Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.11.2005, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 24.11.2005, Blaðsíða 4
www.fjardarposturinn.is 45. tbl. 24. árg. 2005 Fimmtudagur 24. nóvember Upplag 8.000 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði ISSN 1670-4169 Mikil endurnýjun hefur orðið á lista Sjálfstæðisflokksins ef fulltrúaráð flokksins hlýtir niður- stöðum prófkjörsins. Nýliðun flokksmanna var einnig gífurleg en um 60% fjölgun hefur orðið í sjálfstæðisfélögunum í bænum í aðdraganda prófkjörsins svo ljóst er að smölun hefur verið mikil. Haraldur Þór Ólason, fram- kvæmdastjóri Furu og bæjarfull- trúi hlaut 1. sætið örugglega með 52% gildra atkvæði á meðan keppnautur hans, Valgerður Sig- urðardóttir hlaut 37% atkvæða í fyrsta sæti. Þegar úrslitin voru ljós þakkaði Valgerður stuðninginn en harmaði hún þær ómaklegu ásakanir sem hún varð fyrir sem enga stoð ættu í veruleikanum. Hún sagði eðlilegt í ljósi niður- stöðunnar að hverfa af vettvangi bæjarmála á vori komanda. Rósa Guðbjartsdóttir hlaut flest heildaratkvæði og hlýtur 2. sætið við brotthvarf Valgerðar. Almar Grímsson var þó aðeins 10 atkvæðum á eftir henni en er öruggur í 3. sæti. Í öðrum sætum var munurinn mun meiri. María Kristín Gylfadóttir lendir í 4. sæti, á undan Bergi Ólafssyni sem nær 5. sætinu og Skarphéð- inn Orri Björnsson lendir í 6. sætinu, sem miðað við núverandi skiptingu bæjarfulltrúa væri bar- áttusætið. Helga Ragnheiður Stefánsdóttir vermir 7. sætið, Guðrún Jónsdótt- ir, 8. sætið, Geir Jónsson, 9. sætið og Hallur Helgason 10. sætið. Niðurstaða 6 efstu manna er bindandi en fulltrúaráð flokksins mun ákvarða það hverjir aðrir komi á listann. Myndir frá prófkörinu má sjá á www.fjardarposturinn.is Rósa Guðbjartsdóttir, hástökkvari prófkjörsins fagnaði vel. Haraldur Þór sigraði Valgerði örugglega Valgerður unir ekki öðru sætinu og hættir Ljósm .: G uðni G íslason Sigga ljósmyndari Hringbraut 5, Hafnarfirði S: 544 7800 og 862 1463 Tilvalin jólagjöf Valgerður tilkynnir afstöðu sína Haraldur Þór Ólason. Árni M. Mathiesen fagnaði með Haraldi í lokin. Ljósm .: G uðni G íslason Ljósm .: G uðni G íslason Ljósm .: G uðni G íslason 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. nóvember 2005 Jólasögustundir á Bókasafni Hafnarfjarðar Í desember lesa fulltrúar úr Stóru upplestrarkeppninni jólasögur fyrir börnin Lesið verður eftirtalda daga: fimmtudaginn 1. desember kl. 17.00 fimmtudaginn 8. desember kl. 17.00 fimmtudaginn 13. desember kl. 17.00 Bókasafn Hafnarfjarðar Strandgötu 1 Það er mikið um að vera hjá Antoníu Hevesi organista Hafnar- fjarðarkirkju í tónleikahaldi næstu vikurnar, enda aðventan að ganga í garð og óðum styttist í jólin. Antonía er löngu orðin kunn fyrir hæfni sína sem tónlistarmaður og fyrir skemmtilega og kraftmikla tónleika sem hún hefur skipulagt með ýmsum listamönnum, bæði í Hafnarfjarðarkirkju, Hafnarborg og víðar. Fjarðarpósturinn tók Antoníu tali og forvitnaðist um hvað væri á döfinni hjá henni. „Aðventan byrjar með tvennum tónleikum í boði Hafnarfjarðar- kirkju. Ég kalla þá einu nafni Jólasöngva. Nk. mánudag verða svokallaðir slökunartónleikar í kirkjunni. Þórunn Elín Péturs- dóttir sem er ung sópransöngkona syngur þá fyrst við píanóundirleik minn klassísk aðventu- og jólalög auk tveggja aría eftir Handel. Þá