Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.03.2007, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 15.03.2007, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. mars 2007 Jú! en nú finnst mér að blikur séu á lofti, hvað verður með starfs öryggi fjölda fólks? Hvern - ig verður með störf fyrir dætur og syni ykk ar Hafnfirðingar? Börnin sem drifu sig í nám fyrir hátækni geir - ann, og álitu að Alcan myndi taka við enn fleiri hámenntuðum starfs mönnum, að þau þurfi ekki að sætta sig við störf með lágum laun um miðað við langt og strangt nám, nú! eða flytja erlendis. Það er nefnilega ekki langt síðan fólk fór umvörpum til útlanda til að afla betri kjara fyrir sig og sína. Halló!! mótmælendur stækk - unar Alcan! Ekki aftur „útrás“ til Ástralíu. Mér er málið hjartfólgið, ég á ætt ingja sem tóku þátt í að byggja gamla Ísal og hef í gegn - um tíðina fylgst með hvernig þessi þátttaka í byggingu gamla Ísal, hefur undið upp á sig, börn - in vinna fyrir álverið, barna - börnin eru byrjuð að vinna fyrir Álverið. Þetta eru afleiddu störfin sem sérfræðingarnir eru sífellt að tala um, ég er inni í hringiðunni og það þurfti ekki að lýsa því fyrir mér hversu gríðarlega mikilvægt það er fyrir fjölskyldumeðlimi mína að búa við þessi fjölbeyttu og vellaunuðu störf í framtíðinni, og bráð um koma barna barna - börnin til skjalanna. Nú koma andstæð ing ar stækk - unar og segja! Að sjálfsögðu geta þau unnið við eitt hvað annað! Hvað? Ég hef ekki heyrt talað um hvaða störf muni verða í boði í staðinn fyrir álfram - leiðslu og öll þau fjöl - mörgu störf í kringum álið, fram leiða skaut, framleiða íhluti í ýmsar vélar (þarna kem ur til kasta sér - fræð inganna að greina frá hvaða hluti, er bara meðvituð um að það er mikið af þeim), viðhald og viðgerðir, þjónustu - störf í ótal myndum. Það þarf að teikna og reikna, forrita ekki bara tölvur! því að í framtíðinni, í nýrri og stærri álframleiðslu, verður mest öll framleiðsla á flestöllum sviðum stjórnað með þessum og hinum hugbúnað - inum. Já nú má ég kjósa með stækk - un, ætla að styðja við járn- og málmiðnað, byggingariðnað og þjónustugeirann og búa í haginn fyrir lítil og stór frændsystkini mín. Ég skora á Hafnfirðinga sem eru á móti stækkun Alcan að gæta vel að hvort það sé vit í því að neita! Sólin getur nefnilega sest í fleiri skilningi en að „brælan“ frá álveri hylji hana, og síðast en ekki síst þá mun álbræðslan ekki skyggja á neinar sólir, það er ekki um að ræða, að starfsmenn séu að moka kolum. Höfundur er félagi í Hagur Hafnarfjarðar. Gott að vera aftur flutt í Hafnarfjörð? Guðrún Ásdís Einarsdóttir Íslendingar eru stoltir af lýðræðishefð sinni. Hún hefur lagt grunn inn að friðsamlegum lausn - um deilumála og lýðréttindum, á borð við kosningarétt kvenna á sínum tíma. Sinnuleysi um lýð - ræð ið hefur þó um skeið valdið stöðnun í lýð ræðisþróun á Ís landi. Árið 2001 kynnti Sam - fylkingin niður stöðu fundaraðar um lýð - ræðismál. Sam fylk - ingin í Hafnarfirði hélt þeim gunnfána á lofti í sveitar stjórnarkosningum 2002. Eftir sigur flokksins var markað það sögulega skref hér á landi að gerð ar voru róttækar stjórn kerfis - breytingar sem miðuðu að því að efla lýðræðið og gera sérhverjum bæjarbúa kleift að hafa áhrif á samfélagið, umhverfi sitt og þar með sínar eigin aðstæður Samfylkingin setti ákvæði árið 2002 í samþykktir