Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Page 8

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. mars 2007 Glansandi hvítar innréttingar og geislandi svört gólf er glæsi - leg umgjörð um skartið og úrin sem boðið er upp á hjá Úrum & gulli í Firði en fyrir tækið endurnýjaði fyrir skömmu allar innréttingarnar og gólfefni og var verslunin aðeins lokuð í 10 daga á meðan. Elísabet Böðvarsdóttir sagði mjög skemmtilegt að vinna í versluninni núna, allt aðgengi væri mikið betra og greinilegt að viðskiptavinirnir væru mjög ánægðir með breyt ing arnar. Framkvæmdastjóri fyritækisins er Guðmundur Krist inn Ingv - ars son. Úr & gull endurnýjar í Firði L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Elísabet Böðvarsdóttir og Hallfríður Karlsdóttir. Sól í Straumi gerir alvarlegar athugasemdir við málflutning Hags Hafnarfjarðar og segir þær fullyrðingar og röksemdafærslur sem komu fram eftir blaða - manna fund samtakanna því mið - ur meira eða minna úr lausu lofti gripnar og eiga alls ekki heima í annars málefnalegri og upp - lýsandi umræðu um þetta mál í bænum. „Sú aðferð að nota hræðslu - áróð ur og reyna að stilla Hafn - firðingum upp við vegg með fullyrðingum um að störf séu í hættu og allt fari á versta veg samþykki Hafnfirðingar ekki stækk un er þessum hópi til minnkunar og skorar Sól í Straumi á hópinn að stunda ábyrg ari umræðu um þetta mikilvæga mál. Á heimasíðu Alcan alcan.is segir orðrétt „Eng ar áætlanir eru uppi um lokun álversins ef ekki kemur til stækk unar, enda gengur verk smiðjan vel og árangurinn er góð ur, bæði á tæknilegum mæli kvörðum og í umhverfismálum.“ Í málflutningi hópsins var fullyrt að Alcan ætti viðskipti við 100 fyrirtæki í bænum. Á heimasíðu Alcan www.alcan.is er eftirfarandi upplýsingar að finna: „Ef allir hafnfirskir birgjar eru taldir með (blómabúðir, ljósmyndaframköllun og ýmis - legt fleira tilfallandi) eru þeir líklega um 50 talsins, en meðal þeirra sem við eigum veruleg viðskipti við mætti nefna Raf-x, Stálvirki, VSB Verkfræðistofu, ISO-tækni, Sandtak, Körfubílar, Trefjar, Augnsýn, Íssegl, KM Bygg, Véla- og skipaþjónustan Framtak, Hafnarfjarðarhöfn og Vörubretti.“ Fullyrt var að 5-7% af tekjum bæjarins komi frá álverinu. Rétt er að beinar tekjur bæjarins undanfarin ár af álverinu hefur verið á bilinu 1-2% af heildar - tekj um bæjarins. Við í Sól í Straumi höfum lagt okkur fram um málefnalega umræðu um stækkunarmálið í Hafnarfirði undanfarna mánuði og við bjóðum öllum sem hafa áhuga á að taka þátt í þeirri um - ræðu á þeim grundvelli vel - komna til skoðunarskipta.“ Gera athugasemdir um tölur Hags Hafnarfjarðar Sól í Straumi gagnrýnir ný stuðningssamtök Ég ásamt nokkrum öðrum sem stutt hafa Samfylkinguna í Hafnarfirði, stóð fyrir opnum fundi í Bæjarbíói sl. mið vikudag um fyrir - hugaða stækkun ál - vers ins í Straumsvík. Að öðrum ólöstuðum vakti ræða Jóns Bald - vins Hannibalsson, fyrr um formanns Al - þýðu flokksins mesta at hygli og minnti á hans bestu stundir í ræðu stól. Með skýrum rök um hvatti hann til, að Hafn - firðingar felldu þá deili skipulags - tillögu, sem kjósa á um þann 31. mars n.k. Hann hóf ræðu sína á því að minnast upphafs fundar - ferðar sinnar um landið 1985 undir kjörorðinu; „Hver á Ísland“, sem hófst einmitt í Bæjarbíói. Ef öll þau stóriðjuáform sem nú eru á döfinni, gengju eftir, væri spurn inginn; hver á Ísland orðin mjög tímabær. Þátttaka Alcan í kosn ingabaráttunni fram að 31. mars gefur svo sannarlega for - smekkinn. Ég ætla ekki að ræða afstöðu Sam fylkingarfélagsins í Hafnar - firði í þessari grein eða þagnar - bindindi meirihlutans