Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Blaðsíða 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 14. tbl. 24. árg. 2006 Miðvikudagur 12. apríl Upplag 8.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi Greinilegt var þegar kynning á Áslandi 3 kom á dagskrá á Skipulagsþingi sl. fimmtudag, að þeir sem fengið höfðu vilyrði fyrir lóð í Áslandi 3 ætluðu ekki að láta óátalið þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagi svæðisins frá því þeim hafði ver- ið kynnt það. Gagnrýndu menn harðlega þann feluleik sem virtist vera með málið og hörðust var gagnrýni Gunnars Linnets, sem sagði nýja skipulagið mjög slæmt frá ýmsum sjónarhornum og nefndi umferðarmál þar sérstaklega. Í máli hans kom einnig fram að ekki er skipulagt m.t.t. legu Ofanbyggðavegar skv. gildandi skipulagi, heldur hugmyndum Hafnarfjarðarbæjar um legu hans án þess að það hefði nokkurs staðar hlotið sam- þykki. Greinilegt var að allt þetta mál er mjög viðkvæmt og ljóst að reynt verður að fara að óskum væntanlegra lóðarhafa um lækk- un fjölbýlishúsa og hugsanlega aðrar breytingar. Skipulagsþingið fór ágætlega fram og gafst fundargestum tækifæri á að kynnast forsendum aðalskipulagsins og íbúaþróun en líka var hægt að skoða tillögur að skipulagi einstakra svæða. GEFÐU FREKAR FRAMTÍÐARBÓK KB BANKA www.as.is Sími 520 2600 All fjörugur fundur um skipulagsmál í Áslandi 3 Vilyrðishafar létu í sér heyra á skipulagsþingi Haukastúlkur fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í körfuknattleik á föstudag eftir 3-0 sigur á Keflavík í úrslitum um titilinn. Áður hafði liðið orðið deildarmeistari. Á myndinni má sjá liðið ásamt þjálfara sínum, Ágústi Björgvinssyni, t.h. og Yngva Páli Gunnlaugssyni, aðstoðarþjálfara. Lj ós m .: S ve rr ir V ilh el m ss on Hraunbúinn og Hamar fylgja blaðinu í dag Ferming- arblað skáta- f é l a g s i n s Hraunbúa og Hamar, flokks- blað Sjálfstæðisflokksins fylgja blaðinu í dag. Hönnunarhúsið ehf. sér um útgáfuna fyrir Skátafélagið Hraunbúa en Fulltrúaráð Sjálf- stæðisflokksins gefur Hamar út. Íslandsmeistarar Fyrirspurnir voru fjölmargar á þinginu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.