Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Síða 7
Fimmtudagur 22. maí 2003
www.fjardarposturinn.is 7
Sumarbúðir KFUM og KFUK
Kaldársel er á fallegum stað skammt fyrir ofan Hafnarfjörð í nágrenni Helgafells. Þar rennur Kaldá sem gefur staðnum
skemmtilegan svip og tækifæri til að vaða í á hlýjum dögum. Hraunið í kring býður upp á fjölbreytt leiksvæði þar sem virki
eru reist, móberg slípað og farið í búleiki. Umhverfis er stórfengleg náttúra, vinin Valaból, móbergsfjallið Helgafell, eldstöðin
Búrfell, sprennandi hellar og gróin leiksvæði með möguleikum til margra leikja. Heima við er kjörið að þeysast í aparólunni
og klifra í klifurgrindinni. Einnig eru stundaðar ýmsar íþróttir eins og fótbolti, frjálsar, brennibolti, borðtennis, körfubolti,
krikket, skotbolti og að ganga á stultum. Þá er góður íþróttasalur til að leika og keppa í þegar illa viðrar úti. Hver dagur
hefur fast skipulag sem býður þó upp á margvísleg viðfangsefni, allt eftir áhuga hvers og eins. Daglega er veitt fræðsla
um kristna trú og Bilblíuna, kenndar bænir og vers og sungnir fjörugir söngvar.
Flokkur Kyn Tímabll Dagar Aldur Fæð.ár Verð
1. flokkur Drengir 9.-13. júní 4 6-9 ára 1997-1994 13.100,-
2. flokkur Drengir 13. -18. júní 5 6-9 ára 1997-1994 16.400,-
3. flokkur ^ Drengir 18. -23. júní 5 7-10 ára 1996-1993 16.400,-
4. flokkur Stúlkur 23. - 27. júní 4 7-11 ára 1996-1992 13.100,-
5. flokkur l‘þl'4^ Stúlkur 27. júní - 2. júlí 5 7-11 ára 1996-1992 16.400,-
6. flokkur Drengir 2. - 7. júlí 5 7-10 ára 1996-1993 16.400,-
7. flokkur |1þj*^-^ Stúlkur 7.-14. júlí 7 7-11 ára 1996-1992 22.900,-
8. fl. Ævintýraflokkur Dr. og st. 21.-25. júlf 4 10-12 ára 1993-1991 13.100,-
9. flokkur Drengir 25. - 31. júlf 6 7-10 ára 1996-1993 19.600,-
10. flokkur Stúlkur 7.-13. ág 6 6-10 ára 1997-1993 19.600,-
11. flokkur Stúlkur 13. -19. ág 6 6-10 ára 1997-1993 19.600,-
Rútugjald er innifalið í verði. — í hvern flokk komast 38 börn.
Opið hús verður í Kaldárseli fyrir foreldra og velunnara
sunnudaginn 25. maí kl. 14-17.
Skráning er hafin á skrifstofu KFUM og KFUK s. 588 8899
www.kfum.is
íbúðahverfi og lokið var gerð
íþróttasvæðis á bakka tjamar-
innar. Ymsir höfðu áhyggjur af
þessum breytingum. Því voru
settar ákveðnar reglur um
umgang um friðlandið. Gerður
var göngustígur umhverfis
tjömina og var ætlunin sú að
beina umferðinni um svæðið
þannig að fuglalífið bæri ekki
skaða af.
Það er vel þekkt að villtir
fuglar geta vel þrifist í nábýli við
manninn, ef þess er gætt að ekki
sé gengið um varpland þeirra og
hundum ekki sleppt lausum. Góð
dæmi um þetta er t.d. Bakkatjöm
á Seltjamamesi, Tjörnin í
Reykjavík, Bessastaðatjörn á
Alftanesi og Hamarskotslækur.
Bann ekki virt
A öllum þessum stöðum er
ríkulegt fuglalíf en hundum
aldrei sleppt lausum. A þessu
hefur orðið mikill misbrestur við
Astjöm. Þar er bannað að vera
með hunda en fólk hikar ekki við
að koma með þá inn á svæðið,
sumir hafa þá lausa, og sleppa
jafnvel labradorhundunum sín-
um til sunds á tjöminni. Einnig
er mikilvægt að allir kettir á
svæðinu séu með bjöllu á háls-
ölinni og ekki ætti að láta þá vera
lausa í nágrenni við fuglavarpið
á vorin. Svipað vandamál og við
Astjöm er einnig við Vífilstaða-
vatn og Urriðakotsvatn vegna
kæruleysis hundaeigenda.
Aðeins eitt flórgoðapar
A Astjöm em fuglamir að
hverfa. Alftin er farin, öndum og
gæsum hefur fækkað, kríuvarpið
horfið og jaðrakanamir famir. I
fyrravor var aðeins eitt flór-
goðapar á tjöminni og hettu-
máfsvarpið taldi aðeins 3 pör.
