Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 23. ágúst 2007 Fríkirkjan Sunnudagur 26. ágúst Sálmar og gítar á sunnudagskvöldið kl. 20 Örn Arnarson syngur og spilar á gítar. Allir velkomnir til notalegrar stundar í kirkjunni á síðsumarkvöldi. Kaffi og spjall í safnaðarheimilinu á eftir. www.frikirkja.is Frumraun dreift í hús Nýverið dreifði fjölmiðla - hópur Vinnuskóla Hafnar - fjarðar blaði sínu Frumraun í öll hús í Hafnarfirði. Blaðið er unnið af 14-16 ára ungmenn - um sem höfðu það að sumar - starfi að vera í fjölmiðla hópi. Í blaðinu er fjölbreytt og vandað efni. Einnig er hægt að sjá blaðið á www.frumraun.is Selur hlut sinn í Saltkaupum Jón Rúnar Halldórsson fram kvæmdastjóri og aðal - eigandi Saltkaupa hefur selt hlut sinn í félaginu til hóps fjár festa undir forystu Ólafs Stein arssonar og Péturs Björns sonar. Saltkaup er fremsti söluaðili landsins bæði á salti til saltfiskverkunar og götusalti. Þá rekur félagið umfangsmikla umbúðadeild sem flytur inn og endurselur umbúðir fyrir sjávarútveg, umtalsvert magn af kryddum og öðrum íbæti - efnum fyrir matvælavinnslu sem og efni til rykbindingar gatna. Í tilkynningu segir, að nýir eigendur hyggist fylgja eftir uppbyggingu félagsins með sambærilegum hætti og hingað ti, en leita um leið leiða til að efla félagið enn frekar. Jón Rúnar mun starfa áfram hjá félaginu sem fram kvæmda - stjóri. Guðmundur Ásgeirsson sem verið hefur hluthafi í félaginu með Jóni Rúnari verður áfram aðili að félaginu. mbl.is greinir frá þessu Númeraplötum stolið Númeraplötum var stolið af stórum hvítum flutningabíl sem stóð á bíla stæði við Set - bergs skóla að farar nótt þriðju - dags. Lögreglu var tilkynnt um málið en þjófarnir eru ófundn - ir. Sjónarvottar eru beðnir að láta lögreglu vita. Þann 15. ágúst tóku gildi nýjar regl ur um hámarkshraða á nokkrum íbúðargötum í Hafnar - firði, frá Austurgötu og upp á Álfa skeið. Er hámarkshraði á þessum götum lækkkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. Viðeigandi umferðarmerki hafa verið sett upp og eru göt - urnar eftirfarandi. Álfaskeið, Mávahraun, Svölu - hraun, Þrastarhraun, Erluhraun, Sólvangsvegur, Tjarnarbraut, Mána stígur, Arnarhraun, Smyrla - hraun, Krókahraun, Slétta hraun, Haukahraun, Fálka hraun, Kjóa - hraun, Lóuhraun, Kletta hraun, Vitastígur, Urðar stígur, Hraun - stígur, Mjósund, Sunnu vegur, Hverfisgata, Gunn ars sund, Skóla braut og Austur gata. Lögreglan hvetur ökumenn til að hafa í huga að í íbúð - arhverfum í bænum er almennt 30 km hámarkshraði. Hámarkshraði lækkar í 30 km/klst. 30 km hraði almennt í íbúarhverfum Nú má aðeins aka á 30 km hraða á Álfaskeiðinu! L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Bjarni Ár manns - son kaupir Gasfélagið Eignarhaldsfélagið Sjávarsýn ehf., sem er félag í eigu Bjarna Ár manns sonar, fyrrverandi for - stjóra Glitnis, hefur að því er kem ur fram í Viðskiptablaðinu keypt Gasfélagið ehf. í Straums - vík sem er helsti innflytjandi á fljótandi gasi og gashylkjum til landsins. Seljandi var félagið Krossá ehf. sem er í eigu Hjálm - ars Blöndals, fyrrverandi fram - kvæmdastjóra DV. Hjálmar keypti Gasfélagið í apríl sl. af félaginu Ísmyndir ehf., sem er í eigu Jóns Þorsteins Jóns sonar, stjórnarformanns Sax hóls ehf. og Byrs og Arnar Arnar sonar fyrrverandi fram - kvæmdastjóra Gasfélagsins. Ísm yndir keyptu félagið af olíu - félögunum; Olíufélaginu ehf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungi hf. árið 2005, í kjölfar þess að þeim var af sam - keppnisástæðum gert að selja. Nýr eigandi er því fjórði eigandi félags ins á tveimur árum. Gas - félagið ehf. var stofnað í nú - verandi mynd árið 1995. Fjármálastjóri til starfa 1. sept. Ekki var tekin fyrir í bæjarráði sl. fimmtudag tillaga bæjarstjóra um nýjan fjármálastjóra. Að sögn bæjarstjóra mun nýr fjármála - stjóri taka til starfa 1. september nk. en þó aðeins í hálfu starfi fyrsta mánuðinn. Ekki er hægt að birta nafn nýja fjármálastjórans þar sem form legu ferli í bæjar - ráði er ólokið og væntanlegur fjár málastjóri, sem er Hafn - firðingur, á eftir að ljúka nokkr - um málum á sín um vinnustað áð ur en nafnið verður gefið upp. Bergur Ingi Pétursson FH kastaði sleggjunni 68,29 m og bætti Íslandsmetið um 1,33 m á móti í Kaplakrika á þriðjudag. Það met setti hann í Bikarkeppni FRÍ í júlí og hefur hann þá fjórbætt Íslandsmetið á árinu. Er Bergur Ingi í 17. sæti yfir bestu kastara í Evrópu, 22 ára og yngri og á raunhæfan mögu leika að ná Olympíu lágmarki á næsta ári. Kristbjörg Helga Ingv ars dóttir FH, setti unglingamet í flokki 21-22 ára þegar hún kast aði sleggj unni 49,40 m og bætti ungl ingamet Guðleifar Harð ar - dóttur ÍR um 1,14 m. Er Helga með næstbesta árangur í sleggju - kasti kvenna aðeins Íslandsmet Aðalheiðar Maríu Vigfúsdóttur Breiðablik er betra, 49,69 m. Þá náði Kristján Sigurðsson FH lágmarki fyrir NM unglinga, þegar hann kastaði 6 kg sleggju 54,42 m. Bergur setti Íslandsmet í sleggjukasti

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.