Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. febrúar 2007 Hyundai Starex 4x4, 7 manna árg. 2000 til sölu. Mjög vel með farinn, ekinn aðeins 100 þús. km. Dökkgrár/grár. Snúningssæti. Flottur fjölskyldurbíll! Verð kr. 1.490.000. Uppl. í s. 896 4613 Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Bílar til sölu Smáauglýsingar Eldsneytisverð 7. febrúar 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 109,4 110,9 Atlantsolía, Suðurhö. 109,4 110,9 Esso, Rvk.vegi. 111,0 112,5 Esso, Lækjargötu 111,0 112,5 Orkan, Óseyrarbraut 109,3 110,8 ÓB, Fjarðarkaup 109,4 110,9 ÓB, Melabraut 109,4 110,9 Skeljungur, Rvk.vegi 111,0 112,5 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Heilsunudd Heilsunudd og verkjameðferð Upplýsingar og pantanir í síma 699 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h HEILSA Fjárfestu í líkamanum og komdu þér í gott form með Herbalife. Heilsuráðgjöf, eftirfylgni. Ingibjörg, hjúkrunarfr. 691 0938 Nokkrir starfsmenn Alcan hafa að undanförnu tekið þátt í um - ræðunni um hugsanlega stækkun ál versins í Straumsvík. Flest ir týna þar til kosti fyrir tækisins sem vinnu veitenda. Það er eðli legt enda ekkert athug avert við að starfs menn vilji vinnu - veitanda sínum vel. Það er hins vegar hæp - inn málatil búnaður þegar starfsmenn taka und ir þá hótun Alcan að fyrirtækið hætti starfsemi sinni að öllum líkindum innan 10-15 ára verði stækkun ekki heim iluð og tengja stækkunina þar með starfsöryggi sínu. Þarna eru starfsmenn að taka undir óvand aðan áróður. Þeir vita nefni lega betur. Staðreyndin er sú að orkan á Íslandi er ódýr og því eftirsóknarvert að setja upp orku frekan iðnað hér á landi. Af hverju hafa Norðmenn og Rússar áhuga á að reisa álver á Íslandi? Ætli það sé ekki vegna þess að raf magnið er orðið of dýrt í heima landinu. Starfsmenn Alcan vita vel að það er mun hag - kvæmara fyrir orkuframleið end - ur í Noregi og Rússlandi að selja orkuna inn á Evrópunetið heldur en til álframleiðenda. Móður - fyrirtæki Alcan veit þetta líka og mun seint láta af hendi aðstöðu sína hérlendis og rekstur sem skilar 4-5 milljörðum króna í hagnað á ári. Eitt af því sem stækk unar - sinnar hafa verið að reyna að læða inn hjá fólki er að það sé lífs spurnsmál fyrir Hafn firðinga að Alcan fái að stækka. Virðist þá engu skipta hver fórn ar - kostnaðurinn yrði. Það er ekki einu sinni til umræðu. Engir aðrir atvinnu mögu leikar virðast held - ur koma til greina. Ein af þessum mál pípum Alcan er Gylfi Ingv - arsson, aðaltrúnaðarmaður starfs - manna fyrirtækisins. Í grein sinni í Fjarðarpóstinum 1. febr úar sl. týnir Gylfi til ágæti Alcan og heitir á Hafnfirðinga að kjósa yfir sig stækk un - ina og það sem henni fylgir. Þetta er sá sami Gylfi sem gagnrýndi harð lega vinnu brögð Alcan við uppsagnir starfs manna síðast - liðið haust. Þetta er sá sami Gylfi sem sagði í fjöl miðl - um að ákvörðun Alcan byggði á mati sem enginn starfs maður kann aðist við. Þetta er sá sami Gylfi sem studdi 300 vinnu félaga sína í Bæjarbíói í mót mæl um við starfsaðferðum Alcan. Ágætu Hafnfirðingar! Látum ekki rugla okkur í ríminu. Það er ekkert sem bendir til þess að atvinnu öryggi núverandi starfs - manna Alcan sé í hættu. Hins vegar er engin ástæða til að stækka og fyrir því eru sterk rök. Nágrannasveitarfélögum okkar, Garðabæ og Kópavogi, hefur sem dæmi tekist bráðvel upp í sínum rekstri og það án álvers. Mun vænlegra er að sækja ný atvinnutækifæri í öðrum grein - um. Nefni sem dæmi Acta vis sem er með höfuðstöðvar sínar í Hafnarfirði. Actavis er með rúmlega 500 starfsmenn á Ís landi og um 10.000 starfsmenn í 30 lönd um. Fyrirtækið var stærsti greiðandi opinberra gjalda í Hafnarfirði árið 2006 og greiddi mun meira til sam félags ins held - ur en Alcan. Við eigum að stefna að því að fá fleiri slík fyrir tæki í bæinn. Þar liggur framtíðin, en ekki í mengandi ál bræðslu. Höfundur er félagi í Sól í Straumi Við hvað eru starfs - menn Alcan hræddir? Sigurður P. Sigmundsson Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan ég og jafnaldrar mín ir, foreldrar ungl inga dagsins í dag, héng um úti í sjoppu og rædd um, fjarri for eldr um okkar, hin mikil vægu málefni hver var skotinn í hverri eða öll önnur þau mál sem ungl ingar spjalla um og tilheyra þeirri vegferð að verða full - orðin mann eskja, að koma sér upp sjálf - stæðum skoð unum og von andi sem jákvæð - ustu sjálfs mynd. Fyrir okkur foreldra ungl inga dagsins í dag getur reynst erfitt að setja okkur inn í að stæður unglinganna. Vegna mjög örra þjóðfélags breytinga þá er sérhvert æsku skeið einstakt og við sem eldri erum getum ekki not að