Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.11.2005, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 24.11.2005, Blaðsíða 5
Leikfélag Hafnarfjarðar frum- sýnir á laugardaginn leikritið „Hin endanlega hamingja“eftir Lárus Húnfjörð sem jafnframt er leikstjóri. „Hin endanlega hamingja“ var unnin og skrifuð á æfingatíma- bilinu. Freysteinn, andlegur leið- togi Helgidóms hinnar endan- legu hamingju er horfinn á brott. Mun söfnuðurinn jafna sig á þessu áfalli? Tæklar Sigurmar nýja hlutverkið sem leiðtogi? Heldur Elínborg, ekkja Frey- steins sönsum? Er Ingunn kona Sigurmars sátt við sitt hlutskipti? Eru Herlaugur og Fjóla dóttir Freysteins trúlofuð eða ekki. Kemur tónlistarstjórinn Hall- gerður Ugla til með að halda lagi? Þessum spurningum verður kannski svarað á samkomu í Helgidóminum. Þó getur hugsast að allt öðrum spurningum verði svarað. „Hin endanlega hamingja“ er annað verk Lárusar Húnfjörð sem Leikfélag Hafnarfjarðar tekur til sýninga. „Þið eruð hérna“ sem félagið sýndi sum- arið 2003 er af mörgum talið eitt athyglisverðasta verk sem hefur verið sýnt í promenade stíl hér á landi um árabil. Leikendur í sýningunni eru 13 talsins. Margir þeirra eru að stíga sín fyrstu skref á fjölunum en aðrir hafa mikla reynslu að baki. Hönnun lýsingar er í höndum Kjartans Þórissonar, Kristín Arna Sigurðardóttir hannar leik- mynd og Dýrleif Jónsdóttir hefur yfirumsjón með búningagerð. Leikritið verður sýnt í húsa- kynnum félagsins í gamla Lækjarskólanum og segir í til- kynningu frá félaginu að sýning- in henti ekki fyrir fólk með inni- lokunarkennd eða trúarbragða- fælni. Aðrar sýningar verða þriðju- dag 29. nóvember, föstudag 2. desember, sunnudag 4. desem- ber, fimmtudag 8. desember og laugardag 10. desember sem er lokasýning. Sími miðasölu er 848 0475 og 555 1850. www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 24. nóvember 2005 Fyrir skömmu var haldið fót- boltamót félagsmiðstöðva í Hafn- arfirði á gervigrasinu á Ásvöllum en þetta mót var haldið annað árið í röð eftir endurvakningu. Mótið var skipulagt af unglingum úr öll- um skólum sem tóku þátt í mót- inu en það voru allir skólarnir í Hafnarfirði sem eru með ungl- ingadeild. Fyrir mótið var skipt í tvo riðla og skiptust þeir þannig að í A- riðli voru Ásinn, Hraunið og Verið og svo í B-riðli voru Aldan, Setrið og Vitinn. Riðlarnir voru spilaðir á 7 manna velli en leik- irnir um 1., 3. og 5. voru spilaðir á 11 manna velli. Um 1. sætið spiluðu liðinn sem unnu riðlana, um 3. sætið spiluðu liðin sem lentu í 2. sæti í riðlunum og um 5. sæti spiluðu liðin sem ráku lestin í riðlunum. Riðlakeppnin fór fram á sama tíma á sitt hvorum helmingnum á vellinum í A-riðli sigraði Verið með fullt hús stiga eða 6 stig, Hraunið var í öðru með 3 stig og Ásinn rak lestina með ekkert stig. Í hinum riðlinum sigraði Setrið með 4 stig, Aldan varð í öðru með 2 stig og svo í síðasta sæti í riðl- inum var Vitinn með 1 stig. Ásinn keppti um 5. sætið við Vitannn og þar fór Vitinn með sigur af hólmi og þar með tapaði Ásinn öllum sínum leikjum. Um 3. sætið kepptu Hraunið og Aldan en Aldan sigraði í þeim leik með yfirburðum og hreppti 3. sætið. Þá var röðin komin að úrslita- leiknum sjálfum en þar kepptu sömu lið og kepptu til úrslita í fyrra, Verið og Setrið. Í fyrra sigr- aði Verið eftir æsispenandi víta- spyrnukeppni og voru leikmenn Setursins staðráðnir í að láta það ekki endurtaka sig og svo gerðist ekki. Setrið vann eftir hörkuspen- andi leik 1-0 og afhendi Lúðvík Geirsson bæjarstjóri þeim verð- launabikarinn í lok leiks og fékk Setrið líka verðlaun fyrir frum- legustu búningana og svo voru líka veitt verðlaun fyrir besta stuðningsmannaliðið og var það klappstýrulið Versins sem hlaut þau verðlaun. Að lokum vilja aðstandendur mótsins koma fram þökkum sínum til eftirtalinna fyrirtækja: Innes efh, Knattspyrnudeildar Hauka, KB-banka, Íslandsbanka, Fasteignasölunnar ÁS, Markó- merkja, Landsbankans, Blóma- búðarinnar Daggar, Vífilfells efh, Sláturfélags Suðurlands svf, og Myllunar hf. Herbert Ingi Fótboltamót félagsmiðstöðvanna Setrið fótboltamótsmeistarar félagsmiðstöðva í Hafnarfirði 2005 Sigurlið Setursins, Setbergsskóla. Bæjarstjóri afhendir bikarinn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ýsa var það heillin Símon Jón Jóhannsson hefur gefið út ljóðabókina Kaffið í aldingarðinum en það er fyrsta ljóðabók höfundar. Símon er kunnur fyrir rit sína um þjóð- fræði og fl. en hann kennir íslensku við Flensborgarskólann. Símon er fæddur árið 1957 og uppalinn á Akureyri. Hann er með BA í íslensku og bók- menntafræði frá HÍ og can-mag í þjóðfræði frá Óslóarháskóla. Undanfarna tvo áratugi hefur hann búið í Hafnarfirði. Ljóðabókin er 52 síður og er kápumynd eftir Sigurbjörn Jónsson. Hægt er að panta bókina hjá höfundi í netfangi sjj@flensborg.is Kaffið í aldingarðinum Ný ljóðabók eftir Símon Jón Jóhannsson Hin endanlega hamingja Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir verk eftir Lárus Húnfjörð

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.