Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Blaðsíða 13
Rósa segir Sjálfstæðisflokk-
inn hafa skapað þau ytri
skilyrði sem íbúar og fyrir-
tæki í landinu búi nú við.
Sveitarfélögin, þar á meðal
Hafnarfjörður, njóti góðs af
því góðæri sem ríkt hefur líkt
og aðrir.
Því finnst henni brýnt að
bæjarbúar fái betur að njóta
hagsældarinnar beint í eigin
vasa með því að skattar og
gjöld bæjarbúa verði lækk-
aðir eins og hægt er.
„Samfylkingin virðist ekki
treysta sér til að bjóða upp á
góða þjónustu í bænum nema
að hafa skatta og gjöld í toppi,
og það á tímum þegar ytri að-
stæður eru svo hagstæðar.
Þetta er auðvitað með ólík-
indum og getur ekki flokkast
undir góða fjármálastjórn eða
ábyrgð,“ segir Rósa.
Áhersla á ábyrga
fjármálastjórn
Fyrir skemmstu kynnti
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafn-
arfirði helstu stefnumál sín
fyrir sveitarstjórnarkosning-
arnar í vor.
„Við Sjálfstæðismenn leggj-
um mikla áherslu á ábyrga
fjármálastjórn og útsjónar-
semi í rekstri. Bæjarfélagið er
stórt þjónustufyrirtæki og
þarf að reka sem slíkt. Það er
hægt að hagræða án þess að
það komi niður á þjónustu
eða uppbyggingu. Stjórn-
endur bæjarins eiga fyrst og
fremst að hafa í huga hvað
kemur íbúunum til góða og
gera bæinn eftirsóknaverðan
valkost til búsetu og atvinnu-
rekstrar,“ segir Rósa.
Laða fyrirtæki til
Hafnarfjarðar
„Lögð verður höfuðáhersla
á að styrkja fjárhag bæjarsjóðs
og skapa um leið svigrúm til
frekari framkvæmda á kom-
andi kjörtímabili. Stjórnendur
stofnana bæjarins munu fá
aukið sjálfstæði í rekstri sín-
um og gefast þannig tækifæri
til aukinnar hagræðingar og
bættrar þjónustu. Við viljum
laða fyrirtæki til bæjarins og
nota einstaka staðsetningu
Hafnarfjarðar í því skyni, sem
er nálægð við stofnbrautir á
landi, hafnir og flugvöllinn í
Keflavík.“
Fagmennska og
frumkvæði
Fjölskyldumálin eru Rósu
hugleikin enda spanna þau
vítt svið, allt frá dagvist
ungra barna til málefna
aldraðra svo ekki sé minnst á
íþrótta- og tómstundamálin.
Rósa segir Sjálfstæðisflokk-
inn hafa lagt fram mjög
metnaðarfullar tillögur
að úrbótum og nýj-
ungum í þeim mála-
flokkum. Fagmennska
og frumkvæði eru
Rósu einnig ofarlega í huga
og segir hún markmiðið vera
að koma Hafnarfirði í
fremstu röð.
„Íbúar Hafnarfjarðar eiga
ekkert annað skilið en það
besta, hvort sem um er að
ræða skólana, aðstöðu til
íþróttaiðkunar, fagurt um-
hverfi eða þjónustuna og lífs-
skilyrðin almennt. Við viljum
að skólar fái faglegt og rekstr-
arlegt sjálfstæði og stjórn
verði sett yfir hvern skóla.
Einnig að íþróttaæfingar og
tómstundirnar verði felldar
inn í skóladag barna til 12 ára
aldurs. Mikilvægt er að
stuðningur til íþrótta-og tóm-
stundastarfs barna og ungl-
inga verði látinn ná til fleiri
greina en nú er og lögð verði
áhersla á aldurshópinn 6-17
ára. Ennfremur þarf frekari
uppbygging á
íþróttasvæðum
bæjarins að
koma til svo
starf íþrótta-
félaga bæjar-
ins haldi
áfram að
vaxa og
dafna.
Þjónustan við aldr-
aða verði aukin
Stefna okkar Sjálfstæðis-
manna í málefnum aldraðra
er einnig skýr og ber vott um
framsýni enda hafa okkar
fulltrúar sýnt frumkvæði í
þeim efnum. Í okkar fram-
tíðarsýn viljum við að aldr-
aðir geti lifað áhyggjulausir
og verið virkir þátttakendur í
samfélaginu Við viljum auka
þjónustuna með því að
tryggja nærþjónustuna á sem
flestum sviðum og byggð
verði heildstæð öldrunar-
stefna. Hún verði byggð á
samþættingu heilbrigðis-og
félagsþjónustu og markvissri
uppbyggingu til stuðnings
sjálfstæðri búsetu aldraðra,“
segir Rósa, full tilhlökkunar
að láta til sín taka í bæjar-
stjórn og leggja sitt
af mörkum til að
gera góðan bæ
betri.
Miðv ikudagur 12. apr í l 2006 www.xdhafnar f jo rdur . i s 2 . tb l . 60. á rg .
Ábyrg
fjármálaumræða
- Samfylkingin vísvitandi að
blekkja kjósendur
bls. 5
Frábær árangur
eða frábært
árferði?
bls. 6
Frambjóðendur
Sjálfstæðis-
flokksins
baksíða
bls. 4
Frumkvæði í
menntamálum
bls. 3
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn
undanfarin ár og hefur með stefnu sinni og
verkum náð meiri hagsæld en dæmi eru um í
sögu þjóðarinnar. Í komandi bæjarstjórnar-
kosningum hafa Hafnfirðingar val um það að sú
sama stefna verði höfð að leiðarljósi við stjórnun
bæjarins næstu árin,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir
sem skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.
Hafnarfjörð í fremstu röð
www.xdhafnarfjordur.is
Haraldur Þór Ólason
framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
Rósa Guðbjartsdóttir
framkvæmdastjóri
Almar Grímsson
lyfjafræðingur og varabæjarfulltrúi
María Kristín Gylfadóttir
M.A. stjórnmálafræðingur
Bergur Ólafsson
forstöðumaður
Skarphéðinn Orri Björnsson
sérfræðingur
Helga Ragnheiður Stefánsdóttir
húsfreyja og varabæjarfulltrúi
Guðrún Jónsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Geir Jónsson
mjólkurfræðingur
Hallur Helgason
kvikmyndagerðarmaður
Halldóra Björk Jónsdóttir
húsmóðir og ráðgjafi
Magnús Sigurðsson
verktaki
Sólveig Kristjánsdóttir
stjórnmálafræðingur
Árni Þór Helgason
arkitekt
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
markaðs- og bókhaldsfulltrúi
Edda Rut Björnsdóttir
háskólanemi
Hrönn Ingólfsdóttir
verkefnastjóri
Davíð Arnar Þórsson
tölvunarfræðingur
Kristín Einarsdóttir
iðjuþjálfi
Árni Sverrisson
framkvæmdastjóri
Áslaug Sigurðardóttir
snyrtifræðingur og ellilífeyrisþegi
Magnús Gunnarsson
framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18
19 20 21 22
Bæjarhornið
Rósa Guðbjartsdóttir