Reykjavík Grapevine - 02.07.2008, Side 56

Reykjavík Grapevine - 02.07.2008, Side 56
Úr skýrslu Framtíðarlandsins. „Þegar atvinnu- ástand versnar má búast við auknum þrýstingi á stjórn- völd að slaka á kröfum til umhverfisverndar og arðsemi svo að auðvelda megi orkunýtingu til uppbyggingar stóriðju, einkum áliðnaðar. Stjórnvöld, ekki síst sveitar- stjórnarmenn, horfa á framkvæmdir framkvæmdanna vegna en varanleg fjölgun starfa er einnig mikilvæg forsenda fyrir áhuga þeirra á stóriðju. Meginreglan ætti að vera að arðsemi ráði vali á fjárfestingarkost- um. Fjölgun starfa er ekki góður mælikvarði á ágæti fjárfestingar. Í fyrsta lagi eru störf hluti af kostnaði frá sjónarhóli atvinnurekanda. Þeirra markmið er að auka framleiðni sem mest og fækka störfum ef mögulegt er. Í álverksmiðjum gildir þetta einnig og víst að reynt verður að auka framleiðni í framtíðinni. Hefðu menn verið jafn áfjáðir í að fórna landinu fyrir Kárahnjúka- virkjun ef álverið á Reyðarfirði kæmist af með fáeina tugi starfsmanna? Í öðru lagi er mikil fjárfesting á bak við hvert starf í álverksmiðjum og samsvarandi orku- framkvæmdum. Ef markmiðið er aðeins að útvega sæmilega launuð störf er hægt að ná því markmiði fyrir brot af þeirri fjárfestingu sem fer í orkuframkvæmdir til stóriðju. Þótt álver séu umfangsmikill atvinnurekandi og greiði tiltölulega góð laun hefur reynslan m.a. frá Bandaríkjunum sýnt að stafsemi þeirra hefur aðeins spornað gegn óhagstæðri byggðaþróun í strjálbýli þar sem slík álver eru rekin, en hún hefur ekki megnað að snúa þróuninni við. Loks er rétt að hafa í huga að ný tækni- eða verkþekking kemur varla inn í landið með fleiri álverum þar sem framleiðsla á áli er stöðluð og tæknin fáanleg um allan heim. Bygging Kárahnjúkavirkjunar kostaði með flutnings- virkjum um 145 milljarða króna sem samsvarar ríflega 350 milljónum á hvert af 400 störfum. Ekki er ástæða til að reikna með meiri margföldunaráhrifum af þessari starfsemi heldur en annarri úflutningsstarfsemi. Ef litið er til vaxtar vinnumarkaðar hér á landi undanfarin ár kemur í ljós að starfandi fólki hefur fjölgað um 40.000 frá 1991-2007. Fjármuna-myndun í atvinnuvegum hefur verið sveiflukennd en að meðaltali kringum 10% af vergri landsframleiðslu (VLF) á þessu tímabili. Hins vegar voru þáttatekjur í álframleiðslu árið 2006 18,5 milljarðar af um 670 milljarða heildarþáttatekjum í landinu. Þar af voru 10 milljarðar rekstrarafgangur sem fer í vasa erlendra eigenda. Árið 2006 voru vergar þáttatekjur rafveitna tæpir 30 milljarðar króna, en árið 2004, síðasta árið sem gögn eru um, var um fjórðungur tekna rafveitna frá stóriðju. Það hlutfall hefur líklega aukist með hækkandi álverði. Af þáttatekjum af rafveitum eru tæpir 9 milljarðar laun og tengd gjöld, en mikill hluti rekstrarafgangs fer í vexti af erlendum lánum. Álfram- leiðsla hefur 2-3 faldast síðan 2006. Norðurál hefur stækkað og hafin er álframleiðsla á Austurlandi og enn eru uppi ráðagerðir um ný álver. Vissulega munar um þessa framleiðslu, en ljóst er þó að áliðnaður hefur ekki úrslitaáhrif á þróun vinnumarkaðs eða byggðar, nema þá á afmörkuðum svæðum. Framkvæmdir við álver og virkjanir kalla hins vegar á mikið vinnuafl. Starfsmenn hafa margir verið erlendir undanfarin ár eins og kunnugt er og það hefur létt nokkrum þrýstingi af vinnumarkaðinum. Engu að síður hafa stóriðjufram- kvæmdir aukið væntingar um betri tíð og m.a. þannig stuðlað að verðbólgu og háum vöxtum hér á landi. Nýjar framkvæmdir munu ekki draga úr þeim vanda. Hér hefur ekki verið talinn fórnarkostnaður vegna náttúruspjalla eða slæmrar landnýtingar. Dæmi um slíkt eru neikvæð áhrif á ferðamannaiðnað þar sem ljóst er að erlendir ferðamenn koma ekki hingað til að skoða álverksmiðjur eða háspennulínur heldur til að njóta ópilltrar náttúru og víðernis. Vafalaust munu einhverjir varpa fram þeirri hefðbundnu spurningu hvað annað eigi að gera til að efla atvinnulíf en að byggja álverksmiðjur. Þegar litið er á niðurstöðuna hér er svarið önnur spurning: Hvað er ekki hægt að gera með umhverfisvænum hætti fyrir þá miklu fjármuni sem varið hefur verið og verja á til orkuframkvæmda fyrir stóriðju? Fjárfesting í einstökum fyrirtækjum er verksvið einkageirans, en hið opinbera getur bætt mannauð landsins með auknum tækifærum til sérmenntunar svo þörfum atvinnulífsins á því sviði verði betur mætt. Niðurstaðan er að fjárfesting í orkuframkvæmdum fyrir stóriðju með núverandi ríkisaðstoð er langt frá því að vera hagkvæm leið til uppbyggingar atvinnulífs hér á landi.„ FRAMTÍÐARLANDIÐ NATTURA.INFO Nattura.info is a new website about Icelandic environmental hotspots. Nattura.info is a grassroots initiative to inform the public of what we have, what we can lose and how we can grow into greener directions. The possibilities are endless in all directions of business. The proposed aluminium smelters will use large slices of our landscape in an unsustain- able way. Each smelter is using more electricity than the total need of the entire nation and its industries. We believe that we can do bigger things slower and better. But what is needed is more public awareness and a democratic enlightened view of the future. Framtíðarlandið hefur staðið fyrir fundum og fengið sérfræðinga til að meta efnahagsleg og umhverfisleg áhrif stórframkvæmda; verkfræðing a,hagfræðinga, viðskiptafræðinga og líffræðinga.Skýrslurnar eru aðgengilegar á vefnum framtidar- landid.is Á dögunum kom út skýrsla þar sem stuðningur íslenska ríkisins við stóriðju var metinn á 30 milljarða árlega. Hér eru brot úr skýrslunni. H el lis h ei ð i. Lj ó sm yn d C h ri s Lu n d . Lj ó sm yn d N A SA . FOR TRANSLATION ASK A LOCAL REYKJAVIK GRAPVINE SPECIAL NATURE SUPPLEMENT ÚTGEFANDI NÁTTÚRA RITSTJÓRN HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR, ANDRI SNÆR MAGNASON, GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR, HRUND SKARPHÉÐINSDÓTTIR HÖNNUN BJADDDNI HELGASON III FORSÍÐUMYND SIGRÚN HRÓLFSDÓTTIR

x

Reykjavík Grapevine

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík Grapevine
https://timarit.is/publication/943

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.