Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 08.02.2007, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 8. febrúar 2007 Vodafone styrkir foreldraröltið Nýlega styrkti Vodafone foreldraröltið í Hafnarfirði um 6 nýja síma en þeir verða notaðar sem öryggistæki og til að auðvelda foreldrum í röltinu samskipti sín á milli og við aðra samstarfsaðila. Í flestum skólum bæjarins er virkt foreldrarölt og verið er að hrinda því í fram kvæmd í Hraunvallaskóla. Styrkurinn kemur sé vel sem aukin þjónusta við verkefnið og eykur öryggi starfsins að sögn Geirs Bjarnasonar, for varn - arfulltrúa hjá Hafnar fjarðarbæ. Taekwondo Gull og silfur í Svíþjóð Trelleborg open mótinu í sparring - Taekwondo lauk nú um helgina. Fimm keppendur voru frá Íslandi en 27 þjóðir sendu keppendur á þetta sterka A mót. Allir íslensku kepp - endurnir voru úr Taekwondo deild Bjarkar. Björn Þor leifsson náði gulli á mótinu og er hann því komin á feikna skrið á þessu ári. Auður Anna Jónsdóttir náði silfri eftir bardaga við þýska stúlku sem hafði betur í úrslita - bardaganum. Þrír af keppendunum Bjark - ar, Björn, Gauti og Hauk ur voru í æf inga - búðum viku fyrir keppn ina í Sví þjóð hjá Mast er Paul Voigt, lands - liðs þjálf ara Íslands. www.frikirkja.is Fríkirkjan Sunnudaginn 11. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Góðir gestir líta við - kaffi á könnunni. Allir velkomnir Hraunseli, Flatahrauni 3 og hefst kl. 20.30 Félagsmiðstöðin Hraunsel • 555 0142, 555 6142 Munið vef félagsins: www.febh.is Dansinn dunar frá kl. 20.30-23.30 Capri tríó leikur Hjartanlega velkomin! Dansleikur eldri borgara föstudaginn 9. febrúar Þann 16. febrúar næstkomandi lýkur sýningum á hinu bráð - fyndna verki Ráðskonu Bakka - bræðra hjá Leikfélagi Hafnar - fjarðar. Verkið hefur nú verið sýnt síðan fyrir jól við góðar undir tektir bæjarbúa og lýkur nú fyr ir fullu húsi vegna anna leik - ara. Verkið var sett upp í desem - ber til að minnast 70 ára afmælis leik félagins en Ráðskona Bakka - bræðra er vinsælasta verk félags - ins frá upphafi og var sýnt 84 sinnum á árunum 1943-44. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur starfað að krafti síðustu ára - tugina og ekki síst eftir að hafa feng ið samastað í Gamla Lækjar skóla fyrir þremur árum. Á síð asta ári setti félagið upp þrjú verk í fullri lengd og var eitt þeirra nýtt íslenskt verk eftir Hafn firðinginn Lárus Húnfjörð og eitt ný leikgerð eftir sögu Ole Lund Kirkegaard. Það er stefna leikfélagsins að bjóða bæjar - búum upp á það ferskasta sem er að gerast í íslenskum leikhús - heimi bæði með framsæknum tilraunum í leiklist og eins með vönduðum og skemmtilegum sýningum fyrir alla aldurshópa. Á haustdögum vonast félagið til að hefja aftur með stuðningi bæjar yfirvalda starf fyrir ungl - inga á aldrinum 13-16 ára en veru leg þörf er fyrir aðra tóm - stundaiðju en íþróttir fyrir þenn - an aldurshóp að sögn Lárusar Vilhjálmssonar hjá leikfélaginu. Síðustu sýningar á Ráðskonu Bakkabræðra eru laugardaginn 10. febrúar, sunnudaginn 11. febrúar (uppselt) og föstudaginn 16. febrúar. Sýningar byrja kl. 20 og eru í Gamla Lækjarskóla. Miðapantanir eru í síma 5511850 og í leikfelagid@simnet.is. Gróska hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar Síðustu sýningar á Ráðskonu Bakkabræðra Kristín Rós Birgisdóttir, sem leikur ráðskonuna með Huldu Runólfsdóttur sem lék ráðskonuna 1943 og aftur 1952. P IP A R • S ÍA • 7 0 2 3 9 Hafnarfjarðarbær fékk Capa - cent til að gera tillögu að spurningu fyrir íbúakosningarnar 31. mars nk. Tillagan er svo - hljóð andi: Fyrir liggur tillaga að deili - skipu lagi sem gerir ráð fyrir stækk un álversins í Straumsvík. Til lagan hefur verið kynnt íbúum Hafnarfjarðar. Ertu fylgjandi eða andvígur stækk un álversins samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulags til - lögu? Hægt var að senda athuga - semd ir um orðalagið til 7. febrúar. Um hvað verður spurt?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.