Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 2
Heuwinkel í Hafnarborg Í dag, fimmtudag kl. 17 verður opnuð í Hafnarborg sýning á verkum þýska listamannsins Wolfgang Heuwinkel. Wolfgang hefur þróað með sér mjög sérstaka nálgun við pappír og vatnsliti. Hann vinnur með hrápappír og pappírs kvoðu og rannsakar og nýtir lífræna byggingu efnisins, sogkraft sellúlósans og frumanna í pappírnum, hráa áferð og næmi pappírsins fyrir utanaðkomandi áhrifum, raka og veðri. Opnun skógar í Undirhlíðum Á laugardaginn kl. 14 er bæjarbúum boðið að koma í Stóra-Skógarhvamm í Undirhlíðum þar sem afhjúpað verður nýtt upplýsingaskilti á svæði sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar kallar eitt best varðvetta leyndarmál hafn - firskrar skógræktarsögu. Hægt er að komast að svæðinu frá námunum í Vatnsskarði en þaðan er um 2 km gangur eftir merktum slóða. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. ágúst 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Við Hafnfirðingar tölum mikið um miðbæinn okkar núna þegar áform eru um að víkja veru - lega frá gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæinn og leyfa 5 hæðir umfram gildandi skipulag á afmörkuðu svæði. Fjölmennur kynningarfundur var haldinn um tillöguna sem var auglýst fyrr í sumar og var þétt skipaður bekkurinn í Hafn - arborg þó enn væri vinnutími margra. Allir fundar gestir sem tóku til máls voru á móti þess - um aukahæðum en um hvað er verið að deila? Af hverju er ekki sjálfsagt að leyfa 9 hæða hús í stað 4 hæða? Í raun eru allir sáttir við að byggja upp í miðbænum. Enginn vill 4 hæða kumbalda en varla vill nokkur arkitekt með sjálfsvirðingu gera slíkt. Hann vill teikna hús sem fellur vel að götumyndinni og verði stolt hönnuðar og verktaka. Þannig hefur vel tekist til með fyrstu 3 hæðir hússins sem eiga að rýma verslanir á 1. hæð og skrifstofur á 2.-3. hæð. En ofan á þetta koma tveir 6 hæða turnar. Menn spyrja sig því: Af hverju má ekki byggja vel heppnaðar 4 hæðir eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Ef hagsmunir verktakans eru svona miklir að mati bæjarfulltrúa væri sennilega heppilegra að veita þeim lóð á hagstæðu verði undir 5 hæða hús annars staðar í bænum svo arðsemin geti orðið jafn mikil. Það mun fjölga mikið í miðbæ Hafnarfjarðar og ef bæjarstjórnin telur þörf á turnum til að fjölga enn frekar, af hverju á þá ekki að byggja fleiri turna í miðbænum, af hverju ekki að leyfa hærri byggingar í öllum miðbænum. Hvað er sérstakt við þessa lóð? Auðvitað vilja menn losna við þennan ljóta blett í miðbænum og byggja þarna til prýðis fyrir miðbæinn. Verslanir eiga að koma á 1. hæðina með tengingu í Fjörð en skrifstofur á næstu 2 hæðir. Bjarga skrifstofur miðbænum? Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is 5. Golfklúbburinn Keilir, akstursleið að æfingasvæði. Erindi vegna akstursleiðar að æfingasvæði Keilis vísað úr fram - kvæmdaráði til bæjarráðs til af - greiðslu. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til endurskoðunar fjár hags - áætlunar með fyrirvara um endanlega samþykkt deili skipulag. Bæjar ráðs - fulltrúar Sjálf stæðis flokks óska bókað: „Bæjar ráðs fulltrúar Sjálfstæðis flokks - ins eru sammála því að leysa þurfi að - komuvandamál að æfinga svæði golf - klúbbsins Keilis. Hins vegar hefði verið æskilegra að þessi fram kvæmd hefði verið séð fyrir og kostnaður vegna hennar, þeg ar til kostnaðar upp - gjörs vegna æfinga svæðisins kom til fyrr á árinu. Þá lagði Hafnarfjarðarbær til um 40 milljóna króna við bótar fram - lag til Keilis vegna aukins kostnaðar við uppbyggingu æf inga svæðins frá því sem upp hafleg fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Enn bætist við 12 milljóna króna kostnaður nú vegna vega framkvæmda við æfingasvæðið, og hefði sú framkvæmd og kostn aður átt að liggja fyrir mun fyrr í fram - kvæmda ferlinu.“ Áheyrnar full trúi Vinstri grænna óskar bók að: „Fulltrúi Vinstri grænna ítrekar þá afstöðu sem fram hefur komið í skipulags- og bygg - ingarráði.“ 8.Hraunvangur 7, Hrafnista Hafnarfirði, lóðarleiga Lagt fram að nýju erindi um nið - urfellingu á lóðarleigu við Hraun - vang 7 [Hrafnista]. Bæjar lögmaður mætti til fundarins og gerði grein fyrir áliti sínu á erindinu. Bæjarráð tekur undir álit bæjar lögmanns og synjar erind inu. 14. L 94 ehf, umsókn um lóð undir verslunarmiðstöð. Lagt fram bréf, dags. 9. ágúst sl., frá L 94 ehf., kt. 640205-1720, með ósk um lóð undir húsnæði sem mun hýsa verslunarmiðstöð, svokallaða „outlet-verslun“. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði. 15. Norðurflug ehf., umsókn um lóð. Lagt fram bréf, dags. 2. ágúst sl., frá Norðurflugi ehf., þar sem óskað er eftir fundi með for svars mönn um Hafnarfjarðarbæjar vegna fram - tíðarstaðsetningar Norð ur flugs ehf. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til frekari vinnslu á skipulags- og byggingarsviði. 25. Söngur á elliheimilum, styrkbeiðni. Lagður fram tölvupóstur, dags. 18. júlí sl., frá Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur, þar sem óskað er eftir styrk vegna söngflutnings á elliheimilum í Hafnarfirði. Bæjar - ráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 72.000, takist af lið 21-815. 26. Íslensk ættleiðing, styrkbeiðni. Lögð fram styrkbeiðni, dags. 28. júní sl., frá Íslenskri ættleiðingu vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu um ættleiðiningar í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Guðmundur Rúnar Árnason, formaður bæjar - ráðs, vék af fundi við afgreiðslu máls ins. Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 100.000 kr., takist af lið 21-815. Víðistaðakirkja Helgihald fellur niður í ágúst vegna sumarleyfa. www.vidistadakirkja.is Sunnudaginn 26. ágúst Guðsþjónusta í Hásölum Strandbergs kl. 11 Prestar: Prestar Hafnarfjarðarkirkju Kantor og organisti: Guðmundur Sigurðsson Félagar úr Barbörukór Hafnarfjarðar leiða söng. Vænst er sérstaklega þátttöku fermingarbarna og fjölskyldna þeirra Allir velkomnir Óskum eftir starfsfólki í allar deildir, eldhús, þjónustu og dyravörslu. Dagvinna í boði og einnig kvöld- og helgarvinna. Upplýsingar gefur Unnur í síma 691 1422. Einnig er hægt að leggja inn umsókn á ahansen@ahansen.is ATVINNA Vesturgötu 4 • www.ahansen.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.