Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 6
Rauður Ólafur FH þjálfari Metþátttaka var á Hauka - mótinu í golfi, sem haldið var fyrir skömmu, 113 keppendur. Leikar fóru svo að Ólafur Jóhannesson, þjálfri FH vann rauða jakkann á 38 punktum. Baddaskjöldinn hlaut Snorri Páll Ólafsson fyrir besta skorið en hann fór hringinn á 70 höggum. Í 2.- 5. sæti urðu þau Lúðvík Geirsson, Sigurgeir Marteinn Sigurgeirsson, Björk Hauksdóttir og Reynir Kristjáns son með 37 punkta.- Við verðlaunaafhendinguna lét Óli Jó þess getið að hann myndi mæta í rauða jakkanum ef Haukar og FH drægjust sam an í 4ra liða úrslitum bik - arsins en af því varð ekki því Haukar heltust úr lestinni í bikarkeppni eftir frábæran árangur. 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. ágúst 2007 Skrifstofustóll til sölu, mjög lítið notaður. Verð 10 þús. kr. Uppl. í s. 565 4541. Sex mánaða gamall páfagaukur í búri fæst gefins. Uppl. í s. 695 1758. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Gefins Til sölu Eldsneytisverð 22. ágúst 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 125,4 124,4 Atlantsolía, Suðurhö. 125,4 124,4 Orkan, Óseyrarbraut 124,8 123,8 ÓB, Fjarðarkaup 124,9 123,9 ÓB, Melabraut 125,4 124,4 Skeljungur, Rvk.vegi 127,0 126,0 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Ertu stíf(ur)? Heilsunudd og verkjameðferð Upplýsingar og pantanir í síma 699 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarFrábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Fríar prufur Þyngdarstjórnun - Aukin orka Gerður Hannesdóttir sjálfst. dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 ghmg@simnet.is Skógræktarfélag Hafnarfjarðar afhjúpar nýtt upplýsingaskilti við Stóra-Skógarhvamm í Undir - hlíðum kl. 14 á laugardaginn um leið og skógurinn verður opnað - ur almenningi. Stóri-Skógarhvammur er eitt best varðveitta leyndarmál hafn - firskrar skógræktarsögu að sögn for svarsmanna Skógræktar fé - lags ins. Þangað liggur enginn akfær vegur, aðeins göngu slóði sem er hluti Reykjavegar. Hvamm urinn er í norð anverðum Undir hlíðum milli Bláfjallavegar og Krýsu víkur vegar og var áður vinsæll áninga staður þeirra sem fóru Undir hlíðaleið, gömlu þjóð - leið ina milli Hafnarfjarðar og Krýsu víkur. Auð velt er að komast í Stóra- Skógar hvamm með því leggja bílnum á afleggjara af Krýsu - víkur vegi norðan við Vatnsskarð. Þar eru stikur sem vísa á Undir - hlíðaleið og Reykjaveg en leiðin að Stóra-Skógarhvammi er tæp - lega 2 km löng. Eins og nafnið gefur til kynna var Stóri-Skógarhvammur vax - inn gömlum birki- og víðiskógi þegar Skógræktarfélag Hafnar - fjarðar fékk svæðið til umsjónar og ræktunar 1958. Byrjað var á að girða 56 ha spildu sumarið 1958 en árið eftir hófst plöntun trjágróðurs af fullum krafti. Samið var við Hafnarfjarðarbæ um að piltar í vinnuskólanum í Krýsu vík önnuðust ræktunar - starfið undir stjórn Hauks Helga - sonar forstöðumanns vinnu - skólans. Þegar vinnuskólinn í Krýsuvík var lagður niður haust - ið 1964 var formlegu rækt unar - starfi lokið í Stóra-Skógar - hvammi. Skógurinn hefur fengið að aðlagast landsháttum undan - farna fjóra áratugi og hefur nánast verið sjálfbær þennan tíma. Undanfarnar vikur hafa félags - menn og starfsmenn Skóg - ræktarfélags Hafnarfjarðar tekið niður gömlu girðingarnar og fjarlægt þær til að opna skóginn. Næstu sumur verður út plöntun haldið áfram til að auka tegundavalið auk þess sem unnið verður að grisjun og stígagerð til að auðvelda aðgengi að þessum merka ræktunarreit. Tilvalið er fyrir þátttakendur í Ratleik Hafnarfjarðar 2007 að finna punkt 12 og jafnvel 23 sem eru þarna rétt hjá. Opnun skógar í Stóra- Skógarhvammi Bæjarbúum boðið í skóginn á laugardaginn kl. 14 Skógur í Stóra-Skógarhvammsgili