 Mardís ehf.
Sigmundur HF 369 1988 6 8,91 Einar Kristjánsson
Teista HF 172 1998 6 7,99 Ingvar Árnason
Iðunn HF 28 1987 5 9,45 Steindór I. Andersen
Margrét HF 64 1998 5 8,58 Heinaberg ehf. (Höfn)
Mundi á Bakka HF 62 1982 5 7,59 Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs
Ólafur HF 251 1990 5 9,68 Ólafur hf. útgerð (Reykjavík)
í Ferðaþjónustu:
Elding HF 1967 125 24,40 Grétar Sveinsson.
Húni II HF 1963 117 24,90 Húnaströnd ehf.
Hafnsögubátar:
Hamar HF 2001 58 15,80 Hafnarfjarðarhöfn
Þrottur HF 1963 21 13,50 Hafnarfjarðarhöfn
Hann gerist vart meiri stœrðarmunurinn á þessum farkostum. Sá minni er smíðaður í Hafitarfirði og sá
stœrri er gríðarstór verksmiðjutogari sem sögur herma að útgerð hér i bœ hafi áhuga á að kaupa.
Ávarp á
sjómannadaginn
Valgerður Sigurðardóttir
Hafnarfjörður er í
hátíðabúningi, bátar og
skip í höfh, þar er sjó-
mannadagurinn.
Hafnarfjarðarhöfn,
sjósókn og siglingar
eru stór þáttur í bæjar-
lífi okkar því er nauð-
synlegt að samspil
hafnarinnar við sjófarendur sé
eins og best verður á kosið.
Vegna öflugrar sjósóknar hafa
risið hér í bæ báta- og
skipasmíðastöðvar, vélsmiðjur,
fiskmarkaður og önnur þjónustu-
fyrirtæki til þjónustu við
sjávarútveginn.
Á sfðustu áratugum, höfum
við Hafnfirðingar sem og aðrir
staðið frammi fyrir miklum
breytingum í sjávarútvegi, út-
gerðarháttum og landvinnslu.
Samhliða þeim breytingum
höfum við horft fram á veginn
og leitað nýrra leiða.
Ég vék að því í ræðu á sjó-
mannadaginn fyrir ári, hversu
Hafnarfjarðarhöfn er í mikilli
uppbyggingu, unnið hefur verið
að mjög áhugaverðum verk-
efnum til að tryggja alla aðstöðu
hér á sem bestan og farsælastan
hátt. Vil ég nefna samningsdrög
sem liggja fyrir um enn frekari
þróun á uppbyggingu Eimskipa-
félagsins hér í höfninni, Icedan
og Hampiðjan hafa hug á frekari
þróun sinna fyrirtækja utan
Suðurgarðs og unnið er að því að
koma þar fyrir nýrri olíu-
birgðastöð. Þá er verið að vinna
skipulagsbreytingar til þess að
Sölusamband íslenskra fiskfram-
leiðenda, Fiskmarkaðurinn o.fl.
fyrirtæki hér s.s. skipaiðnaðurinn
og önnur þjónustufyrirtæki geti
þjónað sjávarútveginum á sem
fjölbreyttastan hátt.
Samþykkt hefur verið stefnu-
mótun fyrir Hafnarfjarðarhöfn,
rammafjárhagsáætlun til næstu
fimma ára og er það í fyrsta
skipti sem slík þróunaráætlun er
lögð fram í 93 ára sögu hafhar-
formaður hafnarstjórnar:
innar. Ég vil nota
tækifærið hér og
þakka forsvarsmönn-
um og starfsmönnum
þeirra fyrirtækja sem
búa hafnarsvæðið fyr-
ir mjög gott og
þýðingarmikið sam-
starf við hafnarstjóm
og starfsfólk Hafnarfjarðarhafn-
ar.
Aðstaða til smábátaútgerðar er
hér með því besta sem þekkist,
öryggishlið hafa verið sett á
flotbryggjur og rafmagn lagt í
þær, þá hefur setflái verið lengd-
ur til að koma á móts við þær
kröfur sem gerðar eru um setfláa.
Hafnarfjarðarhöfn hefur lagt
ríka áherslu á öryggismál sjófar-
enda og þeirra sem um höfnina
fara, má þar nefna lýsingu á
bryggjustigum. Það verður seint
fullþakkað öllu því fólki sem
komið hefur að og unnið að
auknu öryggi sjómönnum og
fjölskyldum þeirra til handa á
liðnum áratugum.
Ágætu sjómenn, sjómanns-
konur og fjölskyldur, það hafa
því miður á liðnum tímum marg-
ar hafnfirskar fjölskyldur þurft
að horfa á eftir ástvinum sínum,
sem látist hafa við störf á hafi úti.
Þeirra er minnst í dag með virð-
ingu og þökk.
Það er mikils virði að halda
sjómannadaginn hátíðlegan, því
á hraða tímans megum við aldrei
gleyma því hvað stendur að baki
lífi okkar og starfi í dag. Því þrátt
fyrir þjóðfélagsbreytingar er það
sjósóknin sem er grundvöllur
efnahagslegs sjálfstæðis okkar
íslendinga.
Ég vil að lokum þakka gott og
árangursríkt samstarf á liðnum
árum við Sjómannafélag Hafnar-
fjarðar, Skipstjóra- og stýri-
mannafélagið Kára, Smábáta-
félagið og Hraunprýðiskonur.
Sjómenn og fjölskyldur, Hafn-
firðingar allir, innilega til ham-
ingju með daginn.
Mannafli
Aflabrögð Ársæls Sigurðsson- fólks vildi komast í siglingu og
ar voru ekki af verri kantinum á komst enda bara famar fleiri
Sjómannadaginn. Veiðin var ut- ferðir. Kunnu bæjarbúar greini-
an kvóta og gaf gleðina eina í lega vel að meta þetta tilboð
aðra hönd. Gífurlegur fjöldi útgerðanna og hafnarstjómar.