Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.04.2007, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 18.04.2007, Blaðsíða 12
Sigurganga Haukakvenna í körfubolta hefur vakið athygli í vetur. Eftir að hafa unnið meistarakeppni KKÍ, tvær bikar - keppnir og orðið deildarmeist - arar kórónuðu þær sigurgöngu sína með því að sigra Kefl vík - inga í úrslitakeppni um Íslands - meistaratitilinn. Haukar unnu þrjá leiki en Keflavík einn. Haukar sigruðu Keflavík í Keflavík á laugardaginn með 88 stigum gegn 77 og skoraði Ifeoma Okonkwo, Texasbúinn í liði Hauka 32 sig og Helena Sverrisdóttir kvaddi Haukaliðið með stórleik og skoraði 27 stig en hún er á leið í nám til Banda - ríkjanna þar sem hún mun leika með háskólaliðinu Texas Christ - ian University. Þjálfari Haukanna, sem gert hefur kraftaverk með liðinu, Ágúst Björgvinsson, er að öllum líkindum á leið til Litháen en honum hefur boðist aðstoðar - þjálfarastaða hjá karlaliði Lietu - vos Rytas en Ágúst dvaldi hjá liðinu í eitt ár. 12 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 18. apríl 2007 Sendu fallega fermingarkveðju www.skataskeyti.is Íslandsmeistarar Haukastúlkur sigruðu á öllum mótum í ár! Ágúst á förum frá Haukum? L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n FJARÐARPÓSTURINN OG SKÁTARNIR Munum að flagga á sumardaginn fyrsta Gleðilegt fisksumar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.