Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.06.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 21.06.2007, Blaðsíða 2
Þjóðlegt og skemmtilegt 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 21. júní 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Hvað er jafnrétti? Hvað er jafnrétti kynjanna? Er það að bæði kynin geri það sama, velji sér sömu störf og hagi sér eins? Varla dettur nokkrum manni í hug að fullyrða slíkt. Öll erum við mismunandi, hvert og eitt á Jörðinni en öll eigum við að hafa jafnan rétt. Það þýðir ekki að við séum öll eins og getum gert það sama og aðrir. Hugmyndir Jóhönnu Sigurðardóttir um kynja - kvóta á stjórnunarstöður á vegum hins opin bera er með þvílíkindum ólíkindum og stórt skref til ójafnræðis milli þegna þjóðfélagsins á tillit til kyns. For ræð is - hyggjuhugsunargangur ráðherrans er með ólíkindum og ef ástæðan er lág laun í umönnunarstéttum, hvers vegna ekki að taka á því. Við eigum ekki að velja fólk eftir litarhætti, þjóðerni eða kyni. Hæfi leikar hvers og eins hljóta að ráða því hvern við veljum til verkefna. Ég get ekki neitað því að ég er hugsi yfir vali á fjallkonu á þjóðhátíðardeginum í Hafnarfirði. Getur það verið að hún hafi verið valin vegna uppruna síns? Ef fyrri fjallkonur hafa verið valdar vegna kosta sinna þá er þetta undarleg gjörð. Ef fjallkonurnar hafa verið valdar vegna útlits síns þá skil ég valið í ár, en það gerir valið ekki betra. Hún Beata Anna var hins vegar glæsileg fjallkona og ég held að jafnmargir hafi meðtekið innhald ávarp fjallkonunnar og áður. Á hún hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Auðvitað eigum við að tryggja jafnan rétt kynjanna og umfram allt einstaklinganna en að ætla sér að troða stjórnunarstöðum upp á konur hvort sem þær vilja eður ei er eins og að setja lög um að allir eigi að vera húmoristar. Góð vinkona mín sagði einu sinni við mann sem hneykslaðist á að fólk hafi ekki skilið grínið í orðum sínum. „Ætlar þú að troða húmor í þetta fólk með teskeið?“ Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Sunnudagurinn 24. júní 2007 Morgunsöngur kl. 11 Ræðuefni: Jónsmessan Prestur: sr. Þórhallur Heimisson Organisti: Guðmundur Sigurðsson Allir velkomnir! Víðistaðakirkja Sunnudagur 24. júní Helgistund á sumarkvöldi kl. 20.00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar Allir velkomnir www.vidistadakirkja.is Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir á Hrafnistu Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir vatnslitamyndir í Menningarsalnum á Hrafnistu og verður sýningin opnuð í dag, fimmtudag kl. 14 og stendur til 27. ágúst. Sólveig, sem er fædd í Reykjavík 1925 er landskunn listakona og hefur haldið fjölda sýninga hérlendis og erlendis. Sólveig býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hádegistónleikar á laugardaginn í Hafnarborg Á laugardaginn kl. 12 verða há - degistónleikar í Hafnarborg þar sem Antonía Hevesi fær Margréti Eir og Ágúst Ólafsson með sér. Aðgangur ókeypis. Jónsmessuhátíð í Hellisgerði Jónsmessuhátíð verður haldin í Hellisgerði á laugardaginn með fjölbreyttri dagskrá: Kl. 20-20.15: Lista- og tónlistar - hópur Vinnuskólans bregður á leik Kl. 20.15: Sigurbjörg Karlsdóttir sagnakona segir sögur af huldufólki, álfum og fl. Kl. 20.30: Leikhópurinn Lotta: Mikki refur og Lilli klifurmús frá Hálsaskógi skemmta börnunum. Kl. 20.50: Kór Flensborgarskólans syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Kl. 21.15: Leikhópurinn Lotta: Mikki refur og Lilli klifurmús frá Hálsaskógi skemmta börnunum. Kl. 21.30: Þóra Gísladóttir og hljómsveit. Sálarskotið popp og rokk ásamt tregafullum blús í bland. Hljómsveitina skipa ásamt Þóru, Björn Sigurðsson bassaleikari, Brynjólfur Snorrason trommuleikari og Birkir Gíslason gítarleikari. Kl. 22-23: South River Band eða Drengirnir frá Syðri-Á leika fjöruga tónlist í þjóðlagastíl. Sveitina skipa: Matthías Stefánsson fiðla/gítar, Helgi Þór Ingason harmonika, Ólafur Sig - urðs son mandólín, Kormákur Braga - son gítar, Ólafur Þórðarson gítar og Grétar Ingi Grétarsson kontrabassi. 1. deild kvenna í knattspyrnu VIÐ MÆTUM Á VÖLLINN Í SUMAR – ÁFRAM FH Næsti leikur er laugardaginn 18. júní kl. 14 á Kaplakrika FH - BÍ/Bolungarvík Leikskólinn Álfaberg 35 ára Leikskólinn Álfaberg fagnaði 35 ára afmæli sl. fimmtudag og var að sjálfsögðu slegið upp veislu með ráðamönnum og fleiri gestum. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Fjallkona og fánaberar. Stoltur af fánanum ... ... og það voru líka fleiri. Siggi lét sig ekki vanta í skrúðgönguna á 17. júní. Sumir klæddu sig þjóðlega í tilefni dagsins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.