baðaður í kvöldsólinni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Undirrituð eru íbúar við Lækj - ar götu 12 í Hafnarfirði og því er húseign okkar hjóna ekki ein þeirra er bókstaflega myndu falla í skugga fyrirhugaðra há hýsa. Samt sem áður áskiljum við okk - ur rétt til að mótmæla harðlega þessum áformum sem íbúar í Hafnarfirði og tíðir vegfarendur í miðbænum. Ástæðurnar eru fyrst og fremst eftirfarandi: 1. Sjónmengun yrði víðtæk af þessum yfirþyrmandi íbúða turn - um. Enginn sem sat kynn ing ar - fundinn í Hafnarborg nú fyrir skemmstu gat látið viðbrögð fólks - ins sem þar sat fram hjá sér fara þegar myndirnar af turnunum birtust. Þetta er einfaldlega ljótt. Þessi sjónmengun myndi bitna á öllum sem leið eiga um mið bæinn. 2. Byggingin yrði gjörsamlega á skjön við markmið ríkjandi skipu - lags. Þar er talað um að hlúa að sér - kennum miðbæjarins, en það sem öðru fremur einkennir miðbæ Hafn arfjarðar er fínleg og lágreist byggð. Það er öllum augljóst að fyrir hugaðar framkvæmdir yrðu í hróplegri mótsögn við yfirlýst mark mið. Það er hætt við að stór - lega dragi úr tiltrú íbúa á yfirvöld sem ekki standa við orð sín. 3. Sól og skjól eru ómetanleg verð mæti í okkar kalda og vinda - sama landi. Allt sem rýrir þessi gæði minnkar aðdráttarafl um - hverf isins. Fólk mun ekki streyma í miðbæ Hafnarfjarðar til að norpa í skugga háhýsanna eða láta vindhviður feykja sér um koll. 4. Framkvæmdaaðilar í bygg - inga iðnaði eiga ekki að hafa mót - andi áhrif á skipulag bæja og borga. Þeirra sjónarmið einkennast af fjárhagslegum hagsmunum. Skipu lagsyfirvöld bæjarins hljóta að hafa hagsmuni bæjarbúa í fyrir - rúmi. Framkvæmdaðilar keyptu lóðina með þeim skipulag skil - málum sem á henni hvíldi. Þeim ber að fara eftir því, ekki treysta á að velvilji bæjaryfirvalda opni þeim gróðavænlegri leið. 5. Engin þörf er á við bótar íbúð - um fyrir aldraða í miðju bæjarins. Þessi tegund íbúða hefur á undan - förnum árum reynst harla arðbær fyrir framkvæmdaðila, enda slagar verð á „þjónustuíbúðum“ oft upp í verð á einbýlishúsi. Slíkar bygg - ingar hafa risið eins og gorkúlur og framboð er yfrið nóg. Turn í mið - bænum er heldur ekki besti kost - urinn fyrir aldrað fólk, sér staklega ef vindhviður umhverfis hann gera því erfitt um vik að fara út fyrir dyr. Að lokum viljum við taka fram að okkur leist ekki illa á tillögur að neðstu hæðum fyrirhugaðra bygginga, þ.e. þeim 4 hæðum sem falla að núgildandi deili - skipulagi. Þær voru hannaðar af tals verðri alúð. Turnunum tveim - ur virtist svo hafa verið skellt þarna ofan á í flýti, væntanlega til að tryggja hagstæðari útkomu reikningsdæmisins. Bæjar yfir - völdum í Hafnarfirði ber að fara að óskum bæjarbúa og hafa hag þeirra að leiðarljósi en ekki auk - inn gróða framkvæmdaðila. Ragnheiður Gestsdóttir, Björn Þór Sigurbjörnsson. Mótmæla byggingu turna Ólafur Jóhannesson, Snorri Páll Ólafsson og Lúðvík Geirs son bæjarstjóri. Skeljungur vill byggja bensínstöð Skeljungur hefur sótt um lóð sunnan Reykjanesbrautar undir nýja bensínstöð. Hvernig stöð þarna yrði sagði Ólafur Jónsson, verkefnastjóri hjá Skeljungi, að færi eftir hvernig lóð fengist en fyrirtækið vilji styrkja stöðu sína í Hafnarfirði. Sagðist hann ánægður að málið væri komið í ferli hjá Hafnarfjarðarbæ. Ferðamálin og menningin til fjölskylduráðs Ferðamálin heyra nú undir fjölskylduráð í stað bæjarráðs og sviðsstjóri niðurlagðs þjónustu- og þróunarsviðs, Anna Sigurborg Ólafsdóttir, verður þjón ustu- og þróunar stjóri og fer með mark - aðsmál, miðbæjarmál, er lend sam skipti og fl. Óska eftir 2ja herbergja íbúð fyrir starfsmann okkar. Upplýsingar hjá Unni í síma 691 1422. Húsnæði óskast Vesturgötu 4 • www.ahansen.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.