bætast þær Sigrún Erla Egilsdótt- ir cellóleikari og Hafdís Vigfús- dóttir flautuleikari við, en þær mynda ásamt Þórunni tríóið „Tónaflóð“. Öll tónleikalögin eru róleg og hátíðleg, svo þessir tón- leikar eru fyrir þá sem vilja virki- lega slappa af í jólainnkaupum,“ segir Antonía. „Daginn eftir eða þann 29. nóvember höldum við áfram með tónleika í Hafnar- fjarðarkirkju sem ég kalla Fyrir börn á öllum aldri. Þá mun ég leika á orgelið ásamt Jóel Pálssyni saxófónleikara sem þenur saxófóninn. Við ætlum að reyna að spinna saman út frá barnajólalögum. Í upphafi tónleikanna fá allir tónleikagestir afhenta blýanta og dagskráblöð tónleikanna þar sem lögin eru ekki í réttri röð. Gestir verða síðan beðnir um að giska á röðina á lögunum sem verður ekki auðvelt því við reynum að fela laglínurnar og snúa sem mest út úr öllu. Þannig viljum við virkja börnin á tónleikunum með leik og söng. Þau börn sem giska rétt á dagskráratriðin, fá verðlaun í lokin. Þessir tónleikar verða mjög hressir, það verður fjör og læti og mikil gleði. Vonumst við eftir að sjá sem flest börn, og auðvitað foreldrana með.“ Báðir tónleikarnir í Hafnarfjarð- arkirkju hefjast kl. 20. En þar með er tónleikahaldinu ekki lokið hjá Antoníu. „Nei,“ segir Antonía „ég er rétt að byrja. Þann 1. desember verð ég með hádegistónleika kl. 12 í Hafnarborg. Gestur minn þar verður Gunnar Kvaran cellóleik- ari sem óþarfi er að kynna. Á dag- skrá eru algjörar cellóperlur, hið gullfallega Pieces en concert eftir Couperin, hið alþekkta lag Svanurinn eftir Saint-Saens og ekki má gleyma hinu eldfjöruga Tarantella eftir W.H.Squire. Þessir tónleikar eru í hádegis- tónleikaröðinni sem staðið hefur yfir í allt haust. Fjöldi tónleika- gesta á hádegistónleikum hefur farið fram úr björtustu vonum mínum, á milli 2-300 á hverjum tónleikum, og vonandi fæ ég að sjá jafnmarga 1. desember, þegar svona stórkostlegur listamaður verður gestur okkar Hafnfirðinga eins og hann Gunnar Kvaran er.“ Það skal tekið fram að allir þessir tónleikar sem Antonía hér nefndi verða ókeypis. „Þessum tónleikum mínum í upphafi aðventu lýkur síðan sunnudaginn 4. desember með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi og hefjast þeir kl. 16,“ segir Antonía. „Í sumar á Þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði frum- fluttum við Hlöðver Sigurðsson tenórsöngvari ljóðaflokkinn Malarstúlkan fagra eftir Franz Schubert sem er meðal fegurstu verka rómantíska tímabilsins í ljóðatónlist. Malarastúlkan fagra er ljóðaflokkur 20 ljóða, sem eru samfelld frásögn um ungan mal- ara, sem kynnist ungri malara- stúlku. Þau fella hugi saman, en stúlkan fer síðar að leggja lag sitt við veiðimann. Ástarsorg mal- arans er sár og djúp og hann kýs að leggjast til svefns undir spegli myllulækjarins. Þýðinguna á ljóðaflokknum gerði Guðmundur Hansen Friðriksson. Í haust tók- um við upp ljóðaflokkinn í Budapest, og diskurinn okkar mun koma út í næstu viku, og verður hægt að kaupa hann í Salnum á eftir tónleikana. Til gamans langar mig að segja frá, að hann Hlöðver var söngnemandi minn á Siglufirði og þaðan fór hann beint til Lond- on og síðan áfram til Austurríkis, þar sem hann er að klára mastersnám í óperusöng við tónlistarháskólann Mozarteum. Malarastúlkan fagra er tónlist sem lætur mann ekki ósnortinn, og ég hvet alla sem hafa unun af tilfinningaríkum ljóðasöng að koma og hlusta á okkur Hlöðver í Salnum.