Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Síða 16

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Síða 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. mars 2007 Gerðardómur túlki grunn - skólasamning Lúðvík Geirsson lýsti því yfir á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag að réttast væri að gerðardómur ákveði hvernig eigi að túlka endurskoðunar - ákvæði í kjarasamningi grunn - skólakenn ara. Kennarar og launanefnd sveitarfélaga eru ekki sammála um hvernig túlka eigi endur - skoð unar ákvæði 16.1 sem segir að gefi launaþróun tilefni til, eigi að endurskoða ákvæði í samningnum. Deila grunn - skóla kennara og launa nefndar - innar hefur ekki skilað neinum árangri og hefur sáttasemjari verið kallaður til. Síungir skátar fögnuðu 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á Víðistaðatúni sl. fimmtudag. Þessi dagur er jafnframt af - mælis dagur skátafélagsins Hraun búa sem stofnað var fyrir 82 árum síðan en einnig af mæl - isdagur Baden Powell, upp - hafsmanns skátahreyfingarinnar en hann hefði orðið 150 ára þenn an dag. Athöfn Hraunbúa hófst í Víðistaðakirkju þar sem nýliðar voru vígðir skátar að viðstöddum öðrum skátum, for - eldrum og gestum. Því næst var haldið út á Víðistaðatún þar sem tendrað var á 100 kyndlum og hringur myndaður og bræðralags söng - urinn sunginn. Þar segir m.a. „Nú saman tökum hönd í hönd, og heits þess minnumst við; að tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið“. Alls eru um 38 milljónir skáta í 155 löndum og byggir enn á grundvallarmarkmiðum sem Baden-Powell setti fram fyrir 100 árum þó viðfangsefni skát - anna hafi breyst nokkuð. Um 400 íslenskir skátar fara á Heimsmót skáta, World Jam - boree á Englandi í sumar þar sem um 30-40 þúsund skátar koma saman í rúma viku, reisa tjald - búðir og taka þátt í fjöl breyttu starfi en þátttaka á slíku móti er mikið ævintýri. Skátastarf í Hafnarfirði er mjög öflugt og hefur Hafnar - fjarðabær aðstoðað félagið myndar lega við að byggja upp glæsi lega aðstöðu við Víði - staðatúnið. Heimasíða skátafélagsins er www.hraunbuar.is Kyndlarnir yljuðu í nepjunni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Yngri og eldri skátar mynduðu hring með kyndlum á Víðistaðatúni og sungu bræðralagssöng skáta í lokin. L j ó s m . : H a r a l d u r H r a n n a r H a r a l d s s o n L j ó s m . : H a r a l d u r H r a n n a r H a r a l d s s o n Skátahreyfingin 100 ára Hraunbúar fögnuðu með 100 kyndlum á Víðistaðatúni Bæjarstjórinn og skátinn Lúð - vík Geirsson lét sig ekki vanta.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.