nema að hluta til reynslu okkar eigin unglings ára við uppeldi barna okkar. Þetta ástand skapar óöryggi meðal fullorðinna og oft for - dóma gagnvart ungu fólki, æsk - an er ávallt að fara í hundana? En er þó ekki farin eftir öll þessi ár. Ungl ingum er kennt um margt sem af laga fer eins og það sé unglinga að mynda ramma um sitt líf en ekki okkar foreldranna. Úti hátíðir í gegnum árin eru dæmi um slíkt. Hinir eldri gagn - rýna unglinga hvers tíma fyrir sukk og svínarí á útihátíðum í stað þess að setja „hátíðum“ af þessum toga ein hvern sæmandi ramma. Foreldrar fjargviðrast yfir aukinni ungl inga drykkju en eiga samt sem áður við skipti við fyrirtæki sem stuðla beint að aukinni unglingadrykkju með því að auglýsa átölulaust ólög - lega áfengi þar sem börn og ungt fólk er markhópurinn? Ábyrgð in er ekki annars staðar hún er hjá okkur. Það erum við hin eldri sem látum hluti viðgangast. Margt hefur verið skrafað um netið, tölvutæknina og unglinga. Oft í neikvæðum tón en oft sem betur fer undir já kvæð um formerkjum. Vissu lega er margt í net heimum sem ekki veit á gott en það er ekk ert nýtt undir sól - inni hvað það varðar. Allt sem á netinu finnst á sér forsögu, þeim sem gengur illt eitt til, þeir finna sjúkleika sínum farveg í gegnum nýja tækni fremur en að sjúk - leikinn sé nýr. „Farðu ekki upp í bíl með ókunnugum“, á sér því mið ur hliðstæður í netheimum. Þrátt fyrir þessa ann marka sem hin nýja og heillandi tækni hefur í för með sér þá er ljóst og klukk unni verður ekki aft ur snúið. Fólk sem ekki þekkir þessa heima þarf auð vitað að gera sér ferð á þessar slóðir og kynna sér þessar víð femu lend ur af eigin raun. Vandi máls ins er að í þessari nýju veröld hefur verið nokkur brestur á að fólk viðhafi samskipti, sem ekki eru af sömu kurteisi og útfrá sama sið ferði og ríkja í öðrum dag - legum sam skiptum milli fólks al mennt. Í þessu ljósi ber að fagna frum kvæði Heimilis og skóla með SAFT verkefninu, sem fjallar um bætt siðferði og sam skipti á netinu. Löngu tíma - bær um ræða, gagnleg fyrir alla ald urshópa og nauðsynleg ef við ætl um að byggja upp siðað samfélag. MSN-ið og sú tækni er í eðli sínu meinlaus. Þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi í sam tím an - um að vera einhverskonar „raf - rænt sjoppuhangs“ þess vegna þurfa foreldrar eins og áður að setja ungmennum ákveðnar raf - rænar „útivistarreglur“. Margir ungl ingar hafa tölvur í her - bergjum sínum og geta verið „úti“ eins lengi og þeim sýnist. For eldrarölt á ekki bara að felast í göngutúr um nánasta hverfi unglinganna, röltið þarf auðvitað einnig að vera rafrænt. Hvet les - endur til þess „rölta um” og kíkja á heimasíður unglinga og fylgast með því sem þar fer fram. Dást að því sem vel er gert en benda óhikað á það sem miður fer og bæta má úr. Eyðum ekki orku í að úthúða tækninni, tökum henni fagn andi, skiptum okkur af, höfum áhrif og styrkjum góðu hliðarnar. En umfram allt, það er okk ar foreldranna að setja ramm ana. Ef við foreldrar gerum það ekki þá gera það einhverjir aðr ir, sem ekki endilega hafa velferð barna og unglinga að leið arljósi. Höfundur er M.Ed. og fv. æskulýðsfulltrúi. Rafrænar útivistarreglur Árni Guðmundsson Skv. ályktun félagsfudnar Sam fylkingarinnar frá því á mánu dag mun Samfylkingin í Hafnarfirði ekki taka flokks - pólitíska afstöðu með eða á móti stækkun álversins í Straumsvík. Lýsti fundurinn yfir ánægju með það hvernig bæjarfulltrúar flokksins hafa haldið á málum við undirbúning atkvæða greiðslu um hugsanlega stækkun álvers - ins í Straumsvík á grund velli deiliskipulagstillögu. Þá segir í ályktuninni að með ákvörðun um bindandi atkvæða - greiðslu meðal allra kosninga - bærra íbúa í Hafnarfirði sé verið að stíga mikilvægt skref í þróun íbúalýðræðis, ekki einungis í Hafnarfirði, heldur víða um land. Tekur ekki flokkspólitíska afstöðu Samfylkingarfundur ályktar um álverskosningar Innsendar greinar Innsendum greinum í Fjarð - arpóstinn hefur fjölgað jafnt og þétt og er ánægjulegt að geta birt greinar frá almennum bæjar - búum jafnt sem stjórn mála - mönn um. Til að geta tryggt birt - ingu greina og að þær verði almennt lesnar eru greinar höf - undar hvattir til að hafa greinar eins stutt ar og kostur er og er há - marks lengd greina 300 orð. Þó er mögu leiki á lengri greinum í sér - stökum tilfellum en þó aðeins í samráði við ritstjóra. Að jafnaði er ekki tekið við greinum til birtingar sem einnig eru sendar í birtingu í önnur blöð sem dreift er á dreifingarsvæði Fjarðarpóstsins. Sjá einnig á fjardarposturinn.is Fisk fyrir heilann

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.