Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Side 4

Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. maí 2003 Vatnslausa land Börn á Hlíðarenda fengu verðlaun Tíu böm á aldrinum 4-5 ára tóku þátt í alþjóðlegri teikni- sögusamkeppni undir kjörorðinu „Teiknaðu fiiðinn fyrir mig“ á síðasta ári. Framlag þeirra var sagan „Vatnslausa land“ sem fjallar um samkennd og að deila með öðmm. Bömin fengu svo þær ánægjulegu fréttir að þau hefðu fengið þriðju verðlaun í sínum aldursflokki og var bömunum afhent viðurkenningarskjöl við athöfn sl. föstudag en leikskólinn fékk einnig bókagjöf frá UNESCO, Menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Bömin sem tóku þátt í verk- efninu em: Berþóra Þorvalds- dóttir, Birgitta Ósk Gústavs- dóttir, Eva Katrín Sigurjóns- dóttir, Hjördís Inga Atladóttir, Ólafur Ketill Kjartansson, Ró- bert Andri Grímsson, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Stefán Ottó Kristinsson, Ylfa Hrönn As- bjömsdóttir og Viktoría Sól Magnúsdóttir. Leiðbeinendur þeirra vom Jelena Nesterova, leikskólakennari, Katrín Jónas- dóttir, leiðbeinandi og Mayte M. Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi. Glæsileg hönnunarsýning þess virði að kíkja við í Iðnskólanum í húsakynnum Iðnskólanum í Hafnarfirði stendur nú yfir nemendasýning þar sem getur að líta ýmsa gripi sem nemendur í hönnunardeild skólans hafa gert. I anddyri skólans em líkön af mörgum sögufrægum bygging- um sem nemendur hafa gert úr mismunandi efni. A efstu hæð fýlla sýningargripir fjórar stofur og greinilegt að ímyndunaraflið hefur fengið að njóta sín. Þar má sjá skartgripi, lampa, húsgögn, mataráhöld og aðra hluti. Athygli vöktu t.d. eggjabikarar úr akrýl- plasti, „ígulker" sem var í senn stóll og lampi og glæsilegir skartgripir. Sara Valný Sigurjónsdóttir fe'kk viðurkenningu fyrir skartgripi úr nýsilfri sem hún hannaði og smiðaði Við setningu sýningarinnar vom veitt verðlaun fyrir hönnun og fengu þau, Sara Valný Siguijónsdóttir, Magðalena Ósk Einarsdóttir og Kristjana Ósk Sigurðardóttir. Helga I. Sigurbjamadóttir, María Hafsteinsdóttir, og Magðalena Ósk Einarsdóttir fengu viðurkenningar fyrir hönn- un. Einnig fékk Dagný Tómas- dóttir verðlaun fyirr hönnun á auglýsingu sýningarinnar og Halla Guðný Erlendsdóttir fékk verðlaun fyrir merkið sem hún hannaði fyrir bjarta daga. Úr anddyri skólans BARNABORGARI m/frönskum 00 kók SAMLOKA m/frönskum og kók KJUKLINGANAGGAR m/frönskum og kók OPIÐTIL 23:30 ALLA DAGA

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.