Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.11.2005, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 24.11.2005, Blaðsíða 2
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 24. nóvember 2005 Úrslit: Handbolti Úrvalsdeild karla: Haukar - Stjarnan: 28-28 Vík./Fjölnir - Haukar: 28-30 HK - FH: 29-26 Fjáröflunarleikur: FH-eldri- FH-yngri: 32-22 Körfubolti Evrópukeppni kvenna: Haukar - Pays D’Aix: 41-105 Næstu leikir: Handbolti 30. nóv. kl. 19.15, Selfoss Selfoss - Haukar (úrvalsdeild karla) Körfubolti 24. nóv. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Þór Ak. (úrvalsdeild karla) Íþróttir Heillandi störf Ásland, Setberg, Svöluhraun, Klettahraun, Ægisgrund, Sigurhæð Við hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness leitum að starfsfólki í dagvinnu og vaktavinnu í ýmis störf í Hafnarfirði og í Garðabæ. Leitað er eftir duglegum og áhugasömum einstaklingum sem eru að leita sér að spennandi og gefandi starfi. Aldurstakmark 18 ár. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofutíma í síma 525-0900 og á heimasíðunni okkar: www.smfr. is Umsóknarfrestur er til 4.12.2005 Á síðustu mánuðum hefur farið af stað að nýju umræða um gildi list- og verkgreina í skólum landsins. Umræðan hefur sprungið út í hug- mynd um listmennta- skóla að alþjóðlegri fyrirmynd, en víða er- lendis eru sérstakir skólar á framhalds- skólastigi sem einbeita sér að list- og verk- greinum. Verknám hefur verið í stöðugri sókn og mörgum hefur fundist að það mætti gera því ennþá hærra undir höfði í íslensku skólakerfi. Iðn- skólinn í Hafnarfirði hefur verið í fararbroddi og það er ánægjulegt að nú sér fyrir endann á hús- næðisvandamálum skólans. Þrátt fyrir að skólinn hafi fyrir nokkr- um árum komist á nýjan stað við Flatahraun þá hefur ásóknin verið meiri en skólinn hefur getað ann- að. Það er því gleðiefni að Hafn- arfjarðarbær ásamt ráðuneyti ýti nú úr vör í samvinnu við skólayfirvöld vinnu að stækkun skólans. Vilji til frekari skólauppbyggingar Fyrir nokkrum árum gerðu bæj- aryfirvöld í Hafnafirði tilraun til þess að fá Listháskólann í Hafn- arfjörð. Þverpólitískur vilji var innan stjórnmálaflokkanna að skólinn kæmi í Hafnarfjörð. Ekki varð úr því þrátt fyrir þennan samhug gagnvart verkefninu. Samfylkingin hefur á þessu kjör- tímabili lagt á það áherslu að á Vallasvæðinu þar sem náms- íbúðaþyrpingin verður staðsett verði háskóli- eða framhaldsskóli, en svæðið kom vel til greina sem einn af kostum varðandi staðarval fyrir Tækniháskóla Íslands. Staðarvalið hefur marga góða kosti sem skólastaður og tenging svæðisins sem liggur milli höf- uðborgarsvæðisins og Reykjanes- skagans er það sem m.a. gerir svæðið sérstakt. Svæðið liggur vel við almenningssamgöngum og er í nálægð við væntanlega sundlaug á Völlum og íþróttamið- stöð Hauka. Það er mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga að skóla- setur verði að veru- leika á Völlunum og með samstarfi sveitar- félagsins og ríkisins í þeim efnum mun sá draumur okkar verða að veruleika. Einn af þeim skóla- kostum sem kemur til greina á Völlunum er Listmenntaskóli. Hvað er Listmenntaskóli ? Listmenntaskóli er skóli á framhaldsskólastigi sem gerir öll- um list- og hönnunargreinum hátt undir höfði. Bæði á að vera hægt að útskrifast með stúdentspróf á viðkomandi greinum og einnig með starfsmenntun sem nýtist á öllum sviðum. þar má nefna leik- list, tónlist, hönnun, dans, hljóð- vinnsla, leikmyndahönnun, bún- ingahönnun, myndlist, kvik- myndagerð og fleiri listform. Á Íslandi er Listháskóli og því eðli- legt að hafa framhaldsskóla sem undirbýr nemendur undir nám