Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.04.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 18.04.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 18. apríl 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Kaþólska biskupsembættið vill nú byggja á Jófríðarstöðum þar sem það áður óskaði eftir að þeim yrði tryggt svæði næst kirkjunni til að tryggja að kirkjan fengi að fullu að njóta sín og lögðu kirkjunnar menn áherslu á að ekki yrði byggt nærri kirkjunni. Nú er biskupsembættið í fjárhagsvanda og hann á að leysa með því að láta verktaka byggja fjölbýlishús á svæðinu gegn vilja sóknarbarna. Oft hefur peningavaldið verið ganrýnt í prédikunarstól og fróðlegt að vita hvað umræðuefnið er nú í kaþólsku kirkjunni. Það mætti halda að markvisst eigi að afmá græn svæði í Hafnarfirði svo hart er gengið að óbyggðum svæðum í bæjarlandinu. Einhvern veginn finnst mér eðlilegt að skýr stefna sé mörkuð um að græn svæði séu tekin varan lega frá sem útivistarsvæði. Það nær ekki nokkurri átt að skipulagi sé breytt með nokkurra ára fresti. Til hvers er eiginlega verið að gera skipulag? Var ekki vandað til þess í byrjun? Hægt og hljótt er deiliskipulagstillagan auglýst og fólk áttar sig ekki fyrr en of seint að of seint er að gera athugasemdir - með rökum. Um svona atriði er ekki kosið. Íbúalýðræðinu var framfylgt með asnalegum álverskosningum. Rannveig Rist og Wolfgang Stiller, stjórnarformaðu Alcan á Ís - landi funduðu með iðnaðarráðherra og Landsvirkjunarfólki. Bæjar - stjórinn fékk ekki að vera með enda klúðraði hann málum fyrir Alcan. Hann hefur lýst því yfir að ekki verði tekin fyrir ný deili - skipu lagstillaga um Alcan svæðið. Samrýmist það jafnræðis regl - um? Aðrir fá að koma með nýjar tillögur! Kannski Rannveig og Wolfgang vilji fylla út í sjó og reisa álver á uppfyllingu, það væri ný tillaga sem mætti láta auglýsa! Guðni Gíslason Plokkfiskur - ekkert vesen - 2. Viking Circle, útilistaverk í Straumi. Lagt fram bréf, dags. 27. mars sl., frá Víkingahringnum með beiðni um heimild til að reisa lista - verk af Þór við Straum. Bæjarráð samþykkir að vísa beiðninni til umsagnar menningar- og ferðamálafulltrúa og um hverf - is nefndar. 4. Samningur um götugögn milli Hafnarfjarðarbæjar og AFA JCDecaux Ísland ehf. Lagt fram bréf, dags. 7. mars sl. frá framkvæmdastjóra AFA JCDe - caux með beiðni um afnám banns við auglýsingum stjórnmálaflokka. Bæjarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti. 7. Knattspyrnufélagið Haukar, endurskipulagning fjármála. Lagt fram bréf, dags. 21. mars sl., þar sem fram kemur að félagið hafi endurskipulagt fjármál sín og að ekki sé þörf á aðkomu bæjarins að svo stöddu og því sé erindi frá 27. október sl. dregið til baka. 10. Golfklúbburinn Keilir. Lögð fram drög að sam - komulagi um lokauppgjör varð - andi Golfklúbbinn Keili. Bæjarráð vísar drögunum til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 11. Heimildarmynd, 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar. Lögð fram drög að samningi við Halldór Árna Sveinsson, kvik - myndagerðarmann, vegna gerðar á heimildarmynd í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðar árið 2008. Bæjarráð samþykkir drögin og felur upplýsinga- og kynningar - fulltrúa að ganga frá samningnum. 4.Staðardagskrá 21, starfshópur Fjallað um gögn sem Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram á síðasta fundi ráðsins. a. Lífstíll Fjölskylduráð hefur þegar hafið vinnu að þessum markmiðum m.a. með þátttöku í hreyfingu fyrir alla. b. Samfélag, lýðræði, jöfnuður. Fjölskylduráð telur að hvetja beri íþróttafélögin í bænum til að verða fyrirmyndarfélög ÍSÍ. 5. Miðhella 1, miðstöð fyrir listamenn Lagt fram erindi frá Miðhellu ehf., dags. 23. mars sl., þar sem óskað er eftir viðræðum um hugsanlegt samstarf um nýtingu fyrirhugðrar miðstöðvar fyrir listamenn á Miðhellu 1. Erindinu vísað til sviðsstjóra. 