Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 8. febrúar 2007 Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: Haukar - Keflavík: 95-84 UMFG - Haukar: miðv.dag Úrvalsdeild karla: Haukar - Keflavík: 70-95 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: FH-ÍBV: 23-25 Haukar - HK: miðv.dag Næstu leikir: Körfubolti 9. feb. kl. 19.15, DHL-höllin KR - Haukar (úrvalsdeild karla) 11. feb. kl. 20, Ásvellir Haukar - Fjölnir (úrvalsdeild karla) 11. feb. kl. 18, Ásvellir Haukar - ÍS (úrvalsdeild kvenna) Handbolti 9. feb. kl. 19, Selfoss Selfoss - FH (1. deild karla) 9. feb. kl. 19, Seltjarnarnes Grótta - Haukar 2 (1. deild karla) 10. feb. kl. 16, Ásgarður Stjarnan - FH (úrvalsdeild kvenna) 10. feb. kl. 16, Laugardalshöll Valur - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 10. feb. kl. 18, Ásgarður Stjarnan - Haukar (úrvalsdeild karla) 11. feb. kl. 15, Kaplakriki FH - Höttur (1. deild karla) Íþróttir Mig langar að minna Hafn - firðinga á að það er ekki alltaf góð æri í landinu okkar, þó að það sé það núna. Það þarf ekki mik ið að gerast i efnahagslífinu svo að það hafi áhrif á atvinnuhorfur og þá er gott að hafa traust fyrir tæki sem eru á traustum grunni eins og Alcan. Við verðum að hugsa til framtíðar fyrir unga fólkið sem er að klára skólana, grunn skóla, iðnnám, fram - haldsnám og fleira. Það eru störf fyrir alla þessa hópa í álverinu í Straumsvík. Munið það í kosningunum um stækkun ál - versins að það eru miklir mögu - leikar fyrir ungt bæði menntað og ómenntað fólk. Við erum sem betur fer ekki öll eins og það er flóra atvinnutækifæra í álverinu í Straumsvík. Stækkun er nauð - synleg vegna sam keppninnar í ál geiranum og mun líftími verksmiðjunnar verða mun lengri fyrir vikið. Ál er létt málm - ur og léttir þyngd bíla og annarra farartækja sem þýðir minni meng un. Svo er álið end urvinnanlegt. Auk þess, ef af stækk un álvers verður, munu Hafn firðingar njóta góðs af því, en tekjur munu stóraukast til bæjar ins og fara úr 100 millj ónum á ári í 800 milljónir. Þá mun álverið auka þátttöku í sam félagslegum verkefnum. Hugsið til framtíðarinnar. Höfundur er vélvirki. Það er ekki alltaf góðæri Reynir Guðmundsson Er skoðuð eru málefni liðinna daga veltir maður fyrir sér hvað þarf til að ráðherra beri ábyrgð á mistökum sínum. Fyrir venju - legan Íslending er það al veg ljóst tel ég, að ráð herrar einn eða fleiri eða já ríkisstjórnin í heild sinni hlýtur að bera ábyrgð á fjár - málaóreiðu sem Byrgið hef ur komist upp með. Hvar í heiminum myndi slík óráðsía og ábyrgðar leysi ráða - manna verið látið við - gangast, hvergi að ég tel í hinum vestræna heima nema hér á landi. Er nema von að al - menningur hafi minnkandi tiltrú á þeim er starfa í pólitík? Enn og aftur eru ýmsir aðilar að spá í framboð til Alþingis, eldri borgarar, öryrkjar, náttúru vernd - ar sinnar og hvað þeir allir heita, sem eru að íhuga framboð. Stað - reyndin er að framboð smá fram - boða er Sjálfstæðisflokknum fyrst og fremst til framdráttar. Sjálfstæðisflokkurinn hagnast fyrst og fremst á allskonar klofn - ingsframboðum sem hugsanlega koma fram. Ég er fyrir nokkrum árum búinn að fara í gegnum það í huga mér að ef eldri borgarar t.d. ætla sér að ná árangri í málefnum sínum, verða þeir að berjast innan fjór - flokk anna sem svo kallast, að mínu áliti. Og þá er spurningin hverjum er best treystandi í alvöru að berjast af hreinskilni og alvöru fyrir mál - efnum eldri borgara. Ég tel að þar sé engin spurning að Sam fylk - ingunni sé þar best treyst andi. Jafnað ar - mannaflokkur sem hef ur skýra skírskotun í þeim efnum, flokkur sem hefur gildi sem eru byggð á frelsi, jafn rétti og bræðralagi, en það er vissulega Sam fylkingin á Íslandi. Þess vegna er engum flokki betur treystandi