í slíkum háskólum. Listmenntaskóli getur boðið upp á t.d tónlistarnám hvort sem það er á klassíska sviðinu eða með popptónlist í huga. Ekki skal gera upp á milli hámenningar eða lágmenningar heldur fagna öllum þessum tjáningarformum. Hér gæti verið um að ræða virkt sam- starf á milli Iðnskólans í Hafn- arfirði og Flensborgarskólans. Takist okkur að fá listmennta- skóla í bæinn yrði það ennþá ein skrautfjöðrin í að gera Hafnarfjörð að framúrskarandi menntabæ. Höfundur er á framboðslista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Listmenntaskóla í Hafnarfjörð Margrét Gauja Magnúsdóttir Blóðbanka bíllinn á ferðinni ! Verður við Fjarðarkaup þriðjud. 29. nóvember frá kl. 09:30-14:30. Blóðbankabíllinná ferðinni! blood@landspitali.is / www.blodbankinn.is Verðum við Fjarðarkaup þriðjudaginn 29. nóvember frá kl. 9.30-14.30 Allir velkomnir Blóðgjöf er lífgjöf Á að kjósa í helstu ráð bæjarins? Já 64% Nei 29% Tek ekki afstöðu 7% Taktu þátt á www.fjardarposturinn.is Snorri sterkur í skákinni Haukamaðurinn Snorri G. Bergsson varð öruggur sigur- vegari í Bikarsyrpu Eddu útgáfu og Taflfélagsins Hellis um helgina. Magnús Örn Úlfarsson varð annar og Rúnar Sigur- pálsson þriðji. Snorri varð einnig í 2.-3. sæti í Íslandsmótinu í Netskák. Halldór Brynjar varð í 7.-9. sæti og Davíð Kjartansson í 10.-12. sæti. 10www.fjardarposturinn.isFimmtudagur 24. nóvember 2005 Ljósm .: G uðni G íslason Breiðband - Loftnet Gervihnattaþjónusta og sala Rafeindavirkjar. Loftnet IJ ehf. Sími 696 1991. TÖLVUVIÐGERÐIR Alhliða tölvuþjónusta Kem í fyrirtæki og heimahús Tölvuþjónusta Hafnarfjarðar Sími 849 2502 BETRI LÍÐAN - BETRI HEILSA Shapeworks – finnið muninn Herbalife, sjálfstæður dreifingaraðili Halla sími 895 7414 www.arangur.is/halla Útfararþjónustanehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar:567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Fallegir legsteinar á góðu verði www.englasteinar.is Helluhrauni 10 Sími: 565-2566 Englasteinar Húsnæði óskast Óskum eftir 15-20 m² herbergi í atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði, með aðgangi að salerni, helst í Hraunahverfi sunnan Reykjanesbrautar. Vinsamlega hafið samband við Batteríið/Sigurð H. í síma 54 54 700 eða netfangið: sig.h@arkitekt.is. Eins og fréttir síðustu daga bera með sér hefur mjög mikill árangur náðst í forvarnamálum í Hafnarfirði. Áfengis- og vímu- efnaneysla unglinga virð- ist fara minnkandi og hópamyndun í hverfum bæjarins í lágmarki. Þenn- an árangur má fyrst og fremst þakka góðu sam- starfi allra þeirra sem koma að málefnum ungl- inga svo sem skóla, félagsmiðstöðva, foreldra, bæjaryfirvalda og lög- reglu. Götuviti - útideild ÍTH Á vegum Íþrótta- og tóm- stundanefndar Hafnarfjarðar- bæjar er starfrækt útideild undir nafninu Götuviti. Hlutverk Götuvita er að sinna leitarstarfi og miðar að því að finna þá ungl- inga sem teljast til áhættuhóps. Í því skyni fara starfsmenn Götu- vita á eftirlitsvaktir um helgar og á virkum dögum. Tilgangurinn er að fylgjast með hópamyndun meðal unglinga og reyna að finna þá sem eru á hinu s.k. gráa svæði. Götuvitinn leggur einnig mikla áherslu á náið og gott samstarf við aðra aðila sem hafa með unglinga að gera í þeim tilgangi að þetta leitarstarf verði sem markvissast. Samstarf Götuvita og foreldrarölts Síðastliðin ár hefur verið unnið að því að koma á legginn for- eldrarölti í öllum hverfum bæjar- ins. Foreldrarnir skiptast þá á um að rölta um hverfið sitt í því skyni, meðal annars, að fylgjast með hópamyndun í hverfinu og eins er um góða nágrannavörslu að ræða. Í dag er virkt foreldra- rölt í 4 af 6 skólum