Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.08.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 30.08.2007, Blaðsíða 2
Opið í Sveinssafni Opið verður í Sveinssafni í Krýsuvík (bláa húsið) á sunnudaginn kl. 13 til 17 þar sem stendur yfir sýning á verkum Sveins Björnssonar sem ber heitið Siglingin mín. Martin og Ingunn með tónleika í Fríkirkjunni Martin Frewer fiðluleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari halda tónleika á sunnudaginn kl. 20 í Fríkirkj unni í Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis. Spiluð verða vinsæl fiðlulög frá Mið-Evrópu ásamt spænskum döns um og sigaunatónlist. Góð skemmtun fyrir alla. Sýningar í Hafnarborg Sýningar bandarísku listakonunnar Joan Perlman og þýska listamanns - ins Wolfgang Heuwinkel stendur nú yfir í Hafnarborg. Wolfgang hefur þró - að með sér mjög sérstaka nálgun við pappír og vatnsliti. Hann hefur unnið um áratuga skeið með hrápappír og pappírskvoðu sem hann meðhöndlar á ýmsa vegu, ýmist í gríðarstórum örkum eða stöflum. Joan hefur lengi haft mikinn áhuga á Íslandi. Hún hefur lesið íslenskar bók menntir og kynnt sér íslenska menn ingu og þekkir vel sögu landisns. Árið 1995 kom hún hingað í fyrsta skipti, þegar henni var boðið að halda fyrir lestur í Nýlista - safninu. Eftir að Joan hafði komið til Íslands í fyrsta skipti varð hin hrjúfa náttúra landsins al gengt viðfangsefni í málverkum listakonunnar. Hún leitist þó ekki við að túlka landslagið á raun - sæan hátt, held ur reynir hún að fanga dulúðina sem býr í því og kjarna náttúrunnar; kjarna alls landslags, allstaðar. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. ágúst 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Við Hafnfirðingar búum á söguslóðum. Ekki aðeins hefur verið útgerð og kaupmennska hér frá ómunatíð þar sem hin náttúrulega höfn var vel nýtt, heldur hefur landið allt í kringum okkur verið nýtt og hér í hraununum finnast mann - vistarleyfar í hundruð og jafnvel þúsundatali. Þetta hefur Ómar Smári Ármannsson verið duglegur að skrá og Jónatan Garðarsson einnig sankað að sér miklum fróðleik um sögustaði hér í nágrenninu. Ómar fjallar á vef sínum ferlir.is um rauðhóla og skemmdir sem unnar hafa verið á náttúruminjum í umhverfi okkar þar sem gróðrahyggjan hefur ráðið för. Stundum finnst manni eins og þeir tali fyrir daufum eyrum og svo virðist eins og sunnanmenn hafi sýnt fróðleikssöfnun Ómars meiri áhuga en Hafnfirðingar. Væri ekki tilvalið verkefni fyrir umhverfisnefnd bæjarins að finna peninga til að láta gefa út vandað náttúru- og minjakort af öllu bæjarlandinu? Þetta kort mætti jafnvel samnýta sem göngu- og ferðakort ef vel er að verkinu staðið. Er ekki kominn tími til að við réttum úr bakinu og gerum glæsilega það sem við gerum. Menningartengd ferðamennska er framtíðin að mati ferðaspekinga og Hafnfirðingar þurfa að huga meira að því. Söfnin okkar mega gjarnan fá meira fjármagn og ný söfn og sýningar ættu að vera meira en velkomnar í bæinn. Safn Ernst Backman í Öskjuhlíð er gott dæmi um nýhugsun. Væri ekki gaman að hafa enn stærra safn í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Enn betra væri að rífa það hús og byggja nýtt safna-/menningahús sem yrði aðdráttarafl í miðbænum ef vel er að staðið. Það er ekki allt fengið með því að byggja íþróttahús. Það er meira gott til sem má setja skattfé okkar í. Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is 12. Tjarnarvellir 1, deiliskipulagsbreyting Samkaup ehf óskar eftir að fá að breyta deiliskipulagi í samræmi við meðfylgjandi tillögu T.Ark dags. júní 2007. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipu lags- og byggingarfulltrúa 20.06.07, sem vísaði því til skipu - lags- og byggingarráðs.Skipulags- og byggingarráð heimilaði þann 3.07.2007 umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við innkomið erindi, sem síðan verði auglýst skv. 1. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Deiliskipulags - uppdráttur dags. 21.08.2007 hefur borist. Skipulags- og byggingar - fulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. 1. Suðurbæjarlaug, endurhönnun lóðar Lagt fram minnisblað, dags. 16.feb. 2007 og fylgigögn,dags. í ágúst 2007. Svanlaugur Sveins - son gerir grein fyrir málinu. Gert er ráð fyrir 10 millj.kr. í verkið á fjár - hagsáætlun þessa árs. Framkvæmdaráð heimilar Fast - eignafélaginu að setja fram - kvæmd ina af staða og vísar því sem út af stendur vegna fjár - mögnunar til fjárhagsáætlunar - gerðar fyrir árið 2008. Svanlaugur Sveinsson vék af fundi að lokinni umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis. 6. Undirlag vegna knattspyrnu - valla á Ásvallasvæði og við Hvaleyrarvatn Lögð fram samþykkt skipulags- og byggingarfulltrúa um fram - kvæmdarleyfi og umsagnir frá byggða safni og Fornleifavernd ríkisins. Einnig lagðir fram upp - drættir af svæðunum. Framkvæmdaráð felur fram - kvæmdasviðinu að vinna áfram að málinu. 9. Launamál leikskólakennara TV-einingar Í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar var gert ráð fyrir fjármagni vegna ákvæða í kjarasamningi leik skóla - kennara um greiðslur vegna tíma - bundinnar vinnu (TV- einingar) Í febrúar sl. voru samþykktar með fylgjandi reglur um fram - kvæmd Hafnarfjarðarbæjar á þessu ákvæði um tímabundin við - bótar laun. Fyrstu umsóknir voru afgreiddar í apríl og nú eru umsóknir farnar að berast að nýju. Fræðsluráð leggur fram eftir - farandi tillögu: Í Hafnarfirði hafa heimildir til greiðslu vegna TV eininga ein - göngu verið nýttar vegna verkefna og hæfni. Í ljósi markaðs- og samkeppnisaðstæðna sam þykkir fræðsluráð að beina því til fræðslu sviðs í samvinnu við starfs mannastjóra að móta reglur þar að lútandi. Á grundvelli slíkra reglna verði skólastjórnendum gert kleift að sækja um viðbótargreiðslur til þess að gera starfsfólki kleift að starfa undir því aukna álagi sem myndast vegna skorts á starfs - fólki. Víðistaðakirkja Helgihald fellur niður í ágúst vegna sumarleyfa. www.vidistadakirkja.is Sunnudaginn 2. september Guðsþjónusta í Hásölum Strandbergs kl. 11 Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Barbörukór Hafnarfjarðar syngur. Allir velkomnir Fermingarfræðsla hausthóps Hafnarfjarðarkirkju byrjar í safnaðarheimilinu Strandbergi á laugardaginn kemur 1. september kl. 10-12 Tjarnaprestakall Sunnudaginn 2. september 2007 verður guðsþjónusta kl. 14.00 í Kálfatjarnarkirkju, Vatnsleysuströnd Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalarnesprófastsdæmis þjónar fyrir altari og mun setja séra Báru Friðriksdóttur inn í embætti sóknarprests Tjarnaprestakalls. Kirkjukórar Ástjarnar- og Kálfatjarnarsókna syngja við undirleik Franks Herlufsen organista. Að lokinni athöfn verður kirkjugestum boðið í kaffisamsæti í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla, Vogum. Sóknarbörn eru hvött til að mæta og kynnast nýjum sóknarpresti.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.