til málsins. Ég virði ákvörðun þeirra sem bera ábyrgð á kosningunum um málið. Þeir sem kusu núverandi meiri - hluta fyrir ári, eiga hins vegar allan rétt á að tjá sig sem Sam - fylk ingarfólk, enda hefur Sam - fylkingin lagt til í tillögum sínum um fagra Ísland, að öllum áform - um um álverabyggingar verði frest að meðan unnið er að ramma áætlun um náttúruvernd. Þetta hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður áréttað með andstöðu við stækkun álversins í Straumsvík nú. Ég hef að undan - förnu verið að benda á það í greinaskrifum, að nauð synlegt sé að móta heildarstefnu um vernd un og nýtingu Reykja nesskagans. Þar ber hæst hugmyndina um sérstakan eldfjallagarð og fólkvang, en svo á að heita að ég sitji í stjórn Reykjanessfólkvangs. Sl. laugardag sat ég ráðstefnu um þessa hugmynd á vegum Land - verndar og þar var m.a. kynntur eldfjallagarðurinn á Hawaii. Ég hafði fengið tölur um aðsókn að þessum garði frá 2003 upp á tvær og hálfa milljón manna á ári. Árið 2006 er þessi tala komin í 3,3 milljónir. Reykjanesskaginn býð - ur upp á flest sem sjá má á Hawaii og margt til viðbótar. Allt þetta er við bæjardyr Hafnarfjarðar. Hvort sem talað er um stækkun álvers í Hafnarfirði eða nýtingu Reykjanesskagans, verður ekki bæði sleppt og haldið. Það er því ekki hægt að samþykkja deili - skipulagstillöguna og vera svo líka með frestun á stækkun ál - vers ins. Tillagan gerir ein fald lega ekki ráð fyrir slíku Ég persónulega hef ekki litið á mig sem einhvern andstæðing álversins í Straumsvík og hef það reyndar fyrir augunum alla daga. Það sem ég sé út um gluggann er norðurströnd Reykjanesskagans, þá núverandi álver sem vissulega rífur þessa sjónlínu og svo sé ég íbúa- og atvinnubyggð, sem stöðugt teygist til vesturs og nær álver inu og fyrirhuguðu bygging - ar svæði. Á fundi um þessi stækk - unarmál fyrir skömmu, svaraði upplýsingafulltrúi Alcan spurn - ingu um það, hvort hann myndi sam þykkja byggingu álvers á núverandi stað, væri árið 2007 í stað 1966. Svarið var nei. Sem íbúi í Hafnarfirði, sé ég það út um gluggann minn að frek ari stækkun nú og sem ekki verður aftur tekin, yrði þvílíkt skipu lagsslys að annað sam bæri - legt verður ekki fundið í Hafnarfirði. Sem stuðningsmaður meiri - hluta Samfylkingarinnar í Hafn - ar firði, tel ég eðlilegt og sjálfsagt að þessi meirihluti og Sam - fylkingin í heild, gangi í takt. Nú virðist það almenn skoðun í þjóð - félag inu að þarna sé uppi ágrein - ingur. Í þriðja lagi finn ég til ábyrgðar sem þegn í þessu landi og atkvæði mitt skiptir fjölmarga aðra máli m.a. þá sem sjá önnur tækifæri á Reykjanesi, en byggingu álvera. Ég veit ekki betur en aðrir flokkar í Hafnarfirði hafi látið uppi sína stefnu, með eða á móti. Vonandi ber Samfylkingarfólk í Hafnar - firði höfuðið hátt á næstu vikum og lætur óhikað í ljósi skoðanir sínar. Höfundur situr í stjórn Reykjanessfólkvangs. Samfylkingarfólk í Hafnarfirði á ekki að þegja til 31. mars Reynir Ingibjartsson Leitum að starfsfólki í Hafnarfirði Svæðisskrifstofa Reykjaness leitar að almennu starfsfólki sem og þroskaþjálfum og félagsliðum. Ýmsar starfsprósentur í boði. Skemmtileg og lærdómsrík störf. Boðið er upp á öflugan stuðning í starfi, þjálfun og námskeið. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum SFR eða ÞÍ. Nánari upplýsingar um störfin ásamt öðrum störfum eru veittar á skrifstofutíma í síma 525 0900, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfirði eða á heimasíðunni www.smfr.is. Verslum í Hafnarfirði! . . . það e r svo s tu t t að fa ra!

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.