Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Síða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. apríl 2006
!"#$%&'()'#*+(*,+-*,.*,/
Framboðsfrestur vegna bæjarstjórnarkosninga
í Hafnarfirði, sem fram eiga að fara
laugardaginn 27. maí 2006, rennur út
laugardaginn 6. maí n.k.
Yfirkjörstjórn mun þann dag hafa aðsetur í fundarsal bæjarráðs að
Strandgötu 6, 2. hæð, Hafnarfirði, frá klukkan 10.00 til 12.00 og veita
þar framboðslistum viðtöku. Öll framboð skulu tilkynnt skriflega til
yfirkjörstjórnar eigi síðar en klukkan 12.00 á hádegi þann dag.
Kjörstjórnin mun á sama stað halda fund með umboðsmönnum
framboðslista sunnudaginn 7. maí klukkan 17.00 til þess að úrskurða
um framboð og listabókstafi.
Yfirkjörstjórn vekur athygli á ákvæðum 21.-23. gr. laga nr. 5/1998 um
kosningar til sveitarstjórna, sbr. og 5. gr. laga nr. 27/2002, en þar er
mælt fyrir um form framboðslista, fjölda meðmælenda og
umboðsmenn lista.
Hafnarfirði 11. apríl 2006
Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar
Hörður Zóphaníasson
Jóna Ósk Guðjónsdóttir
Þórdís Bjarnadóttir
AUGLÝSING
UM FRAMBOÐ VIÐ
BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR
Í HAFNARFIRÐI
Sumardagurinn fyrsti
Ferðalangur á heimaslóð
Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og kynna
sér hana á www.hafnarfjordur.is
Lokahóf SVH
Fjórði flokkur FH í handbolta
sigraði Selfoss í úrslitaleik á
sunnudag um Íslandsmeistaratitil
A-liða karla í 4. flokki.
Einar Andri Einarsson, þjálfari
þeirra segir árangur þessa 1990
árgangs félagsins vera athyglis-
verðan. „Á síðustu 5 árum eða
allt frá því að þeir voru á eldra ári
í 6. flokki hafa þeir orðið Ís-
landsmeistarar. Á þessu sama
tímabili hafa þeir tekið alla aðra
titla sem hafa verið í boði. Fimm
sinnum deildarmeistarar, tvisvar
bikarmeistarar auk þess að vinna
stórmótið Norden Cup eða alls
13 titlar.
Þetta verður að teljast stórkost-
legur árangur og verður vart leik-
inn eftir í hópíþróttum og óhætt
að segja að framtíðin sé björt hjá
félaginu,“ segir þessi kröftugi
þjálfari FH-inga.
Leikurinn á sunnudag var
spennandi og skemmtilegur og
lauk með sigri FH 25-22.
Íslandsmeistarar
4. fl. FH í handbolta sigraði þrefalt
Lj
ós
m
.:
Jó
ha
nn
es
L
on
g
Á mánudaginn undirritaði
bæjarsjóri vilyrði um að Björg-
unarsveit Hafnarfjarðar fengi
lóðina Hvaleyrarbraut 32, þar
sem Bátalón var áður. Sagði Júlí-
us Gunnarsson þetta mikinn
áfanga fyrir sveitina eftir langa
bið og sagði að sveitin muni
hella sér út í undirbúning að
byggingu að húsnæði fyrir
Björgunarsveitina sem nú er til
húsa í gömlu slökkvistöðinni við
Flatahraun.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
sagði að nú gæti undirbúningur
hafist af fullu þegar á næstu
vikum og mánuðum og ljúka
megi þessu verkefni fyrr en
margan gruni. Bæjaryfirvöld hafi
nú skrifað undir viljayfirlýsingu
að uppbyggingu á svæðinu með
kvennadeildinni Hraunprýði og
Björgunarsveit Hafnarfjarðar.
Björgunarsveitin
fær Bátalónslóðina
Hafnarfjarðarbær ætlar að styrkja uppbyggingu
Kristín Gunnbjörnsdóttir, formaður Hraunprýðis, Lúðvík Geirsson,
bæjarstjóri og Júlíus Gunnarsson formaður Björgunarsveitarinnar.
Oddvitar stóru flokkanna voru að sjálfsögðu á staðnum, Haraldur
Þór Ólason og Lúðvík Geirsson.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n