Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.11.2005, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 24.11.2005, Blaðsíða 8
Foreldrar Antons Ívars voru hrærð yfir þeim stuðningi sem bæjarbúar sýndu og mjög þakklát framtaki hjónanna Péturs Sigurgunnarssonar og Soffíu Hjördísar Guðjónsdóttur sem gáfu öll barmmerkin í söfnunina og skipulögðu hana. Anton Ívar er nýkominn úr aðgerði í Boston þar sem skorið var að hluta á milli heilahvela og virðist aðgerðin hafa heppnast vel og hefur hann ekki fengið flogakast síðan. Um 700 þús. kr. söfnuðust og komu margir að verki. Fyrir hluta upphæðarinnar var keypt tölva með þroskaforritum fyrir Anton Ívar og var honum afhent tölvan í samsæti sl. föstudag. Kennarar Antons í Öskjuhlíðarskóla höfðu á því orð að hann virtist ná einbeitingu við tölvur og að hann sækti í tölvurnar. Pétur Sigurgunnarsson segir að allst staðar hafi hann mætt jákvæðni og stuðningi við undirbúning söfnunarinnar og útvegun tölvunnar og fjöldi aðila eigi þakkir skyldar fyrir. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. nóvember 2005 Hrafnista Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld- og helgarvaktir, starfshlutfall samkomulag Starfsfólk vantar í aðhlynningu Vaktavinna, starfshlutfall og vinnutími samkomulag. Einnig vantar á stuttar vaktir t.d. frá kl. 8-13 eða kl. 18-22. Möguleikar eru einnig á föstum næturvöktum. Skólafólk Á Hrafnistu vantar okkur starfsfólk um helgar og á kvöldin. Einnig getum við bætt við okkur starfsfólki um jólin. Þroskandi og gefandi starf á Hrafnistu Nánari upplýsingar veitir Alma Birgisdóttir í síma 585- 3101 eða 693-9564 alma@hrafnista.is Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara og sundlaugar-/baðvörður Á endurhæfingadeild Hrafnistu í Hafnar- firði er laust starf aðstoðarmanns sjúkra- þjálfara og sundlaugar-baðvarðarstarf. Um er að ræða eitt starf sem er annars vegar unnið við sundlaug deildarinnar og hins vegar við sjúkraþjálfun á sama stað. Vinnutími er frá kl. 9:00-16:00 alla virka daga. Starfsaðstaða er mjög góð á nýuppgerðri endurhæfingadeild. Starfið getur verið laust núna, eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Bryndís F. Guðmundsd. sjúkraþj. Í s. 585-3080. Hægt er að sækja um störf á heimasíðu Hrafnistu: www.hrafnista.is Jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar sunnudaginn 27. nóvember kl. 20 í Skútunni, Hólshrauni 3 Dagskrá: • Barnakór kirkjunnar syngur - Stjórnandi: Erna Blöndal • Einsöngur: Þóranna Kristín Jónsdóttir • Edda Andrésdóttir les upp úr bók sinni um sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur. • Kaffiveitingar • Okkar veglega jólahappdrætti • Hugvekja: Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir. Allir velkomnir og takið með ykkur gesti. Jólanefndin. Það voru merk tímamót hjá Agli Friðleifssyni á laugardaginn þegar haldið var upp á 40 ára afmæli Öldutúnsskólakórsins með kórhátíð í Hásölum. Þá lét hann af hendi tónkvíslina sem hann hefur notað öll árin og við aðalstjórn kórsins tók Brynhildur Auðbjargardóttir, tónmennta- kennari. Ferill kórsins undir stjórn Egils hefur verið mjög farsæll og athyglisverður og er kórinn sennilega einn víðförlasti kór landsins. Kórinn hefur alls staðar vakið athygli fyrir vandaðan flutning og sagðist Egill vona að Brynhildur yrði jafn lánsöm með eftirmann árið 2045 og hann væri núna. Bárust Agli fjölmargir blómvendir og var hann hylltur vel og lengi. Hann tók sér svo stöðu framan við kórinn og stjórnaði honum enn einu sinni og héldu margir að hann gæti ekki hætt. Í miðju lagi, benti hann Brynhildi að koma og stjórnuðu þau kórnum saman örstutta stund þar til hann dró sig í hlé og nýr stórnandi tók við. Egill lét tónkvíslina af hendi Hefur stjórnað Öldutúnsskólakórnum í 40 ár Egill og Brynhildur með tónkvíslina og kórinn í bakgrunni. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Plokkfiskur - ekkert vesen - Söfnunin gekk framar vonum Um 700 þúsund kr. söfnuðst handa Antoni Ívari Kristjánssyni Anton Ívar ásamt foreldrum sínum, Pétri og Soffíu og fulltrú- um Kiwanisklúbbsins Hraun- borgar sem styrkti söfnunina. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.