Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 11.10.2007, Blaðsíða 15
Úrslit: Knattspyrna FH - Fjölnir: 2-1 Handbolti Konur: Haukar - Stjarnan: (miðv.d) Haukar - HK: 30-23 FH - Grótta: 21-28 FH - Valur: 28-34 (bikar) Karlar: Akureyri - Haukar: 22-27 Haukar 2 - Víkingur: 18-25 Bikarkeppni: FH 2 - Fram: 17-40 Valur 2 - Haukar: 20-45 FH - ÍR: 26-27 Haukar 2 - Valur 3: 1-0 FH 3 - Fram 2: 22-33 Haukar U - Víkingur: 24-33 Körfubolti Konur: Keflavík - Haukar: 84-52 Næstu leikir: Handbolti 11. okt kl. 19.15, Kaplakriki FH - Haukar 2 (1. deild karla) 12. okt. kl. 20, Vodafone höll Valur - FH (úrvalsdeild kvenna) 13. okt. kl. 16.15, Fylkishöll Fylkir - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 14. okt. kl. 16, Ásvellir Haukar - Stjarnan (úrvalsdeild karla) 16. okt. kl. 18.30, Höllin Þróttur - FH (1. deild karla) Körfubolti Haukastúlkur töpuðu aftur Haukar töpuðu aftur á sunnu daginn fyrir Keflavík en nú í keppni um titilinn Meistari meistaranna í meistaraflokki kvenna í körfuknattleik. Kefl - víkingar höfðu mikla yfirburði og sigruðu 84-52. Í síðustu viku sigraði Keflavík Hauka í úrslitum Poweradebikarins. Bikarkeppni Tvö lið Hauka áfram, öll lið FH úr leik Tvö af þremur liðum Hauka í bikarkeppni karla í handbolta komust áfram í 16 liða úrslit, Haukar unnu Val 2 og Haukar 2 komust áfram þar sem lið Vals 3 mætti ekki. FH-ingar sendu þrjú lið til keppni og duttu öll úr leik. FH tapaði naumlega fyrir ÍR en FH 2 tapaði fyrir Fram og FH 3 tapaði fyrir Fram 2. Kvennalið FH tapaði svo fyrir Val, 28-34 og er úr leik. www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 11. október 2007 Íþróttir Hljómsveitin Villmenn frá Færeyjum leika fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld í Fjörukránni þegar dansleikjahald hefst þar að nýju. Hljómsveitin var stofnuð árið 2000 og í henni eru fjórir meðlimir með Holgar Jacobsson söngvara og aðal gítarleikara hljómsveitarinnar sem að eigin sögn hefur sinn eigin tón í neðanjarðartónlist Færeyja. Tónlistin sem þeir spila er blanda af rokki, blús, þjóð - lagatónlist, pönki, sveitatónlist og poppi. „Bragðgóð súpa með miklu innihaldi,“ eins og þeir orða það sjálfir. Holgar semur texta við tónlist - ina sem fjalla að jafnaði um það að vera í útjaðri þjóðfélagsins, að vera öðruvísi, einnig það að finna eigið sjálf í síbreytilegum heimi. Villmenn hafa gefið út 3 plötur, sú síðasta, Vill manna - tjóðin kom út í desember á síð - asta ári. Fjölmörg tilboð Fjörukráin býður nú upp á fjölmarga veislupakka með gist - ingu á Hótel Víking bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, fyrirtækjapakka, sælkerapakka, árshátíðarpakka, jólapakka og þorrapakka. Nánari upplýsingar má finna á www.fjorukrain.is en pöntunarsími er 565 1213. Villmenn frá Færeyjum spila í Fjörukránni um helgina John Edvin Joensen, bassaleikar, Finnur Joen-Jacobsen, söngur/ - trommur, Djóni F. Strøsten, gítarleikar og Holgar Jacobsson. Viðskiptavinir Skeljungs dæla rétt líka Í frétt í síðasta blaði var sagt að stóru olíufélögin hafi ekki tekist að þróa aðferð til að koma í veg fyrir að við skipta - vinir dæli röngu eldsneyti á bíla sína. Stefán Karl Segatta sagði í sam tali við Fjarðarpóstinn að not endur viðskiptakorts Skelj - ungs, bæði fyrirtæki og ein - stakl ingar hafi getað ein skorð - að úttekt við ákveðið eldsneyti um nokkurra ára skeið en það sé bundið við það að fólk noti sjálf sala. Þannig hafi við - skipta vinir Skeljungs getað komist hjá því að dæla röngu eldsneyti á bíla sína með tilheyrandi óþæg indum og jafnvel miklu fjár hagslegu tjóni.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.