Reykjavík Grapevine - 02.07.2008, Page 54

Reykjavík Grapevine - 02.07.2008, Page 54
ÁLVER Á BAKKA? Ómar Ragnarsson er einn þeirra sem hefur barist hvað mest fyrir náttúru landsins. Til stendur að reisa Álver Alcoa á Bakka við Húsavík. Og til þess þarf að fórna háhitasvæðunum í kring. Það er Ómari því mikið kappsmál að vernda til dæmis Leirhnjúka og Gjástykki. “Búið er að ákveða örlög Þeistareykja, þau eru farin. Það er búið að bora þau sundur og saman. Það er bara hlægilegt hvernig er farið að, öll loforð eru svikin og það er borað í öll fallegustu svæðin. Það er farið inn á svæðið og valdið sem mestum usla svo það þurfi ekki að ræða það frekar, og hægt sé að halda áfram. Þegar búið er að bora í sundur svæðið þá er bara formsatriði að byggja virkjunina. Það sama á að gera við Gjástykki og Leirhnjúk, þar er búið að veita rannsóknarleyfi sem var gert tveimur dögum fyrir kosningar. Þessi svæði eru undur veraldar og náttúrufegurðin gífurleg. Fyrir mér er þetta eins og að fara inn á Þingvelli og bora. Það liggur því mest við að koma í veg fyrir það og það er ennþá hægt að bjarga Gjástykki og Leirhnjúk. Það er eins og fólk vilji ekki hlusta, það vill ekki vita hvað er verið að fórna miklu. Ég hef talað bæði við Umhverfisráðuneytið og Iðnaðarráðuneytið en það hefur engan árangur borið. Verðmætamatið hjá Íslendingum er svo skrítið. Þegar Íslendingar koma á svæðið fara þeir að skoða leiðslur og virkjanir en þegar útlendingar koma á svæðið þá fara þeir beint í að skoða náttúruna.” Le ir h n jú ku r. B ú ið e r að v ei ta r an n só kn ar le yf i á L ei rh n jú k. Lj ó sm yn d S ig u rg ei r Si g u rj ó n ss o n . B ja rn ar fl ag í M ýv at n ss ve it . B ja rn ar fl ag e r m ik ið f er ð am an n as væ ð i e n e r lík a í h æ tt u , þ et ta s væ ð i v er ð u r ey ð ila g t ef á lv er á B ak ka v er ð u r að v er u le ik a. Lj ó sm yn d R A X Þe is ta re yk ir . N ú þ eg ar e r b ú ið a ð b o ra í fa lle g u st u s væ ð in á Þ ei st ar ey kj u m . Lj ó sm yn d C h ri s Lu n d . FOR TRANSLATION ASK A LOCAL

x

Reykjavík Grapevine

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík Grapevine
https://timarit.is/publication/943

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.