Astæðan fyrir hmni fugla-
lífsins á Astjöm er lausaganga
hunda og að sumt fólk virðir
ekki reglumar, um að ganga ekki
utan göngustígana á varptíma.
Það er staðreynd að ef að hundi
er sleppt lausum í varplandi á
vorin þá er voðinn vís og ef það
gerist ítrekað, þá hverfa fuglamir
á braut. Við þurfúm að endur-
skoða umgengni okkar við
Ástjöm, sérstaklega frá miðjum
apríl og fram til loka júlí.
Það er von mín að fólk átti sig
á mikilvægi þess að hlíta um-
gengnisreglum um friðlandið
Ástjöm. Ef reglur em virtar ættu
fuglamir að snúa aftur. Hettu-
máfamir byija að verpa á ný og
flórgoðamir í kjölfarið. Ástjöm
mun þá aftur standa undir nafni
sem fuglaparadís Hafhafjarðar.
Einar Ó. Þorleifsson
náttúrufræðingur:
Ástjöm hefur lengi verið þekkt
fyrir rficulegt fuglalíf. Vegna
fuglalífsins var tjömin friðlýst
árið 1978. Tjömin er í skjólgóðri
kvos surtnan Ásfjalls og varð til
þegar að hraun stíflaði dal-
kvosina. Við Ástjöm er fjöl-
breyttur gróður í móum, hraun-
gjótum og hallamýri.
f tjöminni sjálfri er mikill g
vatnagróður og falleg breiða af j
tjamarstör.
Helstu fuglar sem hafa orpið °
við tjömina em stokkendur, urt- |
endur, rauðhöfðaendur, skúfend-
ur og toppendur. Grágæsir og
álftarhjón hafa einnig orpið þar. I
móunum og mýrinni em lóur,
hrossagaukar, lóuþrælar og jað-
rakanar. Þúfutittlingar og
skógarþrestir em einnig algengir.
í grýttum hlíðum em svo
steindeplar. Kríuvarp hefur lengi
verið þar, fáeinir tugir fugla og í
tjamarstararbreiðunni hefur
verið stórt varp hettumáfa, oft á
bilinu 100-200 pör.
Flórgoðinn
I skjóli hettumáfsvarpsins
hefur hinn fallegi flórgoði þrifist
vel og hámark þeirra á vorin
vanalega verið 12-16 fuglar en
4-5 pör orpið. Flórgoðanum
fækkaði mikið víða um land
vegna framræslu tjarna og
tilkomu minks í íslenskt vist-
kerfi, en einnig vegna þess að
flórgoðar dmkkna ofit í silunga-
netum sem em lögð of nálægt
landi, t.d. á Mývatni. Talið er að
þessi fækkun hafi numið allt að
80% af stofninum. Flórgoðamir
á Ástjöm sluppu hinsvegar við
þessar hremmingar og döfnuðu
þar vel. Ástæða þess að flór-
goðamir þoldu tilkomu minksins
á Ástjöm var sambýlið við
hettumáfinn sem varði varpið vel
fyrir minkum og stærri máfum
sem ræna ungum.
Þrengt að svæðinu
Fyrir fjómm ámm var ákveðið
að þrengja að tjöminni með nýju
Síðasta mánudag 19. maíhófst
með formlegum hætti lands-
söfnun Regnbogabama sem
hlotið hefur heitið „Draumur að
vemleika".
Markmið draumsins er þrí-
þætt. I fyrsta lagi að þjónustu-
mið Regnbogabama sem þjóni
öllu landinu verði að veruleika í
húsi stofnunarinnar að Mjósundi
10 í Hafnarfirði, í öðru lagi að
hægt verði að ráða sérfræðinga
til að byggja upp og móta þá
þjónustu sem helst ríður á að
hafa til taks fyrir þá sém á þurfa
að halda og í þriðja lagi að hægt
verði að koma á laggimar
víðtækri þjónustu fyrir einstakl-
inga og hópa á landinu öllu, með
því að bjóða upp á t.d. námskeið,
fyrirlestra, fræðslufundi, að-
gengilega og gagnvirka vefsíðu,
bóka- og gagnasafn í þjónustu-
miðstöðinni, hópastarf og lið-
veislu, ýmis sérverkefni og út-
gáfu fræðsluefnis.
Söfhunin mun standa yfir í 3
vikur og ná hámarki um hvíta-
sunnuhelgina þegar félagar í
körfuknattleiksdeild Þórs mun
dripla bolta hringinn í kringum
langið til stuðning við söfnunina.
Hring verður í fyrirtæki á land-
inu og þeim boðið að heita á
þessa einstæðu ferð körfu-
knattleiksfólksins. Á nokkmm
völdum stöðum á landinu verða
haldnar veglegar körfubolta-
hátíðir á vegum KKI.
Regnboyabörn
hefja sofnun
Freyja fmmkvœmdastjóri, Stefdn Karlformaður og Péturfró KKl.
Hrun fuglalífsins
við Astjörn
— Vegna óleyfilegrar lausagöngu hunda