13.Umboðsmaður Alþingis. Framhaldsskólar. Greiðsla kostnaðar við tónlistarnám. Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis vegna greiðslu kostnaðar við tónlistarnám. Framhaldsskólar. Bæjarráð samþykkir að vísa álitinu til fræðslustjóra og bæjar - lögmanns til frekari skoðunar. Víðistaðakirkja Sumardagurinn fyrsti, 18. apríl Blóma- og skátamessa á sumardaginn fyrsta kl. 13 Prestur: Bragi J. Ingibergsson Ræðumaður: Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ Stúlknakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur Gleðilegt sumar! Sunnudagurinn 22. apríl Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sunnudaginn 15. apríl Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 14 Prestar: sr. Þórhallur Heimisson og sr. Gunnþór Þ. Ingason Organisti: Guðmundur Sigurðsson Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju Kirkjuþjónar: Jóhanna Björnsdóttir og Einar Örn Björgvinsson Sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11 Barnastarf T.T.T. (10-12 ára) - Þriðjudaga kl.17-18.30 Krakkakirkja (7-9 ára) - Fimmtudaga kl.17-18.30 Ungbarnmorgnar - Fimmtudaga kl.10-12 Fullorðinsfræðsla - sjá heimasíðu. www.hafnarfjardarkirkja.is Sýningar Kvikmyndasafnsins Óeirðirnar á Austurvelli Á laugardaginn kl. 16 eru á dagskrá nokkrar myndir um jöklaferðir á Íslandi fyrr á tímum þeirra á meðal um leiðangur Danans Nielsen árið 1936, frá enskum jarðfræðileiðangri um 1930 og frá fransk – íslenska Vatnajökulsleiðangrinum. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnt safn mynda frá óeirðunum á Austurvelli ár - ið 1949 auk úrvals mynda sem Samuel Kadorian, ljósmyndari banda - ríska hersins tók hér á landi af landi og þjóð á stríðsárunum. Sýningar Kvik myndasafnsins eru í Bæjarbíói. Sumardagurinn fyrsti: Skátamessa kl. 13 Skáta- og blómamessa verður í Víðistaðakirkju kl. 13 á sumardaginn fyrsta. Messan er að skátasið með skemmtilegum skátasöngvum. Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ er ræðumaður. Skrúðganga kl. 13.45 Skátafélagið Hraunbúar stendur fyrir skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta eins og venjulega og hefst hún kl. 13.45 við Víðistaðakirkju. Gengið verður út Garðaveg og niður Hraun brún, Flókagötu, Vesturgötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Fjölskyldudagskrá á Thorsplani kl. 14-16 Fjölskyldudagskrá verður á Thorsplani í umsjá skátafélagsins Hraunbúa. Skemmtidagskrá verður á sviði og reistar verða skátabúðir þar sem gestir og gangandi geta tekið þátt í leik og þraut. Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir úr Abbababb, Óli, Halla og Aron Neisti úr leynifélaginu Rauðu hauskúpunni syngja og leika. Bubbi Morthens í Fríkirkjunni Bubbi Morthens heldur tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, sumardaginn fyrsta kl 20.30. Húsið opnað kl 19.30. Bubbi mun spila bæði nýtt efni í bland við eldra. Miðasala verður við innganginn. Víðavangshlaup Víðavangshlaup Hafnarfjarðar veður haldiðá Víðistaðatúni á sumardaginn fyrsta kl. 11. Keppt er í 7 aldurs - flokkum frá 6 ára aldri upp í 21 árs og eldri. Allir keppendur fá verðlauna - pening og sigurvegarar flokka fá bikara. Aðalfundur Kkd. Hauka Kkd. Hauka boðar til aðalfundar laugardaginn 21. apríl kl. 19 á Ás völl - um og á dagskrá eru venjuleg aðal - fundarstörf. Boðið verður upp á léttar veitingar. Orgelið hvatt Tónlistardagskrá í Hafnarfjarðarkirkju 22. apríl kl. 17. Walcker orgel Hafnarfjarðarkirkju frá 1955 formlega kvatt. Fram koma Kór Hafnar fjarð - arkirkju undir stjórn Guðmundar Sig - urðs sonar, Barnakór Hafnar fjarð ar - kirkju undir stjórn Helgu Lofts dóttur, Hjör leifur Valsson, fiðluleikari, Ásgeir Páll Ágústsson, baritón og píanólei k - ararnir Bjarni Þór Jónatansson og Anna Magnúsdóttir. Árshátíð Bjarkar 28. apríl Árshátíð Fimleikafélagsins Björk verð - ur 28. apríl. Hægt er að kaupa miða í Íþróttamiðstöðinni Björk.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.