Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.06.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 06.06.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 6. júní 2007 Leitum að starfsfólki Svæðisskrifstofa Reykjaness leitar að sumarstarfsfólki og framtíðarstarfsfólki til starfa í vaktavinnu á heimili fatlaðs fólks í Hafnarfirði (Svöluás) og skammtímavistun í Garðabæ (Móaflöt). Skemmtileg og lærdómsrík störf. Boðið er upp á öflugan stuðning í starfi og þjálfun. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi SFR. Ráðið í störfin sem allra fyrst. Nánari upplýsingar um störfin ásamt öðrum störfum eru veittar á skrifstofutíma í síma 525 0900, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfirði eða á heimasíðunni www.smfr.is. Lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar fóru vel af stað með syngjandi skólabörnum á Thorsplani og brúðuleikhúsi fyrir leikskólabörn við bóka - safnið. Fjölmargt var í boði og eflaust ná ekki margir að fylgjast með öllu. Þátttaka hefur verið mis jöfn en góð aðsókn hefur verið á myndlistasýningar og ýmsa atburði á meðan færri komu á aðra. T.d. komu færri en 50 manns á setningarathöfn Bjartra daga í Hafnarborg. Þjóða hátíðin dró mest að og var fullt hús allan laugardaginn og hafa þátttakendur örugglega verið nokkur þúsund en þó ekki 12 þúsund eins og Alþjóðahús lét fara frá sér. Þjóðahátíðin dró greinilega fólk víða að á meðan Hafnfirðingar virtust vera í meirihluta á öðrum viðburðum. Bjartir dagar fóru vel af stað Mestur áhugi var á þjóðahátíð í íþróttahúsinu Leikskólabörn fylgdust hugfangin með brúðuleikhúsi við bókasafnið. L j ó s m y n d i r : G u ð n i G í s l a s o n Fyrsta verk umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, er Alþingi hafði verið sett, var að vígja nýja Gámavelli, nýja mót - tökustöð Gámaþjónustunnar við Berghellu. Við athöfnina flutti Elías Ólafsson, stjórnar for maður ávarp og sagðist m.a. hafa kennt Þórunni í MR. Hann sagði að framtíðaruppbygging fyrirtæk - isins yrði í Hafnarfirði og von - andi yrði hægt að flytja höfuð - stöðar fyrirtækisins þangað á þessu ári, þá klippti ráðherra á borðann og ávarpaði gesti og sagði m.a. nauðsynlegt að Ís - lend ingar flokki rusl betur. Fyrsta borðaklipping umhverfisráðherra Vígði nýja móttökustöð Gámaþjónustunnar Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra klippir á borðann með aðstoð Benónýs Ólafssonar, forstjóra. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Það var regnstakkaveður á sjómannadaginn en fjölmargir létu það ekki á sig fá og tóku þátt í hátíðarhöldum dagsins. Hátíðin hófst með því að lagður var blóm sveigur að minnismerki um drukknaða sjómenn og sjó - manna messu að því loknu. Að venju var mik ill áhugi á siglingu og fór Fagri klettur tvívegis með fólk út á sjó og björgunar skipið Einar Sigur jónsson sigldi einnig með fólk. Fjölmargir prófuðu kassaklifur og veggjaklifur sem Björgunar - sveitin sá um en engin þátttaka var í koddaslag og nokkrir próf - uðu að fikra sig eftir línu yfir sjónum en fáir komust hjá því að blotna. Vonandi að Hafnarfjarðarbær geri sjómannadaginn að alvöru hátíðisdegi í bænum enda er saga bæjarins samofin sjómennsku og fiskvinnslu. Sjómannadagurinn Minning um bakgrunn okkar Þrír sjómenn voru heiðraðir; Steindór Ólsen, vélstjóri, Helgi Björn Einarsson, stýrimaður og Guðmundur Vigfússon, háseti. Með þeim er l.t.v. Karel Karelsson frá Sjómannadeginum, Sólveig Einars - dóttir, kona Helga og Guðrún Ólafsdóttir kona Guðmundar. L j ó s m y n d i r : G u ð n i G í s l a s o n Hjónin Berglind og Pétur Gaut - ur á opnun sýningar Péturs. Fremur fámennt var á rokktónleikunum, a.m.k. framan af. Tælönsk listskreyting á ávöxt. Salsa dansaður af innlifun.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.