Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Síða 14
Fimmtudagur 12. apríl 2006H2
Hamar óskar Haukastelp-
unum í körfuknattleiksliði
kvenna innilega til hamingju
með Íslandsmeistaratitilinn
sem þær tryggðu sér í síðustu
viku.
Haukaliðið sýndi frábæra
takta í spennandi viðureign
við lið Keflavíkur á Ásvöllum
og enduðu leikar 81-77,
Haukum í vil.
Stúlkurnar hafa átt mjög
góðu gengi að fagna að und-
anförnu og ekki síst í vetur
þegar hver titillinn á fætur
öðrum hefur ratað með þeim
í Hafnarfjörð. Það er ljóst að
þessi sæti sigur muni hafa
mikla þýðingu fyrir körfu-
knattleiksstarfið í bænum og
hvetja annað hafnfirskt
íþróttafólk til dáða.
Til hamingju Haukar!
Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna
Kosningaskrifstofa Sjálf-
stæðisflokksins var opnuð
með pompi og pragt laugar-
daginn 1. apríl í Sjálfstæðis-
húsinu við Strandgötu 29.
Fjöldi gesta lagði leið sína í
Sjálfstæðishúsið og ríkti mik-
il bjartsýni og samhugur í
mannskapnum.
Fjölmenni í Sjálfstæðishúsinu
við opnun kosningaskrifstofu
Á myndinni er Haraldur Þór Ólason með eiginkonu sinni, Þórunni Úlfarsdóttur og Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Útgefandi:
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði
Strandgötu 29, pósthólf 161, 220 Hafnarfjörður, sími 565 1055
Blaðstjórn:
Valdimar Svavarsson, formaður, Kristinn Andersen og
Magnús Gunnarsson.
Ábyrgðarmaður: Valdimar Svavarsson
Auglýsingar: Guðmundur Jónsson, sími 862 9201
Umbrot: Hönnunarhúsið ehf.
Prentun og dreifing: Fjarðarpósturinn
Nýr kosningavefur
... kíktu inn!
opnar í dag
www.xdhafnarfjordur.is