Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. ágúst 2007 Verslum í Hafnarfirði! ... og hlífum umhverfinu með óþarfa akstri? Fríkirkjan í Hafnarfirði hefur þá sérstöðu meðal kirkna að tón - listarstjóri kirkjunnar Örn Arnar - son er gítarleikari og söngvari en ekki organisti. Flestir eru van - astir því að sálmar séu sungnir við orgelundirleik en í Frí - kirkjunni eru fleiri hljóðfæri not - uð við undirleik eins og gítar, bassi, hljómborð og fleiri hljóð - færi. Fríkirkjubandið hefur vakið athygli fyrir vandaða tónlist, bæði við almennar messur, kvöld vökur og æðruleysis mess - ur. Á sunnudagskvöldið kl. 20 mun Örn Arnarson hins vegar einn leiða notalega stund í kirkj - unni og syngja sálma og spila undir á gítar. Örn mun jafnframt fjalla um einstaka sálma og vekja athygli á boðskap þeirra og innihaldi. Að lokinni notalegri stund í kirkjunni er boðið upp á kaffi og spjall í safnaðarheimilinu. Sálmar og gítar Örn Arnarson syngur og spilar á gítar í Fríkirkjunni Örn stjórnar kór Fríkirkjunnar og leikur á gítar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Tíu starfsmenn Áslandsskóla tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis um síðustu helgi og hlupu allir í bolum merktum skólanum. Einn starfsmaður hljóp hálft maraþon, sjö hlupu 10 km og tveir hlupu 3 km skemmtiskokk. Skólastjórinn, Leifur S. Garð - arsson, var einn þeirra sem hljóp 10 km en hann ákvað í vor að skólinn skyldi standa straum af kostnaði hlaupara við hlaupið. Það hvatti fólk til æfinga og síðar keppni. Stefnt er að því fleiri starfs - menn skólans hlaupi á næsta ári og eru æfingar þegar hafnar. Skólafólk á hlaupum Starfsmenn skólans sem kepptu í 10 km hlaupi. Atvinna í boði Hæfingarstöðin að Bæjarhrauni 2 er með lausar 50%-100% stöður í dagvinnu fyrir þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa eða annað uppeldismenntað fólk. Í starfinu felst þjálfun og umönnum á einstaklingum með fjölfötlun. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum ÞÍ og SFR. Einnig laus 50% staða við létt eldhússtörf. Halla Harpa Stefánsdóttir forstöðuþroskaþjálfi veitir nánari upplýsingar milli kl. 08.00-16.00 í síma 565-0446 eða baejarhraun@smfr.is Umsóknareyðublað er einnig hægt að finna á heimasíðunni www.smfr.is Frjálsíþróttadeild FH Upplýsingar um þjálfara og meira um æfingarnar koma á heimasíðu Frjálsíþróttadeildar FH, www.fh.is/frjalsar Æfingar hjá 6-8 ára börnum, fædd 2002, 2001 og 2000 Mánudaga kl. 18-19 Íþróttahúsinu Kaplakrika Miðvikudaga kl. 17-18 Íþróttahúsinu Kaplakrika Æfingagjald er kr. 2000 á mánuði (afsláttarkort fyrir börn sem eiga lögheimili í Hafnarfirði að upphæð kr. 2000 á mánuði). Fyrsta æfing verður mánudaginn 27. ágúst næstkomandi. Þjálfari: Kristrún Helga Kristþórsdóttir, sími 698 2716. Æfingar hjá 9-11 ára börnum fædd 1999, 1998 og 1997 Mánudaga kl. 19-20 Íþróttahúsinu Kaplakrika Miðvikudaga kl. 18-19 Íþróttahúsinu Kaplakrika Föstudaga kl. 18-19 í Setbergsskóla Æfingagjald er kr. 2000 á mánuði (afsláttarkort fyrir börn sem eiga lögheimili í Hafnarfirði að upphæð kr. 2000 á mánuði). Fyrsta æfing verður mánudaginn 27. ágúst næstkomandi. Þjálfari: Daði Rúnar Jónsson, sími 698 5044. Upplýsingar veitir Kristrún í s. 698 2716. Æfingar hjá 12-14 ára börnum fædd 1996, 1995 og 1994 Mánudaga kl. 20-21 Íþróttahúsinu Kaplakrika Þriðjudaga kl. 17.30 - 18.30 í Kaplakrika Miðvikudaga kl. 19-20 Íþróttahúsinu Kaplakrika Föstudaga kl. 17-18 í Setbergsskóla Æfingagjald er kr. 2000 á mánuði (afsláttarkort fyrir börn fædd 1994 sem eiga lögheimili í Hafnarfirði að upphæð kr. 2000 á mánuði). Fyrsta æfing verður mánudaginn 27. ágúst næstkomandi. Þjálfari: Anna María Skúladóttir, sími 865 2959. ... komdu með! © F ja rð ar pó st ur in n/ H ön nu na rh ús ið – 0 70 8 Æfingatafla veturinn 2007-2008 Æfingar hefjast á mánudaginn!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.