Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.06.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 06.06.2007, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Miðvikudagur 6. júní 2007 Fjölskyldutilboð: Aðeins 1.500 krónur fyrir alla fjölskylduna! Takið börnin með á völlinn Boðið verður upp á afmarkað leiksvæði fyrir börn. Á svæðinu verður hoppukastali, trampolín og fleiri leiktæki. Áfram FH Þórey Edda byrjar vel Stökk 4,40 metra á fyrsta móti sínu Þórey Edda Elísdóttir stangar - stökkvari úr FH keppti á fyrsta utanhússmóti sínu á þessu ári á sunnudag og stökk 4,40 metra, sem er mesta hæð sem Þórey hefur stokkið í upphafi keppn is - tímabils. Hún er því í miklu formi eftir mjög erfið meiðsl sem hún varð fyrir í nóvember 2005. Mótið fór fram í Saulheim í Þýskalandi, en á mánudag flaug Þórey Edda frá Köln til Mónakó, þar sem hún keppir á Smáþjóða - leikunum á morgun, fimmtudag, en Þórey Edda sigraði örugglega á leikunum fyrir tveimur árum, stökk þá 4,40 metra. Með þessum árangri tryggði Þórey Edda sér keppnisrétt á HM í Osaka í lok ágúst, en lágmarkið í stangarstökki kvenna er 4,30 metrar. Knattspyrna Bikarkeppni karla: ÍH - Ýmir: 0-1 Skallagrímur - Haukar: 0-5 Bikarkeppni kvenna: Haukar - FH: 0-4 1. deild kvenna: Þróttur R. - FH: 3-1 Næstu leikir: Knattspyrna 9. júní kl. 14, Ásvellir Haukar - FH (1. deild kvenna, a-riðill) 10. júní kl. 19.15, Kaplakriki FH - Fylkir (úrvalsdeild karla) 12. júní kl. 20, Fjölnisvöllur Fjölnir - FH (bikarkeppni kvenna) 14. júní kl. 20, KR-völlur KR - FH (úrvalsdeild karla) Heimaleikir um helgina Haukar og FH leika í kvennaflokki á laugardaginn og FH tekur á móti Fylki á sunnudagskvöld kl. 19.15 en Hafnfirðingar þjálfa bæði þessi lið og í raun báðir FH-ingar, Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH og Leifur Garðarsson, fyrrv. aðst. þjálfari FH og núverandi þjálfari Fylkis. Íslandsmeistarar FH leika gegn Fylki í Landsbankadeild karla sunnudaginn 10. júní kl. 19.15 Hafnfirðingar! Mætum á völlinn og styðjum Íslandsmeistara FH til sigurs gegn Fylki í Kaplakrika F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 7 0 6 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . - l j ó s m . : J ó h a n n e s L o n g Nýir körfuknatt - leiksþjálfarar Yngvi Gunnlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari meistara - flokksliðs Hauka í körfu - knattleik kvenna og tekur hann við af Ágústi Björgvinssyni sem heldur á erlend mið. Yngvi hefur verið farsæll þjálfari yngri flokka Hauka. Henning Henningsson hefur ver ið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka en liðið féll í 1. deild og sagðist Henning ætla að byggja upp liðið af miklum metnaði af heimamönnum. Gönguferð um skóginn Á laugardaginn kl. 16 verður gönguferð um Höfðaskóg á vegum Skógræktarfélags Hafn - ar fjarðar. Sérstaklega verður hugað að trjám og runnum í Trjásýni lundi félagsins sem hef - ur að geyma yfir 200 teg undir og yrki. Sagt verður frá og bent á spennandi trjá- og runna teg - undir sem henta í skóg- og garð - rækt. Tilvalið tækifæri til að kynn - ast fjölbreytni trjáflór unnar. Leið sögu menn verða trjáfræð - ingarnir Árni Þórólfsson og Stein ar Björg vinsson. Lagt af stað frá Sel inu, höfuðstöðvum félagsins við Kaldárselsveg. Sjómannadagurinn: Árin sigraði Róðrafélagið Árin sigraði í róðrakeppninni á Sjó manna - daginn á 2 mín. 28,68 sekúnd - um. Fjarðargarðar urðu í öðru sæti á 2.33,21 og Beikon sneið - arnar urðu í þriðja sæti á 3.03,95 og var greinilegt að það þarf meira en beikonsneiðar til að hafa úthald í kappróður á sjómannadaginn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Nýja sixtiesbandið „Specials“ sem hefur slegið í gegn að undanförnu leikur í Fjörukránni. Óttar Felix, Jonni Ólafs, Ingvar Birnir og Gummi Stefáns. Smellum okkur í dansskóna og mætum tímanlega. Föstudag og laugardag kl. 23-04 Dansleikir um helgina Sverrir Hjörleifsson, formaður og Yngvi Gunnlaugsson. Henning Henningsson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.