bæjarins og unnið er að því að koma slíku starfi á þar sem vantar. Starfs- menn Götuvita hafa lagt mjög mikla áherslu á gott samstarf við foreldraröltið og hefur það sam- starf gengið mjög vel í vetur enda engir betur til þess fallnir að sinna forvarnastarfi en for- eldrar sjálfir. Eftirlitslaus partý Þrátt fyrir að ástandið í þessum málum sé nú betra í Hafnarfirði en oft áður er enn töluvert um eftirlitslaus partý í heimahúsum. Þar koma unglingar saman og er áfengi oft haft um hönd. Nýjustu rannsóknir sýna einmitt að þeir unglingar sem drekka áfengi gera það langflestir heima hjá öðrum jafnöldrum. Þessu viljum við breyta og skorum því á foreldra að taka á vandanum og leyfa ekki eftirlitslaus partý. Með áframhaldandi samstarfi getum við náð enn betri árangri í áfengis- og vímuefnamálum unglinga í Hafnarfirði. Helena Björk Jónasdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Starfsmenn Götuvita Fylgjum eftir góðum árangri í forvarnamálum Kolbrún Benediktsdóttir Helena Björk Jónasdóttir Auglýst eftir bókahillum í Gamla Bókasafnið Gamla Bókasafnið, tómstundar- og menningarhús Hafnarfjarðar er að byggja upp bókasafn og upplýsingarsetur þar sem ungt fólk getur leitað sér upplýsinga um allt sem þeim viðkemur. Ef þú átt slíka hirslu sem þú telur eiga heima í Gamla Bókasafninu og vilt gefa frá þér, endilega hafðu samband við okkur í síma: 5655100, eða komdu við í kaffi á Gamla Bókasafninu, Mjósundi 10. Húsráð Gamla Bókasafnsins. 30 m² bílskúr til leigu í Hvömmunum. Uppl. í s. 822 0301. Einstæð 2ja barna móðir óskar eftir 3-4 herb. íbúð á góðu verði í Hafnarfirði, helst í Norðurbænum. Uppl. í s. 844 6326. Feðgar óska eftir 2-3 herb. íbúð í Hafnarfirði sem fyrst. Uppl. í s. 848 4890 Myndlistarmann vantar ódýra vinnuaðstöðu, helst í Hafnarfirði :) Örvar Árdal 8656547 Tek að mér múrverk, flísalagnir og set upp milliveggi. Uppl. gefur Guðmundur í s. 659 5922. Svæðameðferð. Er stressið, kvíðinn og verkir í hámarki? Vantar þig slökun og ró? Er með svæðanudd og punktanudd. Ást. s. 848 7367. Gefins antik klæðaskápur Rúmgóður klæðaskápur ca 70 ára gamal fæst gefins gegn því að verða sóttur. 200 x 140 sm. Upplýsingar í síma: 896 6044 Vantar þig bíl? Er með Suzuki-Baleno 1998. Þú getur komið og sótt hann, upplýsingar í síma 8201004. Hársnyrtiþjónusta í heimahús Býð upp á alhliða hársnyrtiþjónustu fyrir eldri borgara. Uppl. í s. 822 0301, Guðrún Sigríður. Þú getur sent smáauglýsingar á auglysingar@fjardarposturinn.is eða hringt í síma565 3066 Aðeins fyrir einstaklinga, ekki rekstraraðila. Verð aðeins 500 kr. Tapað-fundið og fæst gefins: FRÍTT Gefins Þjónusta Húsnæði óskast Húsnæði í boði Sparisjóður Hafnarfjarðar og handknattleiksdeild Hauka hafa undirritað samstarfssamning þar sem SPH verður aðalstyrktar- aðili handknattleiksdeildarinnar næstu tvö ár. Samningurinn felur í sér bæði fjárhagslegan stuðning og samstarf í kynningarmálum. SPH hefur verið aðalstyrktar- aðili handknattleiksdeildar Hauka í um 20 ár og lýsir yfir sérstakri ánægju með að fram- hald verði á þessu góða sam- starfi. Þorgeir Haraldsson, for- maður handknattleiksdeildar Hauka, segir stuðning SPH skipta afar miklu máli en hann sé lykillinn að rekstri öflugrar handknattleiksdeildar félagsins. SPH styrkir Hauka Hefur styrkt handknattleiksdeildina í 20 ár. Hafnfirskt jólatré á Thorsplani Félagsfundur 60+ Almennur félagsfundur verður í 60+ Hafnarfirði, næstkomandi laugardag kl. 11 fyrir hádegi að Strandgötu 21. Þar verða kynntar niðurstöður úr könnun um óskir eldri borgara um búsetuform sem Margrét Guðmundsdóttir vann. Jólafundur Hringsins Hringskonur, athugið að jólafundurinn verður í Hringshúsinu 1. des.kl. 20. Kynstrin öll í bókasafninu Í kvöld, fimmtudag kl. 20 lesa eftir- taldir úr bókum sínum í bókasafninu: Þórhallur Heimisson: Hin mörgu andlit trúarbragðanna/Ragnarök, örlagarík- ustu stórorrustur sögunnar. Hermann Stefánsson: Stefnuljós. Súsanna Svavarsdóttir: Dætur hafsins. Rúnar Helgi Vignisson: Feigðarflan. Blásarakvintett flytur nokkur lög Jan Pozok sýnir í Bókasafninu myndir sem skreyta bók Sigrúnar Eddu Björns- dóttur, Rakkarapakk. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik- myndasafn Íslands nokkrar heimildar- mynda Ásgeirs Long vélfræðings og kvikmyndagerðarmanns. Myndirnar sem sýndar verða eru Sjómannalíf, frá 1951 sem sýnir líf og störf sjómann- anna um borð í síðutogaranum Júlí GK 21 þar sem hann siglir um á Barentshafi og Hvítahafi. Labbað um Lónsöræfi, Virkjun (Búrfellsvirkjun) þar sem fylgst er með nokkrum ungmennum í viku- göngutúr um Lónsöræfin 1965 og Saga um lágmynd, 10 mínútna mynd er fjallar um tilurð stærsta myndverks á Ís- landi eftir Sigurjón Ólafsson, sem prýðir útveggi stöðvarhúss Búrfellsvirkjunar. Allar myndirnar eru gerðar á árunum 1951 – 1970. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd þýska kvikmyndin Kvennalæknirinn Dr. Sibelius eða Frauenarzt Dr. Sibelius eins og myndin heitir á frummálinu í leikstjórn Rudolf Jugert. Hún var áður sýnd í Bæjarbíói á sjöunda áratugnum við fádæma vinsældir. Myndin fjallar um ástir og afbrýði Dr. Sibeliusar, Elísa- betar konu hans og Sabine vinkonu þeirra. Ómur af söng í Laugarásbíói Boðssýning í næstu viku Aðalpersónan í myndinni er Guðný Þórðardóttir, heillandi níutíu og þriggja ára gömul kona á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún segir rottusögur frá heimaslóðum á Norðfirði og málar og syngur í kórnum og áformar að setja á svið leikþátt og leika aðalhlutverkið. Guðný hefur ekki lært nema Faðirvorið og Biblíusögurnar, en hún hefur næma frásagnargáfu og býr yfir visku kynslóðanna. „Af hverju má ekki tala um dauðann,“ segir hún. „Barnabörnin spyrja mig, Amma: Ertu viss um að þú verðir hjá Guði?“ „Já, ég er alveg viss um það.“ Myndin er óður tili lífsins og hvatning til ungra og aldinna að halda áfram að lifa og skapa hvernig sem stendur á með heilsuna. Myndin er frumsýnd í dag í Laugarásbíói og á sunnudag verður Hrafnistufólki boðið að sjá hana en í næstu viku verður öllum boðið að koma og sjá myndina og kynnast lífinu í ellinni. Sýningarnar verða auglýstar sérstak- lega. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. nóvember 2005 Víðistaðakirkja 1. sd. í aðventu 27. nóvember: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 Morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir. Aðventukvöld kl. 20:00 Fjölbreytt dagskrá. Fram koma: Kór Víðistaðasóknar Barnakór Víðistaðakirkju Unglingakór Víðistaðakirkju Sigurður Skagfjörð einsöngvari, Matthías Stefánsson fiðluleikari og fl. Ræðumaður: Pétur Georg Markan guðfræðinemi Kaffisala Systrafélagsins í safnaðarheimilinu eftir dagskrá Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir Sóknarprestur Það lifnaði heldur betur yfir Sjálfstæðis- flokknum í eldfjörugu prófkjöri. Ég hef gagnrýnt þessi lokuðu prófkjör og kýs ekki í prófkjörum nema þátttaka sé án allra skuldbinginga eða loforða. En fjölmargir af þeim 1250 sem gengu í Sjálfstæðisflokkinn hafa örugglega ekki látið inngöngubeiðni í flokkinn aftra sér að styðja sinn mann enda var óspart smalað. Niðurstöðurnar voru kannski ekki mjög óvæntar nema það hversu yfirburðir Haraldar voru miklir þó svo Valgerður hafi fengið ágæta kosningu í annað sætið en