fyrir baráttu mál - um eldri borgara en Sam - fylkingunni á Íslandi. Eldri borg - arar ég skora á ykkur að fylkja ykk ur um Samfylkinguna í kosn - ingum til Alþingis 12. maí. Ef svo verður, trúi ég og veit að mál - efnum eldri borgara í bráð og lengd verður betur sinnt en verið hefur undanfarin ár. X við S 12. maí tryggir betri hagsæld fyrir eldri sem yngri á næstu árum. Höfundur er formaður 60+ Hafnarfirði og varaþingmaður Samfylkingar í Suðvestur - kjördæmi. Hugsað upphátt Jón Kr. Óskarsson Mig langar að vita hvort ein - hver náttúruunnandi geti ekki keypt fyrir mig álverið í Straums vík og eytt því? Svo ég og aðrir íbúar í nágrenni álversins þurfum ekki að búa við þessa miklu sjónmengun og getum horft á Keili, þetta fallega fjall og Reykjanes - hrygg inn án sjónmengunar og háspennulína. Allt virðist falt fyrir peninga á Íslandi í dag, jafnvel loftið sem við öndum að okkur verður bráðum ekki und an - skilið. Dagbjört Bragadóttir, Gaflari. Lesandi hefur orðið: Hugleiðingar frá íbúa á Völlum: Félagi okkar úr Sjálf stæðis - flokknum, Skarphéðinn Orri Björnsson, skellti sér í sleða - brekkuna í síðasta Fjarð arpósti. Þar þóttist hann hafa bjarg að snjóruðningsmálum bæj ar ins á þann veg að húsagötur yrðu ruddar um helgar með stór felldri tillögugerð flokksins á fund - inum. Mátti lesa það sem svo að Orri væri orðinn himin borinn og hefði með framsýni sinni bjargað bænum frá snjón um. Rétt er til þess að geta að fram kom á fundinum, af hálfu starfs manns Hafnarfjarðarbæjar, að misritun hafi átt sér stað á eyðu blaði sem lagt var fram. Hinsvegar stendur í verklagi um sjó moksturinn að „Stefnt er að, leiðir séu opnar alla daga“. Eyðu blaðið, misritunin, var leið rétt þegar á fundinum. Ekki var nein formleg tillaga tekin til afgreiðslu um breytingu. Það er kostur að hafa félaga, eins og Orra, með sér í störfum enda lýsir hann því yfir sí og æ að hann sé einn sá að halds sam - asti og vandfundinn annar eins. Hinsvegar gera menn ekki svona í blaðagreinum, skrifum frekar um eitthvað uppbyggilegra. Starfs menn Hafnarfjarðarbæjar eiga það ekki skilið af hálfu okkar sem erum að vinna í pólí - tískri stjórnsýslu. Þess vegna þykir okkur, undirrituðum, mikil vægt að leiðrétta Orra. Með samstarfskveðju innan Fram - kvæmdaráðs. Gunnar Svavarsson, Hafrún Dóra Júlíusdóttir, Ingimar Ingi - marsson fulltrúar Sam fylking - arinnar í Fram kvæmdaráði. Leiðréttur Orri Fiskislóð 75 | 101 Reykjavík | Sími 570 7500 | Fax 570 7510 hanspetersen@hanspetersen.is | www.hanspetersen.is Störf í boði Hans Petersen óskar eftir sölumanni í fullt starf í verslunina í Hafnarfirði Viðkomandi þurfa að vera þjónustulundaðir, fljótir að tileinka sér nýjungar og með jákvætt viðhorf. Starfssvið er öll almenn afgreiðsla og sala á vörum í verslun okkar. Umsóknarfrestur er til 16. febrúar. Umsóknir sendist á hanspetersen@hanspetersen.is. Hans Petesen hf byggir starfsemi sína á gömlum grunni á nýrri öld. Fyrirtækið hefur í fjölda mörg ár verið leiðandi í þjónustu við landsmenn á sviði framköllunar og ljósmyndunar. Í dag rekur fyrirtækið fimm smásöluverslanir en þær eru: í Kringlunni, Smáralind, Laugavegi 178, Firði í Hafnarfirði og þar sem þetta allt hófst í Bankastrætinu. Auk þess rekur fyrirtækið öfluga heildsölustarfsemi. Opið hús í kvöld hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar kl. 20 í sal félagsins að Flatahrauni 29 Gestur kvöldsins: Trausti Magnússon, matreiðslumeistari og veiðimaður Allir velkomnir Sjá nánar á www.svh.is Fyrirtæki og einstaklingar Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl, skattakærur, fjármálaráðgjöf. Magnús Waage, viðurkenndur bókari Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275 Góðan daginn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.