“ Margir tónleikar framundan Mikið að gera hjá Antoníu Hevesi, tónlistarmanni Hin árlega sala jóladagatala Lionsklúbbsins Ásbjarnar í Hafnarfirði er hafin. Hægt verður að fá dagatölin í verslunum og á bensínstöðvum í bænum, en verð þeirra er kr. 300. Undirbúningur að sölunni hófst sl. fimmtudag með því að Lionsfélagar, ásamt börnum og barnabörnum komu saman til fundar sem jafnframt var mikil hamborgaraveisla. Síðan lögðust allir á eitt við að pakka dagatöl- unum, líma á þau tannkremstúpu og miða með merki hreyf- ingarinnar. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála en markmið klúbbsins er að leggja ýmsum góðum málefnum lið. Jóladagatalasala Lionsklúbbsins Ásbjarnar Fjörður 11 ára Í tilefni af 11 ára afmæli Fjarðar 26. nóvember nk. verður tónlistarflutningur á afmælisdaginn kl. 15-16 í Firði. Eyjólfur, Andrés og Hildur Guðný flytja létta djasstónlist. Eyjólfur Þorleifsson kynnir nýja plötu sína. 6 metra afmælisterta ! Herra Hafnarfjörður er alltaf í stuði og býður gestum og gangandi að gæða sér á 6 metra dýrindis tertu frá kl. 14. Bikiniklæddar glæsipíur sneiða tertuna. 12www.fjardarposturinn.isFimmtudagur 24. nóvember 2005 Við kunnum að meta eignina þína! Ég þakka fyrir þann mikla stuðning sem ég fékk í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 19. nóvember s.l. Bestu óskir til Hafnfirðinga um frið og farsæld á aðventunni og um alla framtíð. Almar Grímsson Fjör fyrir fjóra í Firði Verslið í Firði og þið eruð sjálfkrafa með og getið unnið ma. skíðaferð til Ítalíu. Ekkert skolp í Hvaleyrarlónið Ný bráðabirgðalögn tekin í notkun Jón Jónsson Norðurbakka 9 220 Hafnarfirði 555 5555 Stórum áfanga var náð í frárennslismálum Hafnfirðinga á föstudag þegar hætt var að dæla skolpi í Hvaleyrarlón. Að sögn Kristjáns Stefánssonar, verkefnisstjóra Fráveitunnar er þetta merkur áfangi í sögu Fráveitunnar en nú er skolpinu dælt 130 m út í sjó á 6 m dýpi. Í apríl á næsta ári verður öllu skolpi frá bænum dælt út um þessa lögn en unnið er að lögn nýrrar fráveitu frá Langeyrarmölum og að nýja hafnarsvæðinu utan Suðurgarðs. Þaðan verður skolpinu svo dælt undir Hvaleyrina og í hreinsistöð sem reist verður norðan við lóð Alcan en áæltað er að hún verði tekin í notkun í febrúar 2007. Frá vinnu við gerð miðlunartanks í Suðurhöfninni. Ljósm .: G uðni G íslason Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði óskast undir flugeldasölu á tímabilinu 20. desember til 7. janúar nk. Má ekki vera minna en 40 m² Upplýsingar í síma 849 3730 Gríðarlegur viðbúnaður var þegar glas með spilliefnum sprakk á rannsóknarstofu Acta- vis við Dalshraun. Að sögn starfsmanns á staðnum var magnið í flöskunni mjög lítið en gasnemar urðu varir við eitur- gufur og var byggingin rýmd og slökkvilið kallað til skv. áætlun. Slökkviliðsmenn í eiturefna- búningum hreinsuðu upp efnin með þar til gerðum ísogsefnum og hreinsuðu út. Starfsemi í nágrenninu lam- aðist í smá tíma, þó mest vegna þess að forvitnir starfsmenn vildu fylgjast með framgangi máli. Eiturgufur í Actavis lítill skaði — mikill viðbúnaður Ljósm .: G uðni G íslason Vel varðir slökkviliðsmenn á leið inn í húsið. www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 24. nóvember 2005 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.