ýmsir höfðu spáð að sá sem tapaði forystuslagnum gæti endað í 3. sæti. Rósa Guðbjartsdóttir fékk mikinn stuðning og kannski sannaðist einu sinni enn hversu gott það er að hafa verið í fjölmiðlum, ekki síst sjónvarpi. Listi Sjálfstæðisflokksins er senni- lega mun sterkari nú en oft áður og er ekki að efa að þarna fer kjarnorkufólk sem tilbúið er að berjast fyrir sínum málsstað, hver svo sem stefnuskrá flokksins verður. Brotthvarf Valgerðar kom ekki mjög á óvart eftir yfirlýsingu hennar í útvarpsviðtali í síðustu viku en þó hefði afsögn verið líklegri ef hún hefði endað í þriðja sæti. Valgerður hafði mikið fylgi og brotthvarf hennar veikir listann eitthvað en kemur kannski í veg fyrir núning á milli efstu manna sem einkenndi flokkinn síðustu ár. Ásakanir og sögusagnir sem gengu í prófkjörinu voru mönnum ekki til framdráttar og á stundum með ólíkindum. Enginn hlýtur brautargengi með því að niðurlægja aðra en oft getur verið erfitt að hemja kröftuga stuðningsmenn sem vilja til mikils vinna. Á meðan 885 atkvæði eru á bak við 5. manninn eru ekki nema 177 atkvæði á bak við val 5. manns á lista Samfylkingar. Verður fjör í vor í kosningunum? Hver veit? Guðni Gíslason 1. sunnudagur í aðventu, 27. nóvember Messa kl. 11 Aðventu fagnað. Mikil og fjölbreytt tónlist: Antonía Hevesi leikur á orgel. Unglingakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson nemandi í píanóleik við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leikur As-dúr impromtu eftir Fr. Schubert og kirkjukorinn flytur auk sálma valin kórverk. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Lesari: Gunnlaugur Sveinsson. Kirkjuþjónn: Jóhanna Björnsdóttir Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. Tónlist á aðventu Mánudagskvöld 28. nóv. kl. 20 Þórunn Elín Pétursdóttir, sópran Þriðjudagskvöld 29. nóv. kl. 20 Jóel Pálsson leikur á saxófón Antonía Hevesi leikur undir á tónleikunum. - Enginn aðgangseyrir. www.hafnarf jardark i rkja. is Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Góð afkoma Langtímaskuldir lækka um 1,5 milljarð Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarð- ar sl. fimmtudag var lagt fram 9 mánaða uppgjör Hafnarfjarðar- bæjar. Niðurstöðurnar eru já- kvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins, segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Rekstrarafkoma á fyrstu níu mánuðum ársins er jákvæð um 683 milljónir króna sem er um- talsvert betri árangur en áætlanir gera ráð fyrir. Bætt afkoma ásamt auknum fjármunum af þeirri umfangsmiklu uppbygg- ingu sem á sér stað í Hafnarfirði og endurskipulagning langtíma- lána hefur skapað svigrúm til verulegrar niðurgreiðslu þeirra, en þau hafa lækkað um 1,5 milljarð á árinu. Afkomutölur síðustu 9 mánaða fylgja eftir góðum árangri á síðasta ári. Gera má ráð fyrir að rekstrarniðurstaða Hafnarfjarð- arbæjar verði jákvæð um rúm- lega 1.000 milljónir króna á ár- inu. Það væri í annað sinn í sögu sveitarfélagsins sem jákvæð rekstrarniðurstaða færi yfir einn milljarð króna en reksturinn skil- aði 1.239 milljónum króna á síðastliðnu ári. Garðabær vill ekki borga Í framhaldi af umræðu um svæðið í Molduhrauni sem Hafn- arfjarðarbær og Garðabær gerðu samning um ári 1978 sendi bæjarlögmaður bréf þar sem óskað var eftir umræðum um greiðslu vegna lands sem Hafn- arfjarðarbær lét af hendi til Garðabæjar en aldrei var form- lega lokið samningum um það mál. Bæjarráð Garðabæjar hafnar því að endurgjald hafi átt að koma fyrir spildu sem merkt var B á korti er fylgdi samningunum. Þessi afstaða bæjarráðs Garða- bæjar segir í raun að það túlki þessa landsspildu sem greiðslu fyrir breytingu á lögsagnar- mörkum en við þessa breytingu varð Setbergshverfið hluti af Hafnarfirði án þess að Garðabær hafi látið neitt eignarland af hendi. Aldrei hefur verið gefið út afsal fyrir spildunni og tekur bæjarráð Garðabæjaru undir sjónarmið bæjarlögmanns að tímabært sé að ganga frá slíku. Jólaþorpið rís Jólaþorpið verður opnað kl. 12 á laugardaginn en kl. 14 verður kveikt á jólatréi frá Skógræktar- félaginu. Þorpið verður opið til kl. 18 allar helgar til jóla. Marín, Helga og Berglind. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Raggi litli og jólakötturinn er nýjasta barnabók Haraldar S. Magnússonar, múrarameistara og frjálsíþróttafrömuðar. Bókin er níunda Ragga-bókin og segir Haraldur að hann noti samskipti barna og dýra til að taka á einelti og samskipti manna. Raggi litli er á áttunda ári og og sögusviðið er sveitin og heim- ili Ragga og samskipti Ragga við köttinn Blámann. Bókin er skemmtilega mynd- skreytt af Karli Jóhanni Karls- syni og gefur Haraldur bókina sjálfur út. Barnabækur Haraldar eru vandaðar og fallega mynd- skreyttar. Haraldur gaf einnig nýlega út ljóðabókina Einyrkinn en áður hefur Haraldur gefið út átta ljóðabækur. Ljóðin eru órímuð og kemur Haraldur víða við í ljóðum sínum. Bókin er 80 síður og fjöldi ljóðanna er mikill. Höfundur gefur bókina út sjálfur. Frjálslyndi flokkurinn Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Hafnarfirði boðar til opins fundar á A. Hansen (uppi) mánudaginn 28. nóvember kl. 20. Fundarefni: Bæjarstjórnarkosningarnar framundan og landsmálin. Þingmenn flokksins mæta á fundinn. Áhugasamir velkomnir www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 24. nóvember 2005 Vín mánaðarins eru frá Argentínu Rauðvínið Trivento Capernet Melbec – kr. 1950,- Hvítvínið Trivento Viogner – kr. 1950,- 3ja rétta helgartilboð Dansleikur eldri borgara föstudaginn 25. nóvember Tríó Guðmundar Steingríms. leikur fyrir dansi —Mikið fjör og mikið gaman — Allir velkomnir. Munið vef félagsins www.febh.is Hraunseli, Flatahrauni 3 og hefst kl. 20.30 Félagsmiðstöðin Hraunsel • 555 0142, 555 6142 Verslum í Hafnarfirði! ... þá þarftu ekki að fara lengra! Fríkirkjan 1. sd. í aðventu, 27. nóvember Sunnudagaskóli kl. 11 „Við kveikjum einu kerti á“ Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Aðventustund kl. 13 Biblíutextar aðventu og jóla íhugaðir Kór kirkjunnar og Örn Arnarson leiða söng ásamt Ernu Blöndal söngkonu. Æðruleysismessa kl. 20 www.frikirkja.is Dansleikir til jóla Rúnar Þór leikur fyrir dansi, föstudags- og laugardagskvöld. Jóla- hlaðborð Jólamatseðill www.fjorukrain.is Ástjarnarsókn í samkomusal Hauka,Ásvöllum Barnastarf kirkjunnar er á sunnudögum kl. 11. Léttar veitingar eftir helgihaldið. Aðventukvöld Ástjarnarsóknar í samkomusal Hauka, sunnudagskvöldið 27. nóvember kl. 20. Kór sóknarinnar leiðir samsöng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Gestur og ræðumaður kvöldsins er Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem „Jónsi í svörtum fötum“. Heitt súkkulaði og piparkökur eftir helgihaldið. Ástjarnarsókn stendur fyrir fjölbreyttu barna og æskulýðsstarfi á virkum dögum árið um kring. Við minnum sérstaklega á: Samverur fyrir 6-9 áratengdar heilsdagsskólunum í Áslandsskóla og Hraunvallaskóla. TTT (Töff - Töfrandi - Taktfast, fyrir 10 - 12 ára) á þriðjudögum kl. 17 - 18 í Áslandsskóla. Klúbbastarf fyrir unglinga á mánu- og miðvikudögum og opið hús á föstudögum í tengslum við auglýsta dagskrá félagsmiðstöðvarinnar Ássins i Áslandsskóla. sími 565 1213 Bækur Haraldar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.