Hafnar fjarðar - bæjar sem tryggja að bæjarstjórn beri að leggja þau mál sem hún álít ur vera mjög þýðingarmikil fyrir bæjarfélagið í dóm kjósenda. Í kosningum vorið 2006 lagði Sam fylkingin áherslu á að leggja verk sín í dóm kjósenda og boða framtíðarsýn þar sem samráð og sátt væru ennþá í öndvegi. Sérstök áhersla var lögð á að viðhalda raunverulegu íbúalýðræði. Ekki í fyrsta sinn sem íbúa - kosningar ráða för Á vetrarmánuðum 2001 fékk Alcan heimild til að vinna að gerð deiliskipulagstillögu í samráði við Hafnarfjarðarbæ í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997. Umrædd deiliskipu - lagsvinna sem þá hófst stend ur ennþá yfir. Undan farnar vikur hafa margir stigið á stokk og tekið þátt í umræðunni um fyrirhugaðar íbúa - kosningar. Sú umræða er að nokkru þver pólí - tísk og sitt sýnist hverj - um. Miklu skiptir hins vegar að skilja hvers vegna einmitt deili skipu lagið er í forgrunni umræð unnar og íbúakosninganna. Íbúar í Hafnarfirði munu ekki geta kosið á beinan hátt um orku - öflunina sem Orkuveita Reykja - víkur og Landsvirkjun hafa stað - fest, ekki um heimild í samræmi við mat á umhverfisáhrifum sem Skipulagsstofnun og umhverfis - ráðherra hafa staðfest, ekki um starfsleyfi sem Umhverfisstofnun hefur gefið út. Skipulagsskyldan er hjá sveitarfélaginu. Deili - skipulagið er það sem íbúar taka af stöðu til enda er það hin form - lega ákvörðun sem fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar liggur. Niðurstaða bæjarstjórnar ræðst síðan af niðurstöðu íbúakosn - ingarinnar um deiliskipulagið. Kosningin í Hafnarfirði verður þó ekki einsdæmi, því sveitarfélög hafa framkvæmt íbúakosningar um skipulagsmál, þrátt fyrir að vera ekki með almenn ákvæði á borð við Hafnarfjörð í samþykkt - um sveitarfélagsins. Má hér minna á kosningar um framtíð Hrólf skálamela og Suðurstrandar, viðmikla árlanga deilu um deili - skipulag, sem fram fóru á Seltjarnanesi 25. júní 2005. Við treystum Hafnfirðingum Við lifum á breytingatímum. Stjórnmálamenn á hverjum tíma verða að vera víðsýnir og í tengslum við þá þróun sem á sér stað. Þær ákvarðanir sem Sam - fylkingin í Hafnarfirði tók með því að ástunda samráð og tala óhik að fyrir íbúakosningum hefur mælst vel fyrir. Þetta staðfestu íbúar Hafnarfjarðar með,því að velja Samfylkinguna áfram til forystu í síðustu bæjarstjórnar - kosningum. Þetta staðfestir jafn - framt nýleg könnun Capacent Gallup, sem sýnir að um 90% íbúa Hafnarfjarðar finnst það skipta miklu máli að kosið sé um þýð - ingar mikil mál. Þau markvissu spor sem Samfylkingin hefur mark að í stjórnmálasögu landsins með því að setja lýðræðismálin í forgrunn ættu að verða öðrum stjórn málaflokkum til eftirbreytni. Við viljum gefa bæjarbúum frelsi til að nýta sér atkvæðisréttinn, fulltrúalýðræðið víkur fyrir beinu íbúalýðræði. Samfylkingin hræð - ist ekki beint íbúalýðræði. Við treyst um íbúunum til að fara vel með vald sitt í þessu máli. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Hræðumst ekki lýðræðið Gunnar Svavarsson Ef stækkun álversins í Straums - vík verður samþykkt verð ur til stærsta álbræðsla í Ev rópu og verður staðsett inni í íbúðar - byggð. Höfum í huga að á sl. 35 árum hafa mörg stór íbúðarhverfi verið byggð í bænum s.s. Norðurbær, Set - berg, Mosahlíð, Ás - lands hverfið og Vellir. Bær inn getur ekki stækk að nema í suður og vesturátt. Í suðurátt tak markast stækkun bæjar ins m.a. af skóg - rækt og útivistar svæð um, auk þess sem eldstöðvar eru sunn - arlega í bæjarlandinu við Undir - hlíðar sem telja verður virk ar í ljósi þess að síðast gaus þar á ? öld. Því er ljóst að byggð næstu ára á eftir að teygjast í aðeins í suðurátt en fyrst og fremst vestur með ströndinni. Tak ið nú þessi hverfi sem byggð hafa verið á sl. 35 árum og setjið á þessi landsvæði sunn - an og vestan álversins. Hvar sýnist ykkur stærsta álbræðsla Ev - rópu vera staðsett? Jú, í miðjum bænum. Mörg bæjarfélög státa af áber andi kenni - leitum sem eru nokkurskonar tákn við komandi bæjarfélags. Allir þekkja Hall gríms kirkju í Reykja - vík og Perluna. Kirkjuna á Húsa - vík og Akureyrarkirkju. Ef af stækkun álversins verður þá er líklegt að álbræðslan í Straumsvík verður kenni leiti Hafnarfjarðar. Er ástæð an sú að ferlíkið verður slíkt að það mun skyggja á allt annað í bænum. Eins og sjá má í öðrum bæjar - félögum á höfuðborgarsvæðinu þá má hafa atvinnu og tekjur af margskonar starfsemi annarri en álbræðslu. Við þurfum ekki á þessari stækkun að halda. Horfum til framtíðar og veljum okkur fallegra kenni leiti fyrir bæjar - félagið en meng andi álbræðslu. Mætum á kjörstað og veljum NEI við stækkun ál vers ins í Straums - vík. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Þekkt kennileiti bæjarfélaga Kristján Gunnarsson Virðing Menntasetrins við Lækinn gagnvart börn um er dregin í efa og lögregla og Hafnarfjarðar - bær hafast ekkert við þó að leikvöllur við skólann sé fullur af bílum nánast dag- og kvöld langt. Ná - grannar eru reiðir og lög - regla segist ekkert geta gert þar sem engin skilti banna bifreiðastöðu. Bolt - inn er hjá Hafnarfjarðar bæ segir aðalvarðstjóri lög - regl unnar á svæðisstöð 2. Bílum lagt á leikvöll við Gamla Lækjarskóla Lögreglan getur ekkert að gert — Bendir á Hafnarfjarðarbæ Úthlutað var úr Minningar sjóði Helgu Jónsdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar fyrir skömmu. Menningar félag Hafn ar fjarðar, Gamla bóka safn inu, fékk 100.000 króna styrk til efl ingar hópa - starfs, sem fer fram einu sinni í viku yfir vetrartímann fyrir ung - menni úr sérdeild Flens borgar - skóla. Þessi hópur er utan veltu félagslega og verið er að reyna að rjúfa einangrun hans. Það eru nemendur úr sérdeildinni ogt foreldrar þeirra, sem taka þátt í hópastarfinu ásamt félags þjón - ustu Hafnarfjarðar og Gamla bóka safninu. Þá fengu Unglingar á batavegi, UÁB, styrk að upphæð 400.000 krónur, til eflingar hópastarfs 12- 17 ára barna, sem teljast til áhættu hóps. Námsráðgjafar grunn skólanna í Hafnarfirði og starfsmenn félagsmiðstöðvanna vinna markvisst að því að finna þá einstaklinga, sem þurfa á þessu úrræði að halda en auk þeirra koma unglingar inn í þennan hóp í gegnum félagsþjónustuna. Þá er víðtæk samvinna við aðrar stofnanir í bænum sem koma að málefnum barna og unglinga. Minningarsjóðurinn var stofn - aður var 2004 hefur það að markmiði að hlúa að hafnfirskri æsku. Nánari upp lýsingar um sjóðinn er að finna á slóðinni www.bjarnioghelga.is Unglingar á batavegi og Gamla bókasafnið fengu styrki Sjóðstjórnin ásamt styrkþegum: Lúðvík Geirsson, Jóhanna M. Fleckenstein frá UÁB, Bjarni Jónasson, Geir Bjarnason frá Gamla bókasafninu, Helga Snæbjörnsdóttir og Gunnþór Þ. Ingason. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.