Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.11.2005, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 24.11.2005, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. nóvember 2005 Nú er unnið að úrvinnslu íbúaskrár 1. desember 2005. Mikilvægt er að tilkynningar um breytt lögheimili berist fyrir þann tíma. Lögheimili manns er sá staður sem hann hefur fasta búsetu, sbr. Lög um lögheimili 1990 nr. 21, 5. maí. Hvenær og hvar skal tilkynnt: Hægt er að nálgast eyðublaðið á www.hagstofan.is Mögulegt er að fylla það út beint á skjánum, hægt er að prenta eyðublaðið út, skrifa undir og senda sem símbréf í Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar (585 5599) eða með pósti á Þjónustuver, Strandgötu 6, 220 Hafnarfjörður. Einnig er hægt að koma við í þjónustuverinu og ganga frá skráningu eða snúa sér beint til Hagstofu Íslands. Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar 14 lóðir fyrir hesthús við Kaplaskeið. Til úthlutunar eru 8 lóðir fyrir 30 hesta hús, 5 lóðir fyrir 45 hesta hús og 1 lóð fyrir 55 hesta hús. Umsóknareyðublöð fást afhent í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6 eða á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þriðjudaginn 20. desember 2005. Félagsþjónustan í Hafnarfirði leitar að einstaklingi til að taka að sér liðveislu fyrir unga konu og aðstoða við heimilishald, 2-3 tíma á dag. Liðveisla er úrræði samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og miðar að því að gera fötluðum kleyft að njóta eðlilegs félagslífs. Laun fyrir liðveislu fer eftir kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Launanefndar sveitafélaga. Upplýsingar um starfið gefur Kolbrún Oddbergsdóttir, félagsráðgjafi í síma 585-5700. Umsóknum skal skila til: Kolbrúnar Oddbergsdóttur, félagsráðgjafa Félagsþjónustunni í Hafnarfirði, Strandgötu 33, 220 Hafnarfirði. Lausar lóðir - Hesthúsalóðir Liðsmaður/félagsleg heimaþjónusta Lesendur Fjarðarpóstsins hafa undanfarið fengið mikinn skerf af sjónarmiðum frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri vegna kom- andi bæjarstjórnar- kosninga og kynningu þeirra á sér. Nú verður eitthvað hlé frá pólitík- inni enda fer aðventa og jólahald í hönd og fjölskyldur sinna því fremur öðru. Svo mun fljótlega á nýju ári fara að bera á flokkum og frambjóðendum þeirra til að kynna sjónarmið og leita stuðn- ings í sveitarstjórnakosningum í maí 2006. Niðurstöður þessa prófkjörs sem og allra annarra vekja auð- vitað mikla athygli og fólk túlkar þau með ýmsum hætti. Ég bauð mig fram til 2. sætis á listanum, hlaut örugga kosningu í 4. sæti en verð hugsanlega á endanum í því þriðja þar sem Valgerður Sigurð- ardóttir bæjarfulltrúi hefur ákveð- ið að taka ekki 2. sætið á listanum. Ég fékk samtals 1330 eða rúm 75% allra greiddra atkvæða. Þetta er mikið traust sem ég er mjög þakklátur fyrir og mun ég vinna ötullega fyrir bæjarfélagið Hafn- arfjörð hér eftir sem hingað til. Prófkjör hafa þann kost að með þeim gefst þeim sem tilbúnir eru að styðja ákveðinn flokk og skrá sig í hann kostur á að velja sína bæjarfulltrúa í persónulegri kosn- ingu. Ég hef reyndar bent á það oft að prófkjör ættu annað hvort að vera opin eða kjósa ætti bæjar- fulltrúa beinni kosningu annað hvort á óröðuðum flokkslista eða í óhlutbundinni, persónulegri kosningu. Prófkjör hafa hins vegar þann ókost að frambjóðendur og stuðn- ingsmenn geta átt það til að fara út fyrir ramma dreng- skaparins við að hampa sér og sínum í einkaviðtölum og valdið sárindum. Einn- ig eru frambjóðendur misjafnlega undir það búnir fjárhagslega að standa straum af kostn- aði við prófkjör og líka misjafnt hversu til tekst að laða fólk til að taka þátt eða smala eins og það er kallað. Í greinum mínum hef ég oft boðað það sem er eitt af mínum hjartans málum nefnilega að byggja brýr milli kynslóða. Ég mun halda áfram að starfa við þá brúarsmíð og horfi nú af brúar- sporðinum fram á verkefnið sem nú blasir við. Með mér standa 15 meðframbjóðendur í nýafstöðnu prófkjöri og óska ég þeim öllum til hamingju með þátttökuna. Það er stórt skref að taka að vera með í slíku átaki og von mín er að allir hverfi aftur til starfa í stjórnmál- unum sáttir við sinn hlut. Reyndar hefur Valgerður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi ákveðið í kjölfar úr- slitanna að hverfa af vettvangi bæjarstjórnarmála frá og með næstu kosningum. Við munum áfram njóta starfskrafta Valgerðar fyrir bæjarfélag okkar fram að næstu kosningum og óska ég henni og fjölskyldu hennar allra heilla. Öllum öðrum meðframbjóð- endum óska ég líka til hamingju með þátttökuna og hygg gott til samstarfs við „brúarsmíðina“. Höfundur er varabæjarfulltrúi. Horft af brúnni Að loknu prófkjöri Almar Grímsson Nýlega var opnuð ný verslun á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði. Það er Alda Larsen og móðir hennar Sigríður Ólafs- dóttir sem reka verslunina en þar er að finna alls kyns fylgihluti, mest fyrir kvenþjóðina. Þar má finna skart ýmislegt, farða og hárskraut og eflaust ekki erfitt að finna gjafir hjá þeim mæðgum. Fyrir þá sem eru forvitnir um ættir, þá er Alda dóttir Pálma Larsen sem rak hópferðabíla um langt skeið. Verslunin sem ber nafnið Twizzt er opin á hefðbundnum verslunartíma í Firði. Twizzt opnar í Firði Fylgihlutir og skrautmunir Alda Larsen í nýju versluninni á 2. hæð í Firði. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n www.fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.